Flóttafólk á Íslandi

Fréttamynd

Skrifar for­sætis­ráð­herra bréf og hvetur til for­manna­fundar

Formaður Viðreisnar hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf þess efnis að hún beiti sér fyrir formlegum viðræðum formanna allra flokka á Alþingi til að kanna möguleika á breiðri samstöðu um lögggjöf um útlendinga. Lífskjör á Íslandi verði mjög háð erlendu vinnuafli á komandi árum.

Innlent
Fréttamynd

Mann­úðar­krísa á Ís­landi!

Íslenskt samfélag er statt á krossgötum. Á þessari stundu tökum við afdrifamikla ákvörðun um hvernig framtíð við viljum. Það er núna sem við ákveðum hvers konar mennsku við viljum byggja á í þessu samfélagi, hvernig við skilgreinum hvað mannvirðing og jafnrétti merkja og hver fær að tilheyra menginu “manneskja”.

Skoðun
Fréttamynd

Í fullum rétti til að setja stórt spurninga­merki við hug­mynd Guð­rúnar

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, fé­lags-og vinnu­markaðs­ráð­herra, sagðist heyra skila­boðin sem honum bárust vegna mála flótta­fólks sem svipt hefur verið þjónustu. Ráð­herrann á­varpaði fund sem haldinn var af 28 fé­laga­sam­tökum í gær vegna málsins og sagðist meðal annars setja stórt spurninga­merki við hug­myndir dóms­mála­ráð­herra um lokað bú­setu­úr­ræði fyrir fólk í ó­lög­mætri dvöl hér­lendis.

Innlent
Fréttamynd

„Hér er mann­úðar­krísa“

Tuttugu og átta félagasamtök funduðu í dag um málefni flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu. Félagsmálaráðherra var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem mætti en hann sagði það ekki stefnu stjórnvalda að fólk sé á götunni og að verið sé að vinna að lausn með sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Lög eða ólög?

„Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða.“ Þessi fleygu orð Norðurlandabúa komu upp í hugann þegar afleiðingar mannvonskulaga fyrrum dómsmálaráðherra komu í ljós á dögunum. Hann og þingheimur höfðu verið vöruð við, en eru nú farin að bregðast við eigin afglöpum með því að íhuga „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir að hafa reynt að vísa Svarta-Pétri til sveitarfélaganna án árangurs.

Skoðun
Fréttamynd

„Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir.

Innlent
Fréttamynd

Lof­söngur um lygina

Í Heimildinni birtist á dögunum grein undir fyrirsögninni „Lágkúra illskunnar“ eftir Láru Pálsdóttur, félagsráðgjafa. Greinin er dæmigerð fyrir málflutning margra þeirra sem ekki vilja una niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála (og í sumum tilvikum einnig dómstóla).

Skoðun
Fréttamynd

Hælis­leit­endur ekki fengið pláss í Konu­koti

Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými.

Innlent
Fréttamynd

Yfir tuttugu sam­tök lýsa þungum á­hyggjum og boða ráð­herra á fund

Yfir tuttugu fé­laga­sam­tök lýsa þungum á­hyggjum af mjög al­var­legri stöðu sem upp sé komin í mál­efnum fólks á flótta, sem vísað hafi verið úr allri þjónustu opin­berra aðila eftir nei­kvæða niður­stöðu um­sóknar um vernd á báðum stjórn­sýslu­stigum. Þetta kemur fram í til­kynningu þar sem sam­tökin boða til sam­ráðs­fundar næst­komandi mánu­dag.

Innlent
Fréttamynd

Enn engin niður­staða í máli þjónustu­svipts flótta­fólks

Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­fé­lögum ekki heimilt að synja fólkinu um þjónustu

Dvalarsveitarfélagi er ekki rétt að synja einstaklingi um fjárhagsaðstoð af þeirri einu ástæðu að réttindi hans sem umsækjanda um alþjóðlega vernd hafi fallið niður. Þetta segir í álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem forsætisráðuneytið óskaði eftir á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki heimilt að að­stoða þjónustu­svipta hælis­leit­endur

Sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð til hælisleitenda sem hafa verið sviptir þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd. Þetta er niðurstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðherrar hafa kallað eftir því að sveitarfélögin grípi hópinn. 

Innlent
Fréttamynd

„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“

Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Hverjir eru flóttamenn?

- Til upplýsinga fyrir fjölmiðlamenn og aðra vegna ónákvæmrar hugtakanotkunar - Hugtakið flóttamaður er lagalegt hugtak og vel skilgreint í íslenskum lögum sem eru, vel að merkja, í fullu samræmi við alþjóðasamninga.

Skoðun
Fréttamynd

Látum þau borða gas­lýsingar

„Það lá alveg ljóst fyrir að með samþykkt þessara laga væri verið að taka þjónustu af fólki. Þegar þú ert að svipta fólki þjónustu eins og húsnæði og framfærslu þá geturðu ekki sett þessi lög með þessum afleiðingum en líka veitt þjónustuna á sama tíma. Þá fellur þetta allt um sjálft sig.“

Skoðun