Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Bikers against child abuse (BACA) eru alþjóðleg góðgerðarsamtök sem starfa í þeim tilgangi að búa börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi öruggara umhverfi. Íslandsarmur samtakanna starfar með vitund opinberra aðila og stofnana á borð við Kvennaathvarfið. Árlegur fjáröflunarakstur samtakanna verður á laugardaginn næstkomandi. 11.5.2025 16:21
Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Breytingar á veiðigjaldi þurfa að eiga sér stað í skrefum og með samtali. Sjávarútvegurinn er tilbúinn í umræðu um hækkun þess með slíkum hætti segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11.5.2025 14:49
Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Slysavarnarfélagið Landsbjörg segir nauðsynlegt að rekstrar- og skattaumhverfi björgunarsveitanna sé ekki óhóflega íþyngjandi, og eðlilegt væri að veita þeim undanþágu frá virðisaukaskatti. 11.5.2025 11:35
„Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11.5.2025 00:19
Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Fyrrverandi breskur lögregluþjónn á eftirlaunum var handtekinn vegna færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X þar sem meiningin var að vara við vaxandi gyðingahatri á Englandi. 10.5.2025 23:27
Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Indversk og Pakistönsk yfirvöld hafa sakað hvort annað um að hafa brotið gegn vopnahléi aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um vopnahléssamkomulag. 10.5.2025 21:22
Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Fjölmargir lögðu leið sína á afmælishátíð í Kópavogi í dag sem haldin er í tilefni sjötíu ára afmælis bæjarins. Í Smáralind var boðið upp á afmælisköku af stærri gerðinni og Samkór Kópavogs söng afmælissönginn og fleiri lög. Halla Tómasdóttir forseti heimsækir Kópavog á morgun klukkan 15:30 og tekið verður á móti henni í Salnum. 10.5.2025 20:45
Veittu eftirför í Árbæ Lögreglan veitti ökumanni eftirför í Árbæ þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, en til stóð að sekta ökumanninn vegna hraðaksturs. Þegar ökumaður stöðvaði loksins bílinn hljóp hann undan lögreglunni, sem hafði þó fljótlega upp á honum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. 10.5.2025 20:32
Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra lauk á alþingi í dag, en atkvæðagreiðslu um að vísa málinu til annarrar nefndar en upphaflega stóð til var frestað til mánudags. 10.5.2025 18:10
Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Nokkrir þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Lagt er til að starfslokaaldur verði 73 ára í stað 70 ára. 6.5.2025 23:50