Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Þrír einstaklingar frá Búlgaríu hafa gerst sekir um njósnir í Bretlandi á vegum Rússa. Þau njósnuðu meðal annars um rannsóknarblaðamenn, fyrrum stjórnmálamenn og bandaríska herstöð í Þýskalandi. 7.3.2025 21:02
Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Mikil óvissa ríkir á alþjóðasviðinu eftir aðgerðir Bandaríkjaforseta í tollamálum. Komi til tollastríðs milli ríkja Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er versta sviðsmynd Íslendinga að „klemmast einhvern veginn á milli“ að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. 7.3.2025 20:24
Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. 7.3.2025 18:57
Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Flugfélagið Play flutti um tuttugu þúsund færri farþega í febrúar 2025 heldur en í febrúar árið 2024. Ástæðan sé munur á framboði milli ára ásamt ákvörðun félagsins að leigja út farþegaþotu sína. 7.3.2025 17:37
Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Íbúar í Hegranesi í Skagafirði eru afar óánægðir með áform bæjarráðs um að selja skuli félagsheimili Rípurhrepps. Þau segja ákvörðunina svik við samfélagið. Nágrannar þeirra óttist um framtíð félagsheimila sinna. 7.3.2025 08:02
Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. 6.3.2025 20:50
Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Reykjavíkurborg þarf að velja nýtt nafn á Bjargargötu samkvæmt úrskurði örnefnanefndar. Götuheitið þykir of líkt Bjarkargötu sem er steinsnar frá Bjargargötu. 6.3.2025 18:21
Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Þjóðskrá hefur tekið við framleiðslu á ökuskírteinum úr plasti. Gert er ráð fyrir að flestir sem beðið hafa eftir nýjum ökuskírteinum fái skírteinin um næstu mánaðarmót. 6.3.2025 17:14
Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Caroline Darian, dóttir Dominique og Gisèle Pelicot, hefur kært föður sinn fyrir að hafa byrlað sér og beitt hana kynferðisofbeldi. 6.3.2025 16:51
Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Alvarlegt umferðarslys átti sér stað við gatnamót Bröttubrekku og Þjóðvegar eitt þegar rúta og jepplingur skullu saman. Einn var fluttur með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi. 6.3.2025 15:58
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið