„Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Eitt af því sem gerir okkur alltaf jafn stolt og ánægð, eiginlega montin, er þegar útlöndin eru að skrifa um einhver afrek frá Íslandi. Sem gerist reyndar ótrúlega oft miðað við smæð samfélagsins. 28.3.2025 07:02
Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda „Það sem er athyglisvert er að fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda í fimm ár eða lengur. Og spurningin er þá: Ef svo verður, mun þetta fólk snúa til baka?“ spyr Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri rannsóknarfyrirtækisins Prósent. 27.3.2025 07:00
Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Við völdum fyrirtæki sem stúdentar eru að versla mikið við því þetta eru fyrirtæki sem við viljum einfaldlega að séu með hlutina í lagi; starfi eftir þeim gildum sem við viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent Orri Jónsson Claessen, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands um þau 400 fyrirtæki sem sjónunum er beint að í átakinu Stúdentar taka til. 26.3.2025 07:00
Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað. 23.3.2025 08:00
„Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma. 22.3.2025 10:02
Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. 21.3.2025 07:00
Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég er nú svo hvatvís að ég veit varla í hvaða átt ég er að fara, hvað þá að ég viti hver þessi innri áttaviti er,“ segir Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Vesturports með meiru og hlær. 20.3.2025 07:01
„Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú. Nota það meira og meira eftir því sem ég verð eldri,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, ein fjölmargra kvenna sem næstkomandi laugardag mun ræða um innsæið á UAK ráðstefnunni 2025. 19.3.2025 07:00
Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Flest okkar höfum heyrt í Hermanni Guðmundssyni í fjölmiðlum. Til dæmis skrafhreifinn á Bylgjunni; ófeiminn við að segja hvað honum finnst um þjóðmálin eða fréttir. Enda fínn í útvarpi; á frægan bróður þar eins og hann segir sjálfur. 16.3.2025 08:00
Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin. 15.3.2025 10:04