varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sker upp her­ör gegn kín­verskum netrisum

Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning

Að­gerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni

Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu flutt inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka innflutning. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Vopna­hlé og í beinni frá Basel og Öskju­hlíð

Mikilvæg skref hafa verið stigin í átt að vopnahléi í Úkraínu síðustu daga, að sögn utanríkisráðherra. Rússar segjast tilbúnir til viðræðna en Úkraína og bandalagsþjóðir hafa gert kröfu um fyrst verði skilyrðislaust vopnahlé. Við ræðum við Þorgerði Katrínu í hádegisfréttum Bylgjunnar og mögulegar vendingar í stríðinu.

Víð­feðm rann­sókn, baunað á skólaþorp á bíla­stæði og stór­virki

Nefnd um eftirlit með lögreglu ætlar að ráðast í umfangsmikla frumkvæðisathugun á gagnaþjófnaði frá sérstökum saksóknara. Málið er nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar einnig að taka það fyrir. Við ræðum við formann eftirlitsnefndar með störfum lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þing­menn slá Ís­lands­met

Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor.

Nýr páfi, svik við al­menning og loðnasti starfs­maður Rima­skóla

Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar og ræðum við mann sem var hleraður og íhugar að leita réttar síns.

Páfaspenna, drykkju­læti og um­deildur út­burður

Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja í Kasmír í Pakistan í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. Við sjáum myndir frá svæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sérfræðingur í varnarmálum mætir í myndver til þess að fara yfir mögulega þróun.

Líflátshótanir í kjöl­far veð­mála og ótta­slegin eftir út­burð

Íslenskum körfuboltamanni hafa borist líflátshótanir og börnum hans verið hótað af fólki sem hefur veðjað á leiki sem hann hefur spilað. Nú síðast í úrslitakeppninni bárust honum rætin skilaboð eftir að hafa klikkað á tveimur vítum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við körfuboltamanninn og við sýnum frá skilaboðum sem honum hafa borist.

Viðvörunarbjöllur óma vegna verð­hækkana

Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni.

Kári Stefáns­son í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar

Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að við fyrstu sýn hafi mátt lýsa aðferðum við uppsögn hans sem fantabrögðum. Það hafi hins vegar verið lygasaga sem olli brottrekstrinum. Við ræðum málið við Kára Stefánsson í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá meira