Dr. Bjarni er látinn Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður, sem iðulega var kallaður dr. Bjarni, er látinn. Bjarni var 78 ára gamall. 12.5.2025 22:31
Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Þingflokksformaður Miðflokksins segir koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju meðan stjórnarandstaðan boðaði hann á þingfund á laugardag. Það sé ekki Daða að meta hvaða fundir séu mikilvægari en aðrir þegar hann er boðaður með þessum hætti. 12.5.2025 20:48
Síðasti dropinn á sögulegri stöð Búið er að loka dælunum á bensínstöð N1 við Ægisíðu fyrir fullt og allt. Síðasta dropanum var dælt á stöðinni um síðustu mánaðamót. 12.5.2025 18:50
Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Dómsmálaráðherra hefur sent héraðssaksóknara bréf þar sem hún óskar eftir upplýsingum um lykilatriði í máli sérstaks saksóknara, sem lögreglan á Suðurlandi og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa nú til rannsóknar. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 12.5.2025 17:42
Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sakar stjórnarandstöðuna um pólitískan leik með því að hafa látið sig hverfa af þingfundi áður en Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra mætti til að svara umræðum þeirra á laugardag. Hann segir það algilda venju að breytingartillögum um nefndarvísan sé frestað milli þingfunda. Daði segist hafa haft öðrum skyldum að gegna. 12.5.2025 16:21
Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Kjördagur er runninn upp í Ástralíu. Von er á æsispennandi þingkosningum í skugga Trump-tolla, loftslagsvár, sem hefur undanfarin ár látið á sér kræla í landinu, og kreppu á húsnæðismarkaði. 2.5.2025 23:54
„Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Fréttakona Ríkisútvarpsins segist þakklát snjósleðaköppum eftir að hún slasaðist illa á fæti á fjallaskíðum á jökli um Páskana. Hún verður frá vinnu í nokkrar vikur, erfiðast sé að geta ekki sinnt börnunum. 2.5.2025 22:15
Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir, Eurovisionpar og meðlimir í popphljómsveitinni Daða og gagnamagninu, hafa fest kaup á einbýlishúsi. Fjölskyldan flutti nýverið til Íslands eftir tíu ára dvöl í Berlín. 2.5.2025 21:29
Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Harry Bretaprins segir að honum þætti verulega vænt um að ná sáttum við bresku konungsfjölskylduna eftir allt sem gengið hefur á. Í tilfinningaþrungnu viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann niðurbrotinn eftir að hafa tapað máli fyrir Hæstarétti í Lundúnum vegna reglna um öryggisgæslu fyrir fjölskyldu hans í Bretlandi. 2.5.2025 21:13
Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Alls voru 122 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í morgun þar til klukkan fimm síðdegis. Þrír gista fangageymslur eftir daginn. 2.5.2025 19:52