

Fréttamaður
Lovísa Arnardóttir
Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs
Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir ánægjulegt að breið sátt hafði náðst meðal kröfuhafa um tillögu nefndar ráðherra vegna uppgjörs skulda ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs samþykktu í dag tillögu um að gang að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa.

Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár
Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna.

Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði
Logi Einarsson, menningarráðherra, afhenti myndlistarfólki styrki úr Myndlistarsjóði við hátíðlega athöfn í dag, 10. apríl 2025. Alls var 38 milljónum króna úthlutað til 61 verkefnis.

Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs
Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs, samþykktu í dag tillögu ríkisins um að ganga að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa. Samkvæmt tillögunni slær ríkið lán upp á um 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs.

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna.

Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segist hafa verið skammaður fyrir að vilja halda góðu sambandi við Bandaríkin. Það sé þó mikilvægt að gera það. Best sé fyrir Íslendinga að bíða og sjá hvernig tollastríðið þróist. Baldur segir mögulegar afleiðingar tollastríðsins að spenna minnki á milli Evrópu og Kína.

Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims
Ameríska tímaritið og vefmiðillinn Variety hefur útnefnt Bíó Paradís sem eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum um allan heim. Í umsögn er talað um hönnun innanhús og að það sé hægt að leigja það fyrir viðburði. Þá er einnig talað um aðgengi að erlendum kvikmyndum.

Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn
Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis segir bresku sjónvarpsþættina Adolescense ekki henta vel til að sýna börnum eða ungmennum í forvarnarskyni. Þættirnir séu gott innlegg í samfélagslega umræðu en það réttlæti ekki að sýna þá börnum eða ungmennum. Þeir geti vakið ólík viðbrögð hjá ólíkum börnum byggt á upplifunum þeirra eða reynslu.

Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði
Margrét Ásgeirsdóttir læknir og fjárfestir er að selja glæsilega eign við Skeljatanga í Reykjavík. Arkitekt hússins er Hjörleifur Stefánsson og var húsið reist árið 2008. Heildarskráning eignarinnar er 508 fermetrar samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Fasteignamat er 289 milljónir.

Bilun í stofnneti Ljósleiðarans
Bilun varð í kvöld í stofnneti Ljósleiðarans sem olli víðtækum bilunum á netsambandi hjá viðskiptavinum Ljósleiðarans, þar á meðal Vodafone. Í tilkynningu frá Ljósleiðaranum kemur fram að bilunin hafi haft víðtæk áhrif á netþjónustu í um tuttugu mínútur.