Fréttir Icesave ætti að vera úr sögunni „Það er mjög jákvætt ef þetta verður niðurstaðan og eignirnar duga fyrir öllum forgangskröfum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. Innlent 1.9.2011 22:15 Áætlaður kostnaður við laugarnar 320 milljónir Framkvæmdir við endurgerð sundlauganna í Reykjavík eru hafnar og er áætlaður kostnaður nú kominn upp í 320 milljónir króna eftir endurskoðaða fjárhagsáætlun frá 30. júní. Í apríl síðastliðnum kom fram að áætlaður kostnaður yrði um 275 milljónir króna, en þó var gert ráð fyrir 500 milljónum í framkvæmdirnar í upphaflegri fjárhagsáætlun 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Innlent 1.9.2011 22:15 Matarkarfan ódýrust í Krónunni - Bónus mótmælir vinnubrögðum Allt að 28 prósenta verðmunur er á matarkörfu ASÍ á milli Krónunnar, þar sem hún er ódýrust, og Nóatúns, þar sem hún er dýrust. Innlent 1.9.2011 22:15 Óvíst að hægt sé að halda verðbólgu lágri Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnaðar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. Innlent 1.9.2011 22:15 Samsetning bóta til skoðunar Samsetning bóta til fórnarlamba ofbeldis er nú til skoðunar í innanríkisráðuneytinu. Til þess að breyta samsetningu bótanna þarf að breyta lögum, að sögn Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Innlent 1.9.2011 22:15 Þjóðverjar fari frekar en Grikkir Sautján Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði lýstu því yfir nýverið að evrusvæðið muni lifa af skuldakreppu Grikkja og fleiri nauðstaddra evruríkja. Erlent 1.9.2011 22:15 Leyfðu gróf mannréttindabrot Thomas Hammarberg, mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, gagnrýnir stjórnvöld margra Evrópuríkja harðlega fyrir aðgerðir þeirra í svonefndri baráttu gegn hryðjuverkum. Erlent 1.9.2011 22:15 Aðstoða uppreisnarmenn Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu taka forystu í málefnum Líbíu og munu aðstoða uppreisnarmenn í landinu eftir föngum. Þetta kom fram í máli Bans Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, á alþjóðlegri ráðstefnu í París, þar sem leiðtogar sextíu ríkja hittust til að ræða framtíð Líbíu. Erlent 1.9.2011 22:15 Lán einstaklinga verið afskrifuð um 143,9 milljarða Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær. Innlent 31.8.2011 22:34 Sjávarútvegurinn er að staðna Fyrirtæki í sjávarútvegi fjárfesta ekki lengur í nýrri íslenskri tækni. Framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði segir orðið ómögulegt að vinna hér. Innlent 31.8.2011 22:34 DataMarket leitar út fyrir landsteinana Fjárfestingarsjóðurinn Frumtak hefur keypt hlut í tölfræði- og gagnafyrirtækinu DataMarket fyrir 1,2 milljónir dala, eða tæpar 140 milljónir króna. Innlent 31.8.2011 22:35 Skattar áfram hækkaðir og útgjöld skorin niður Bréf sem íslensk stjórnvöld sendu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aðdraganda sjöttu og síðustu endurskoðunar sjóðsins á samstarfsáætluninni við Ísland var birt í gær. Í bréfinu er fjallað um áherslur stjórnvalda á næstu misserum. Innlent 31.8.2011 22:34 Fleiri farþegar þýða aukinn kostnað Strætó bs. skilaði 8,4 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Það er betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir, en verri en á síðasta ári þegar hún var jákvæð um 79 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Eigið fé félagsins hefur aukist um 83 milljónir frá síðustu áramótum, en þá var það jákvætt í fyrsta skipti frá árinu 2004. Innlent 31.8.2011 22:35 Flugmenn gleyma kunnáttunni Flugmenn hafa að nokkru misst flughæfni vegna óhóflegrar notkunar sjálfstýribúnaðar. Þeir eiga því stundum í vandræðum með að bregðast við aðstæðum í miðju flugi, þótt þeir hafi flugtak og lendingu á valdi sínu. Slíkt skapar hættu og hefur valdið flugslysum, sem undanfarin fimm ár hafa kostað hundruð manna lífið. Erlent 31.8.2011 22:35 Undanþága Nubos á borði Ögmundar Beiðni um að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjárfestingu útlendinga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis-ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 prósentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. Innlent 31.8.2011 22:34 Grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gekk vel og helstu markmið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. Innlent 31.8.2011 22:34 Nærri níutíu látist í fangelsi Að minnsta kosti 88 manns hafa látið lífið í fangelsum í Sýrlandi síðustu fimm mánuði, eða frá því að mótmæli og uppreisn gegn Bashar Assad forseta hófust. Tíu hinna látnu voru á barnsaldri. Erlent 31.8.2011 22:35 Komið í veg fyrir að fólk detti milli kerfa Menntamálaráðuneytið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mismunandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orðalagi reglugerðarinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lögfræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneytinu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Innlent 31.8.2011 22:34 Óhollusta fjármagni heilbrigðiskerfið Skattar og gjöld á óhollar neysluvörur munu hækka töluvert, komist Jafnaðarmenn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn til valda í komandi kosningum í Danmörku. Erlent 31.8.2011 22:35 Funda með ESA um frestun dómsmáls Íslendingar vísa til fyrri rökstuðnings varðandi Icesave í áliti sem sent verður ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Taki stofnunin ekki tillit til röksemdanna fer málið fyrir dóm. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, heldur utan í næstu viku og fundar með yfirstjórn stofnunarinnar. Hann segir mikilvægt að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, ekki síst þar sem ný yfirstjórn hefur tekið við. Innlent 30.8.2011 21:47 Breytir engu hvernig reiknað er Reglur sem Seðlabanki Íslands hefur gefið út um hvernig standa skuli að útreikningum á verðtryggðum lánum eru í samræmi við lög, að því er fram kemur í bréfi bankans til umboðsmanns Alþingis. Innlent 30.8.2011 21:47 Sátt við ferlið en ekki niðurstöðuna Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og formaður flokksráðsins, segir samþykkt ráðsins um helgina fyrst og fremst snúast um veru Íslendinga í Nató. Innlent 30.8.2011 21:47 Gengið og prjónað um leið Hönnuðurinn Hélène Magnússon fór fyrir prjónaferð á Fimmvörðuháls á dögunum og afrekaði það að prjóna heila peysu á leiðinni. Uppskriftin verður birt í bandarísku prjónabókinni Sweaters From Around the World á næsta ári. Peysan er ekki af einföldustu gerð heldur aðsniðin og minnir á gömlu íslensku peysufötin. Innlent 30.8.2011 21:47 Bauhaus íhugar að opna verslun Þýska byggingavöruverslanakeðjan Bauhaus skoðar nú alvarlega að opna verslun á Íslandi. Fyrirtækið hugðist opna verslun hér á landi í lok árs 2008 en frestaði þeim áætlunum um ótiltekinn tíma þegar bankahrunið skall á. Viðskipti innlent 30.8.2011 21:47 Banna reykingar heima á vinnutíma Nefnd um starfsmannamál í sveitarfélaginu Landskrona í Svíþjóð vill að starfsmönnum þess sem vinni heima verði bannað að reykja á vinnutíma eins og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins. Þetta finnst íslenskum umhverfisstjóra Landskrona, Högna Hanssyni, of langt gengið. Erlent 30.8.2011 21:47 Deyfður eftir hungurverkfall Fangelsisyfirvöld í Texas hafa notað miklar lyfjagjafir á Warren Jeffs, leiðtoga sértrúarsafnaðarins Kirkju Jesú Krists og hinna síðari daga heilögu, eftir að hann neitaði að borða og drekka í marga daga. Hann situr í fangelsi ævilangt fyrir að hafa misnotað ungar stúlkur. Erlent 30.8.2011 21:47 Tapa eftir sölu á hlut í Össuri Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði 13,4 milljónum evra á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta jafngildir 2,2 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaður félagsins 3,3 milljónum evra. Viðskipti innlent 30.8.2011 21:47 Dóttir Gaddafís eignaðist barn Dóttir Gaddafís hefur eignast barn í Alsír, en þangað fór hún ásamt móður sinni og tveimur bræðrum á mánudag. Talsmaður Alsírsstjórnar segir fjölskyldunni veitt hæli vegna þess að dóttirin var barnshafandi. Uppreisnarmenn í Líbíu segja óskiljanlegt að fjölskylda hafi fengið hæli í Alsír. Erlent 30.8.2011 21:47 Dópuð móðir með barn í bíl Kona á þrítugsaldri var nýverið stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu. Hún var í annarlegu ástandi. Í fórum hennar fundust fíkniefni. Með í för var barnið hennar og var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Móðirin var handtekin og flutt á lögreglustöð en hún hafði þegar verið svipt ökuleyfi. Innlent 30.8.2011 21:47 Telja endurreisnina hafa verið ódýra Stjórnvöld geta með góðri samvisku fullyrt að aðlögun ríkisfjármála hafi gengið samkvæmt efnahagsáætlun þeirra og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Viðskipti innlent 30.8.2011 21:47 « ‹ 44 45 46 47 48 49 50 51 52 … 334 ›
Icesave ætti að vera úr sögunni „Það er mjög jákvætt ef þetta verður niðurstaðan og eignirnar duga fyrir öllum forgangskröfum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. Innlent 1.9.2011 22:15
Áætlaður kostnaður við laugarnar 320 milljónir Framkvæmdir við endurgerð sundlauganna í Reykjavík eru hafnar og er áætlaður kostnaður nú kominn upp í 320 milljónir króna eftir endurskoðaða fjárhagsáætlun frá 30. júní. Í apríl síðastliðnum kom fram að áætlaður kostnaður yrði um 275 milljónir króna, en þó var gert ráð fyrir 500 milljónum í framkvæmdirnar í upphaflegri fjárhagsáætlun 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Innlent 1.9.2011 22:15
Matarkarfan ódýrust í Krónunni - Bónus mótmælir vinnubrögðum Allt að 28 prósenta verðmunur er á matarkörfu ASÍ á milli Krónunnar, þar sem hún er ódýrust, og Nóatúns, þar sem hún er dýrust. Innlent 1.9.2011 22:15
Óvíst að hægt sé að halda verðbólgu lágri Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnaðar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. Innlent 1.9.2011 22:15
Samsetning bóta til skoðunar Samsetning bóta til fórnarlamba ofbeldis er nú til skoðunar í innanríkisráðuneytinu. Til þess að breyta samsetningu bótanna þarf að breyta lögum, að sögn Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Innlent 1.9.2011 22:15
Þjóðverjar fari frekar en Grikkir Sautján Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði lýstu því yfir nýverið að evrusvæðið muni lifa af skuldakreppu Grikkja og fleiri nauðstaddra evruríkja. Erlent 1.9.2011 22:15
Leyfðu gróf mannréttindabrot Thomas Hammarberg, mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, gagnrýnir stjórnvöld margra Evrópuríkja harðlega fyrir aðgerðir þeirra í svonefndri baráttu gegn hryðjuverkum. Erlent 1.9.2011 22:15
Aðstoða uppreisnarmenn Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu taka forystu í málefnum Líbíu og munu aðstoða uppreisnarmenn í landinu eftir föngum. Þetta kom fram í máli Bans Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, á alþjóðlegri ráðstefnu í París, þar sem leiðtogar sextíu ríkja hittust til að ræða framtíð Líbíu. Erlent 1.9.2011 22:15
Lán einstaklinga verið afskrifuð um 143,9 milljarða Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær. Innlent 31.8.2011 22:34
Sjávarútvegurinn er að staðna Fyrirtæki í sjávarútvegi fjárfesta ekki lengur í nýrri íslenskri tækni. Framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði segir orðið ómögulegt að vinna hér. Innlent 31.8.2011 22:34
DataMarket leitar út fyrir landsteinana Fjárfestingarsjóðurinn Frumtak hefur keypt hlut í tölfræði- og gagnafyrirtækinu DataMarket fyrir 1,2 milljónir dala, eða tæpar 140 milljónir króna. Innlent 31.8.2011 22:35
Skattar áfram hækkaðir og útgjöld skorin niður Bréf sem íslensk stjórnvöld sendu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aðdraganda sjöttu og síðustu endurskoðunar sjóðsins á samstarfsáætluninni við Ísland var birt í gær. Í bréfinu er fjallað um áherslur stjórnvalda á næstu misserum. Innlent 31.8.2011 22:34
Fleiri farþegar þýða aukinn kostnað Strætó bs. skilaði 8,4 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Það er betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir, en verri en á síðasta ári þegar hún var jákvæð um 79 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Eigið fé félagsins hefur aukist um 83 milljónir frá síðustu áramótum, en þá var það jákvætt í fyrsta skipti frá árinu 2004. Innlent 31.8.2011 22:35
Flugmenn gleyma kunnáttunni Flugmenn hafa að nokkru misst flughæfni vegna óhóflegrar notkunar sjálfstýribúnaðar. Þeir eiga því stundum í vandræðum með að bregðast við aðstæðum í miðju flugi, þótt þeir hafi flugtak og lendingu á valdi sínu. Slíkt skapar hættu og hefur valdið flugslysum, sem undanfarin fimm ár hafa kostað hundruð manna lífið. Erlent 31.8.2011 22:35
Undanþága Nubos á borði Ögmundar Beiðni um að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjárfestingu útlendinga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis-ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 prósentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. Innlent 31.8.2011 22:34
Grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gekk vel og helstu markmið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. Innlent 31.8.2011 22:34
Nærri níutíu látist í fangelsi Að minnsta kosti 88 manns hafa látið lífið í fangelsum í Sýrlandi síðustu fimm mánuði, eða frá því að mótmæli og uppreisn gegn Bashar Assad forseta hófust. Tíu hinna látnu voru á barnsaldri. Erlent 31.8.2011 22:35
Komið í veg fyrir að fólk detti milli kerfa Menntamálaráðuneytið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mismunandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orðalagi reglugerðarinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lögfræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneytinu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Innlent 31.8.2011 22:34
Óhollusta fjármagni heilbrigðiskerfið Skattar og gjöld á óhollar neysluvörur munu hækka töluvert, komist Jafnaðarmenn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn til valda í komandi kosningum í Danmörku. Erlent 31.8.2011 22:35
Funda með ESA um frestun dómsmáls Íslendingar vísa til fyrri rökstuðnings varðandi Icesave í áliti sem sent verður ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Taki stofnunin ekki tillit til röksemdanna fer málið fyrir dóm. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, heldur utan í næstu viku og fundar með yfirstjórn stofnunarinnar. Hann segir mikilvægt að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, ekki síst þar sem ný yfirstjórn hefur tekið við. Innlent 30.8.2011 21:47
Breytir engu hvernig reiknað er Reglur sem Seðlabanki Íslands hefur gefið út um hvernig standa skuli að útreikningum á verðtryggðum lánum eru í samræmi við lög, að því er fram kemur í bréfi bankans til umboðsmanns Alþingis. Innlent 30.8.2011 21:47
Sátt við ferlið en ekki niðurstöðuna Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og formaður flokksráðsins, segir samþykkt ráðsins um helgina fyrst og fremst snúast um veru Íslendinga í Nató. Innlent 30.8.2011 21:47
Gengið og prjónað um leið Hönnuðurinn Hélène Magnússon fór fyrir prjónaferð á Fimmvörðuháls á dögunum og afrekaði það að prjóna heila peysu á leiðinni. Uppskriftin verður birt í bandarísku prjónabókinni Sweaters From Around the World á næsta ári. Peysan er ekki af einföldustu gerð heldur aðsniðin og minnir á gömlu íslensku peysufötin. Innlent 30.8.2011 21:47
Bauhaus íhugar að opna verslun Þýska byggingavöruverslanakeðjan Bauhaus skoðar nú alvarlega að opna verslun á Íslandi. Fyrirtækið hugðist opna verslun hér á landi í lok árs 2008 en frestaði þeim áætlunum um ótiltekinn tíma þegar bankahrunið skall á. Viðskipti innlent 30.8.2011 21:47
Banna reykingar heima á vinnutíma Nefnd um starfsmannamál í sveitarfélaginu Landskrona í Svíþjóð vill að starfsmönnum þess sem vinni heima verði bannað að reykja á vinnutíma eins og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins. Þetta finnst íslenskum umhverfisstjóra Landskrona, Högna Hanssyni, of langt gengið. Erlent 30.8.2011 21:47
Deyfður eftir hungurverkfall Fangelsisyfirvöld í Texas hafa notað miklar lyfjagjafir á Warren Jeffs, leiðtoga sértrúarsafnaðarins Kirkju Jesú Krists og hinna síðari daga heilögu, eftir að hann neitaði að borða og drekka í marga daga. Hann situr í fangelsi ævilangt fyrir að hafa misnotað ungar stúlkur. Erlent 30.8.2011 21:47
Tapa eftir sölu á hlut í Össuri Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði 13,4 milljónum evra á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta jafngildir 2,2 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaður félagsins 3,3 milljónum evra. Viðskipti innlent 30.8.2011 21:47
Dóttir Gaddafís eignaðist barn Dóttir Gaddafís hefur eignast barn í Alsír, en þangað fór hún ásamt móður sinni og tveimur bræðrum á mánudag. Talsmaður Alsírsstjórnar segir fjölskyldunni veitt hæli vegna þess að dóttirin var barnshafandi. Uppreisnarmenn í Líbíu segja óskiljanlegt að fjölskylda hafi fengið hæli í Alsír. Erlent 30.8.2011 21:47
Dópuð móðir með barn í bíl Kona á þrítugsaldri var nýverið stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu. Hún var í annarlegu ástandi. Í fórum hennar fundust fíkniefni. Með í för var barnið hennar og var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Móðirin var handtekin og flutt á lögreglustöð en hún hafði þegar verið svipt ökuleyfi. Innlent 30.8.2011 21:47
Telja endurreisnina hafa verið ódýra Stjórnvöld geta með góðri samvisku fullyrt að aðlögun ríkisfjármála hafi gengið samkvæmt efnahagsáætlun þeirra og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Viðskipti innlent 30.8.2011 21:47
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent