Kennaraverkfall

Fréttamynd

Skrítin skilaboð

Ósennilegt er að grunnskólanum takist að vinna upp átta vikna verkfall í tíunda bekk og mörgum skólamönnum þykir undarlegt að Námsmatsstofnun skuli ekki ætla að breyta samræmdu prófunum til samræmis við það.

Innlent
Fréttamynd

Lengist um eina önn hjá sumum

Vinna við samræmdu prófin í tíunda bekk er mjög langt komin og segir Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri yfir samræmdum prófum hjá Námsmatsstofnun, að ekki liggi í loftinu að breyta þeim vegna kennaraverkfallsins.

Innlent
Fréttamynd

Eimir eftir af áráttuhegðun

Jón Þór Jóhannesson, sex ára einhverfur drengur, glímir enn við eftirhreytur kennaraverkfallsins þótt hann sé byrjaður í skólanum á nýjan leik eftir það.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar skulda stórar fjárhæðir

Kennarar skulda sveitarfélögunum upp undir 540 milljónir króna eða allt að 50-60 prósent af mánaðarlaunum vegna ofgreiddra launa í september og nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Gæti farið á báða vegu

Kosning kennara um kjarasamning við sveitarfélögin gæti farið á báða vegu. Trúnaðarmaður kennara í grunnskóla í Mosfellsbæ segir erfitt að ráða í hug kennara en færri séu eins harðir gegn samningnum nú en fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Nauðsyn að huga að nemendunum

Heimili og skóli - landssamtök foreldra hvetja kennara og foreldra til að sýna börnum á grunnskólaaldri nærgætni og umhyggju nú þegar þau hafi aftur sest á skólabekk eftir langt verkfall kennara.

Innlent
Fréttamynd

Börnin óörugg og kvíðin

Heimili og skóli - landssamtök foreldra hvetja kennara og foreldra til að sýna börnunum, sem nú setjast aftur á skólabekk eftir erfitt og langt óvissutímabil, nærgætni og umhyggju. Mörg börn hafi verið óörugg og kvíðin undanfarið og séu það enn, meðal annars vegna óvissu um hvernig skólastarfið verði á næstu vikum og mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Hindra endurtekið ófremdarástand

Fræðsluráð Reykjavíkur vill láta finna leiðir til að koma í veg fyrir að viðlíka ófremdarástand og skapaðist þegar skólar voru lokaðir vikum saman vegna verkfalls kennara, endurtaki sig. Ráðið hefur farið fram á að gerð verði stjórnsýsluúttekt á öllu samningaferli grunnskólakennara og sveitarfélaganna. 

Innlent
Fréttamynd

Úttekt á aðdraganda verkfalls

Gerð verður úttekt á viðræðum kennara og sveitarfélaga sem leiddu til verkfalls kennara í rúmar sjö vikur. Þetta var ákveðið á aukafundi fræðsluráðs Reykjavíkur á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

33% kjarabætur hjá kennurum

Nýgerðir kennarasamningar fela í sér 33 prósenta kjarabætur að meðaltali á hvern kennara við lok samningstímans. Þar af eru tuttugu prósent á næstu tíu mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Áfram krakkar, farið að læra!

Samræmdum prófum í 10. bekk í vor verður frestað um eina viku samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytis. „Áfram krakkar, farið að læra“ eru skilaboð formanns fræðsluráðs Reykjavíkur til skólabarna.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar biðjist afsökunar

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, segir að kennarar við Brekkuskóla skuldi foreldrum og börnum í skólanum, svo og öðrum bæjarbúum afsökunarbeiðni.</font />

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki efni á samningunum

Sveitarfélög á landsbyggðinni hafa fæst efni á kennarasamningunum. Hækkun fasteignaskatta og þjónustgjalda ásamt niðurskurði í rekstri og framkvæmdum er meðal þess sem rætt er um. Aðrir treysta á að sveitarfélögin nái að semja við ríkið um auknar tekjur.

