Saka lögregluna um að rægja Kínverja Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi gagnrýnir fullyrðingar fulltrúa ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja og sakar hann um að dreifa rógburði um Kína. Þótt talsmaðurinn segi sendiráðið á móti ummælum hans hafnar hann þeim ekki berum orðum. 28.3.2025 11:59
Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Egypsk yfirvöld yfirheyrðu áhöfn ferðamannakafbáts sem sökk í Rauðahafi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvað olli slysinu sem kostaði sex rússneska ferðamenn lífið, þar á meðal tvö börn. Fjórir eru sagðir þungt haldnir eftir slysið. 28.3.2025 09:21
Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða. 27.3.2025 14:15
Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. 27.3.2025 12:06
Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. 27.3.2025 11:06
Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. 27.3.2025 09:45
Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún ætlaði að taka þrjú hundruð milljarða sænskra að láni til þess að endurnýja vopnabúnað Svíþjóðar. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu frá tímum kalda stríðsins, að sögn Ulfs Kristersson, forsætisráðherra. 26.3.2025 13:44
Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Öryggismálaráðherra Mexíkó segir engar vísbendingar um að búgarður þar sem fjöldi líkamsleifa fannst nýlega hafi verið útrýmingarbúðir heldur hafi hann verið þjálfunarstaður fyrir glæpasamtök. Uppgötvun búgarðsins vakti óhug á meðal Mexíkóa sem eru þó 26.3.2025 12:02
Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Svissneskur áfrýjunardómstóll staðfesti sýknu í spillingarmáli Sepps Blatter, fyrrverandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, og Michels Platini, fyrrverandi forseta Knattspyrnusambands Evrópu, í gær. Málinu gæti enn verið áfrýjað til æðri dómstóls. 26.3.2025 10:49
Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða Hátt í þrettán þúsund manns voru atvinnulausir í febrúar samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra í mánuðinum var 5,5 prósent og hækkaði það um 0,6 prósentustig á milli mánaða. 26.3.2025 09:12