Vilja framselja Puigdemont Saksóknarar í þýska bænum Schleswig fóru í gær fram á við dómstóla að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, yrði framseldur til Spánar. 4.4.2018 06:00
Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31.3.2018 09:45
Sneri aftur eftir hjartaaðgerð Líðan tortímandans Arnolds Schwarzenegger var í gær sögð stöðug eftir að hann var drifinn í opna hjartaaðgerð seint á skírdag. Var þá skipt um slöngu í hjartaloku en slíkri slöngu var fyrst komið fyrir í hinum austurrísk-bandaríska Schwarzenegger árið 1997. 31.3.2018 09:30
Friðarviðræðum í Austur-Ghouta miðar vel áfram Friðarviðræðum á milli uppreisnarmanna og Rússa, helstu bandamanna stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, í Austur-Ghouta miðar vel áfram. 31.3.2018 09:15
Hægt að herða á iPhone-símum Fyrir nokkru kom í ljós að tæknirisinn Apple hægði viljandi á eldri iPhone-símum. Sagði fyrirtækið það gert í þeim tilgangi að auka rafhlöðuendingu enda væru rafhlöður í eldri símum oftar en ekki orðnar gamlar og lélegar. 31.3.2018 09:15
Huawei gefst ekki upp Þrátt fyrir að ekkert stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna á sviði fjarskipta og engin stór raftækjaverslun þar í landi selji vörur kínverska snjallsímaframleiðandans Huawei ætlar fyrirtækið ekki að gefast upp. 31.3.2018 09:15
Erdogan vill ekkert með Frakka hafa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, gagnrýndi í gær harðlega tillögu Frakka um milligöngu í friðarviðræðum á milli Tyrkja og SDF, hersveita Kúrda í norðurhluta Sýrlands. 31.3.2018 09:15
Egyptar loka enn einum fréttavefnum Yfirvöld í Egyptalandi lokuðu á fréttavefinn al-Manassa í gær eftir að miðillinn hafði fjallað um meint brot á kosningalögum sem eiga að hafa átt sér stað í forsetakosningum vikunnar. 31.3.2018 08:15
Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29.3.2018 10:00