Flóðbylgja á Grænlandi

Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð
Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011.

Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir
Hvert íslenska sveitarfélagið af öðru leggur söfnuninni lið, og er markmiðið að öll sveitarfélögin 74 myndi eins konar kærleikskeðju hringinn um landið

Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla
Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum.

Eyðileggingin í grænlenska þorpinu í myndum
Hús fljóta í sjónum og eyðilegging blasir hvarvetna við í þorpinu Nuugaatsiaq á Vestur-Grænlandi þar sem flóðbylgja skall á um helgina.

Ríkisstjórn Íslands samþykkir 40 milljóna króna framlag til stuðnings Grænlendingum
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga

Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta
Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá.

Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi
Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins.

Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi
Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi.

Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi
Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi.