Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Framtíð sögufrægs menningarfélags Íslands og Rússlands og sala á húsnæði félagsins er á dagskrá aðalfundar sem boðað hefur verið til í vikunni. Deilur um félagið hafa komið í veg fyrir að lyktir fáist um hvoru tveggja í þrjú ár en síðasta tilraun til aðalfundar leystist upp í stimpingum. 12.5.2025 14:33
Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. 12.5.2025 11:51
Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12.5.2025 10:38
Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Rúmlega tveir af hverjum fimm telja stríð og átök mikilvægasta vandamálið sem heimurinn stendur frammi fyrir í skoðanakönnun. Þrátt fyrir að fátækt hafi verið nefnd næstoftast fækkar þeim töluvert sem nefna efnahagsleg vandamál sem helsta meinið. 12.5.2025 09:10
Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Svissneska fyrirtækið Climeworks sem fangar kolefni beint úr lofti á Hellisheiði segir tæknileg vandamál hafa tafið fyrir framkvæmdum við annað kolefnisföngunarver þess. Upphaflegt föngunarver þess hafi þegar skilað nettó kolefnisbindingu. 9.5.2025 15:51
Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Nýskipaður þjóðaröryggisráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar steig til hliðar sama dag og hann var skipaður eftir að gamlar nektarmyndir af honum af stefnumótasíðu skutu upp kollinum. Forsætisráðherrann segir málið alvarlegt. 9.5.2025 13:38
Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sveitarstjórnarfólk í Norðurþingi sem kvaddi sér hljóðs um nýja viljayfirlýsingu með Carbfix sem var samþykkt í gær lýstu jákvæðni í garð verkefnisins. Carbfix hætti við kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði þar sem bæjarfulltrúar og hluti íbúa var mótfallinn henni. 9.5.2025 12:17
Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Flugstjóri og flugmaður tyrkneskrar farþegaþotu sem lenti í alvarlegri ókyrrð yfir Íslandi árið 2023 tókust óafvitandi á um stjórn vélarinnar. Sjö manns um borð slösuðust í ókyrrðinni. Viðbrögð áhafnarinnar var talin orsök atviksins en bæði Veðurstofa Íslands og Isavia fengu tilmæli um umbætur vegna þess. 9.5.2025 09:37
Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Þýska leyniþjónustan hefur ákveðið að bíða með að flokka Valkost fyrir Þýskaland (AfD) sem öfgasamtök á meðan dómstóll tekur afstöðu til lögbannskröfu flokksins. Flokkurinn segir ákvörðunina sigur fyrir sig. 8.5.2025 15:42
Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Þriðju tilboðsbókinni í sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka var bætt við með lagabreytingum sem samþykktar voru á Alþingi í dag. Sú leið á að auka líkur á að stórir fjárfestar taki þátt í útboðinu án þses að gengi verði á forgang einstaklinga. 8.5.2025 14:22