Innlent
Fréttamynd

Gefur tóninn fyrir aðra

Kjarasamningi kennara er fagnað hvarvetna í atvinnulífinu, það sé stöðugleiki í sjálfu sér að friður skapist um starf svo stórs launahóps. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er þegar í hættu og margir telja að samningurinn bæti ekki úr skák. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ætla að kæra „andlátsfregn

Foreldrar á Akureyri hyggjast kæra kennara vegna auglýsingar þeirra um andlát skólastefnu Brekkuskóla, sem birt var í sjónvarpsdagskrá þar í bæ. Andlátsfregnina undirrituðu kennarar í Brekkuskóla.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar greiða samninginn sjálfir

Kennarar íhuga hvernig þeir geta tjáð óánægju sína með nýjan kjarasamning án þess að fella hann og hann fari í gerðardóm, segir Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hann segir að litið sé á samninginn sem nauðungarsamning.

Innlent
Fréttamynd

Varaformaður veldur írafári

Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að nýundirritaðir samningar kennarasambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orðaði það.

Innlent
Fréttamynd

Uppsagnir á Ólafsfirði

Stjórnendur sveitarfélaganna leita ráða dyrum og dyngjum til að mæta 30 prósenta kostnaðarauka sem samningur kennara hefur í för með sér. Víða verður niðurskurður í þjónustu. Á Ólafsfirði verða uppsagnir starfsmanna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fresta samræmdum prófum

Samræmdum prófum 4. og 7. bekkja grunnskólanna hefur verið frestað fram í febrúar vegna verkfalls kennara. Prófa átti í íslensku og stærðfræði dagana 14. og 15. október.

Innlent
Fréttamynd

Velja samning eða gerðardóm

"Kennarar fara yfir samninginn í skugga þess að hafa fengið lög á kjaradeiluna," segir Ólafur Loftsson formaður Kennarafélags Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Menn eiga að hlýða lögum

Lög eiga að ganga jafnt yfir alla og allir eiga hlýða lögum, hvort sem um olíufursta eða kennara er að ræða. Verkfall kennara er bannað. Kennarar eiga að koma til vinnu. Annars gilda viðurlög samkvæmt lögum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ekki tekið á meintum lögbrotum

Hugsanlegt er að meint lögbrot kennara verði látin kyrrt liggja ef kennarar samþykkja kjarasamning þann sem undirritaður var milli Kennarasambands Íslands og launanefndar sveitarfélaga síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skólastjórar sáttir

Samningur skólastjóra byggir á sama grunni og sá samningur sem samninganefnd þeirra hafði áður samþykkt, en með lagfæringum, segir Sigfús Grétarsson, formaður samninganefndar Skólastjórafélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Samningar sýna réttmæti laganna

Forsætisráðherra segir kennarasamninga staðfesta réttmæti lagasetningar. Sveitarstjórnarmenn og stjórnarandstaða fagna samningum en segja áríðandi að tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð. </font />

Innlent
Fréttamynd

Áfellisdómur yfir ráðakonum

Eftirvænting ríkti meðal foreldra og nemenda í Austurbæjarskólanum í Reykjavík í gærmorgun þegar foreldrar komu með sex, sjö og átta ára börn í skólann. Börnin biðu í ofvæni við hurðina að stofunni og foreldrar settust niður í fatahenginu og ræddu hljóðlega ástandið í skólamálunum. Margir höfðu hringt fyrr um morguninn til að kanna hvort kennsla færi fram, aðrir renndu blint í sjóinn og bara mættu. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Samningar ógna stöðugleikanum

Launahækkun kennara upp á tæp 25% mun leiða beint út í verðlagið því að búast má við að aðrir hópar komi í kjölfarið. Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vildu ekki tjá sig um samninginn í gær. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar líst ekkert á hækkunina.

Innlent
Fréttamynd

Vetrarfrí á Ólafsfirði

Grunnskólakennarar á Ólafsfirði ætla að taka vetrarfrí. Þeim var boðin yfirvinnugreiðsla í fríinu en vilja halda fyrri áætlunum. Þeir eru ósáttir við lagasetningu á verkfall þeirra. Fríið hefst í dag og skólinn aftur á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Garðabær athugar tilraunasamning

Garðabær hefur í skoðun hvort hægt sé að gera tilraunasamning um skólastarf bæjarins. Grunnskólakennarar hræðast að deilan fari í gerðardóm og niðurstaðan verði litlu betri, jafnvel verri en miðlunartillaga ríkissáttasemjara. </font /></b />

Innlent