Fréttir

Fréttamynd

Svörtu sauðirnir ætla að verða dýrkeyptir

„Þeir ætla að verða okkur bændum dýrkeyptir, þessir örfáu svörtu sauðir, sem vel væri hægt að taka á við núverandi aðstæður ef menn hefðu bara bein í nefinu til að gera það.“

Innlent
Fréttamynd

Eins og góð þjóðhátíð

"Mótið gengur afskaplega vel fyrir sig. Veðrið er frábært og fólk er til fyrirmyndar,“ segir Jón Berg Torfason, mótsstjóri Símamótsins sem fram fer í Kópavogi um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Skuldaþref á Bandaríkjaþingi

„Ef þeir sýna mér alvöru áætlun, þá er ég tilbúinn,“ segir Barack Obama Bandaríkjaforseti sem hvetur þing landsins til að ná samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna og niðurskurð útgjalda.

Erlent
Fréttamynd

Milljónir í svar við fyrirspurn - Fréttaskýring

Sífellt færist í aukana að alþingismenn sendi skriflegar fyrirspurnir til ráðuneyta. Um leið og þetta er mikilvægt lýðræðislegt aðhaldstæki er ljóst að kostnaður ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum getur verið umtalsverður. Kostnaður þriggja ráðuneyta við svar ákveðinnar fyrirspurnar nam samtals 700 til 900 þúsund krónum.

Innlent
Fréttamynd

Sex efnilegir hvolpar undan Ellu og Nelson

"Í kjölfar kreppunnar varð það að samkomulagi milli lögreglu og tollgæslu að prófa að rækta eigin fíkniefnahunda,“ segir Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Fundu sjaldgæfa snæhlébarða

Sjaldgæfir snæhlébarðar hafa fundist í fjöllum í norðausturhluta Afganistans. Hlébarðarnir eru við góða heilsu að sögn náttúruverndarsinna sem hafa rannsakað málið.

Erlent
Fréttamynd

Allir bændur með bústofn verða starfsleyfisskyldir

Sauðfjárbændur, hrossabændur, og þeir sem stunda þjónustu með dýr, svo sem tamningamenn, verða starfsleyfisskyldir, verði frumvarp til laga um dýravelferð samþykkt í núverandi mynd. Þetta er til samræmis við reglugerðir sem gilda um aðra búfjáreigendur.

Innlent
Fréttamynd

Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum

Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn:

Innlent
Fréttamynd

Fimm sinnum sektað fyrir sóðaskap í ár

Öll afgreiðsla vegna brota er varða sóðaskap yrði mun hraðari og skilvirkari ef Íslendingar færu að dæmi Svía en þar getur nú lögreglan sektað menn á staðnum séu þeir staðnir að sóðaskap.

Innlent
Fréttamynd

Múlakvíslabrúin nánast tilbúin

Framkvæmdir Vegagerðarinnar við Múlakvísl ganga vel að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra en brúin er að mestu tilbúin. Þó verður það ekki fyrr en á sunnudag eða mánudag sem hægt verður að aka yfir hana. Það er tveimur dögum fyrr en bjartsýnustu menn leyfðu sér að vona, segir vegamálastjórinn.

Innlent
Fréttamynd

Kollvarpar þekkingu fólks á hvölum

Dr. Paul Manger er 45 ára gamall ástralskur vísindamaður sem hefur helgað líf sitt rannsóknum á þróun heila í lífverum. Hann er prófessor við heilbrigðisvísindadeild Háskólans í Witwatersrand í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og hefur rannsakað heila fjölmargra dýrategunda.

Innlent
Fréttamynd

Bannað að gefa svín sem gjöf

Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Auka þarf fræðslu um hættu

Sérakreinar fyrir hópferðabíla á Miklubraut koma ekki vel út þegar slysatíðni er skoðuð. Slysum hefur fjölgað eftir að þessar akreinar voru teknar í notkun en þó hafa hópferðabílar ekki verið orsakavaldar. Þetta kemur fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann fyrir Vegagerðina.

Innlent
Fréttamynd

Kirkjan vill ábendingar

Nefnd vegna kynferðisbrota innan kirkjunnar býður öllum sem vilja koma athugasemdum, tillögum eða erindum á framfæri að hafa samband við sig.

Innlent
Fréttamynd

Einkaneysla hefur aukist undanfarið

EfnahagsmálMyndarlegur vöxtur virðist hafa orðið á einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi ársins. Greining Íslandsbanka telur að vöxturinn hafi ekki verið jafn hraður frá því fyrir hrun.

Innlent
Fréttamynd

ESA áminnir Ísland vegna umferðarmála

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur sent íslenskum og norskum stjórnvöldum rökstutt álit en löndin hafa ekki innleitt evrópska umferðaröryggisstaðla. Stjórnvöldum er gefinn tveggja mánaða frestur til úrbóta.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnsólar hunda bannaðar

Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr.

Innlent
Fréttamynd

Um 2.600 brot umferðinni

Nær 500 brot, þar sem menn voru við akstur sviptir ökuréttindum, voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Þá voru 300 mál færð til bókar þar sem á ferðinni voru ökumenn er aldrei höfðu öðlast ökuréttindi.

Innlent
Fréttamynd

Fulltrúi Íslands gekk af fundi

„Við óttuðumst að atkvæðagreiðsla yrði til þess að kljúfa Alþjóðahvalveiðiráðið í herðar niður,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Suður-Súdan er komið í hópinn

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York samþykkti í gær inngöngu Suður-Súdans í samtökin. Suður-Súdan er þar með formlega orðið 193. ríki Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Skuldaskrímslið étur framtíð okkar

„Án fjárlagajafnvægis myndi skuldaskrímslið, sem kemur úr fortíðinni, éta upp framtíð okkar og framtíð barnanna okkar,“ sagði Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, þegar hann ávarpaði þingheim í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Saga samkynhneigðra kennd

Bandaríkin, APJerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, undirritaði í gær ný lög, sem gera skólum í landinu skylt að kenna sögu samkynhneigðra.

Erlent
Fréttamynd

Deilur harðna um skuldaþak

Aukin harka hefur færst í deilur bandarískra þingmanna um skuldaþak bandaríska ríkisins. Fokreiðir þingmenn hafa gagnrýnt bæði hver annan og Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Erlent
Fréttamynd

Segir enga þöggun um landnámskenningar

Gunnar Karlsson sagnfræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu landnáms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim.

Innlent
Fréttamynd

Vilja kjörna fulltrúa burt úr stjórn OR

Skil verða á milli stjórnar og eigenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði hugmyndir meirihlutans í Reykjavík að veruleika. Vilji hans stendur til þess að kjörnir fulltrúir sitji ekki í stjórn OR heldur verði ráðið í hana eftir hæfni.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirtækjarisi fjárfestir í íslensku vatni

"Nú er fyrirtækið að fullu fjármagnað, við getum gefið í og farið í markaðssetningu af krafti. Við höfum vaxið töluvert en nú getum við fylgt því eftir á myndarlegan hátt," segir Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings.

Innlent
Fréttamynd

Í dag ræðst hvort kjarasamningar halda

Samtök atvinnulífsins taka ákvörðun um það í dag hvort kjarasamningarnir sem skrifað var undir í maí verða látnir gilda til þriggja ára eða einungis fram yfir næstu áramót.

Innlent