Samgönguslys Skilorð fyrir manndráp af gáleysi í Gleðivík Karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók lyftara yfir erlendan ferðamann sem hafði verið að skoða listaverkið Eggin í Gleðivík við hafnarsvæðið á Djúpavogi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Innlent 13.7.2023 12:31 Alvarlegt bílslys í Þrengslum Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum á Suðurlandi á níunda tímanum í dag. Einn hefur verið fluttur slasaður á bráðamóttöku í Reykjavík. Innlent 13.7.2023 11:03 Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. Innlent 13.7.2023 10:49 Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. Innlent 11.7.2023 23:37 Þriggja bíla árekstur og Hvalfjarðargöng lokuð um tíma Hvalfjarðargöng voru lokuð um óákveðinn tíma en þriggja bíla árekstur varð í göngunum. Þau hafa nú opnað aftur. Innlent 11.7.2023 14:08 Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Innlent 11.7.2023 11:23 Skoða hvernig flugvélarflakið verður flutt af vettvangi Þrír fórust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í gær og var gerð tilraun til að ná sambandi við flugvélina með öllum leiðum. Innlent 10.7.2023 20:24 Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. Innlent 10.7.2023 13:50 Árekstur við Hellu Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss. Innlent 10.7.2023 12:56 Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. Innlent 10.7.2023 11:55 Ekið á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu Slys varð þegar ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs í miðborg Reykjavíkur í morgun. Innlent 10.7.2023 09:05 Nafn mannsins sem lést í bifhjólaslysi við Laugarvatn Karlmaður sem lést í alvarlegu umferðarslysi við Laugarvatn á föstudag hét Jón Jónsson. Greint var frá því að ökumaður bifhjóls hafi lent utan vegar á Laugarvatnsvegi og hann verið úrskurðaður látinn á vettvangi. Innlent 9.7.2023 22:57 Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. Innlent 9.7.2023 21:55 Flugvélin fundin Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. Innlent 9.7.2023 19:59 Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. Innlent 9.7.2023 12:24 Banaslys á Laugarvatnsvegi Fyrr í kvöld tilkynnti lögreglan á Suðurlandi að alvarlegt umferðarslys hafi átt sér stað á Laugarvatni. Nú hefur lögreglan greint frá því að um banaslys hafi verið að ræða. Innlent 7.7.2023 23:15 Alvarlegt umferðarslys á Laugarvatnsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Laugarvatnsvegi á sjöunda tímanum í kvöld. Loka þurfti veginum á meðan viðbragðsaðilar voru á vettvangi. Innlent 7.7.2023 19:05 Umferðaróhapp á gatnamótum Suðurlands- og Kringlumýrarbrautar Umferðaróhapp átti sér stað á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Innlent 4.7.2023 17:16 Mæðgin látin eftir harmleik í Eystrasalti Sjö ára drengur féll frá borði ferju í Eystrasalti síðdegis í gær. Móðir drengsins er sögð hafa stokkið út í sjóinn á eftir syni sínum til að bjarga honum. Þau fundust í sjónum en voru ekki með meðvitund og hafa nú bæði verið úrskurðuð látin. Erlent 30.6.2023 10:32 Dæmdur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi eftir hraðakstur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa verið valdur að umferðarslysi þar sem tveir slösuðust eftir að hann hafði misst stjórn á bíl sínum þar sem hann ók of hratt á þjóðvegi 1 í Hörgársveit í nóvember 2021. Innlent 30.6.2023 07:47 Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Innlent 22.6.2023 12:51 Segir Icelandair hvorki bótaskylt né ábyrgt fyrir árekstrinum Flugrekstrarstjóri segir halla á Icelandair í skýrslu um árekstur sem flugvél félagsins lenti í á Heathrow í fyrra. Óskýru verklagi flugvallarins og samskiptaleysi milli starfsmanna hans sé um að sakast. Korean Air sé bótaskylt í málinu af því flugvél Icelandair var kyrrstæð. Innlent 16.6.2023 23:59 Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. Innlent 16.6.2023 11:01 Þau látnu eldri borgarar á leið í spilavíti Fimmtán eru nú sagðir hafa látist í árekstri flutningabíls og rútu á hraðbraut í Manitoba í Kanada í gær. Flestir þeirra sem létust voru eldri borgarar sem voru farþegar í rútunni. Tíu til viðbótar eru slasaðir eftir slysið. Erlent 16.6.2023 10:39 „Ég missi helming blóðs og drukkna næstum því“ „Ég er rétt yfir þrítugt, öryrki og einstæð móðir. Ég ætti að vera á fullu á vinnumarkaði en ég næ því ekki,“ segir Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir sem lenti í alvarlegu sæþotuslysi árið 2020. Tveir menn voru í upphafi mánaðar dæmdir til að bera óskipt ábyrgð á tjóni Kristbjargar. Hún segir erfitt að líta á dóminn sem sigur í ljósi þess sem á undan gekk. Innlent 15.6.2023 07:00 Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu. Innlent 11.6.2023 21:59 Hjólaslys í Laugardal Lögregla og sjúkrabílar voru kölluð til í Laugardal nú fyrir stundu vegna einstaklings sem fallið hafði af rafmagnshlaupahjóli. Innlent 11.6.2023 16:46 Missti stjórn á bílnum og endaði uppi á hól Um klukkan 17 varð umferðaróhapp á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar í Reykjavík. Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bílnum og keyrði út af veginum og upp á hól. Innlent 10.6.2023 17:39 Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Alvarlegt bílslys varð á fimmta tímanum í dag, á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss. Innlent 10.6.2023 17:13 Einn fluttur á bráðamóttöku vegna áreksturs Fyrir skömmu varð árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík. Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar en hann er ekki alvarlega slasaður. Innlent 5.6.2023 20:36 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 43 ›
Skilorð fyrir manndráp af gáleysi í Gleðivík Karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók lyftara yfir erlendan ferðamann sem hafði verið að skoða listaverkið Eggin í Gleðivík við hafnarsvæðið á Djúpavogi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Innlent 13.7.2023 12:31
Alvarlegt bílslys í Þrengslum Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum á Suðurlandi á níunda tímanum í dag. Einn hefur verið fluttur slasaður á bráðamóttöku í Reykjavík. Innlent 13.7.2023 11:03
Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. Innlent 13.7.2023 10:49
Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. Innlent 11.7.2023 23:37
Þriggja bíla árekstur og Hvalfjarðargöng lokuð um tíma Hvalfjarðargöng voru lokuð um óákveðinn tíma en þriggja bíla árekstur varð í göngunum. Þau hafa nú opnað aftur. Innlent 11.7.2023 14:08
Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Innlent 11.7.2023 11:23
Skoða hvernig flugvélarflakið verður flutt af vettvangi Þrír fórust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í gær og var gerð tilraun til að ná sambandi við flugvélina með öllum leiðum. Innlent 10.7.2023 20:24
Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. Innlent 10.7.2023 13:50
Árekstur við Hellu Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss. Innlent 10.7.2023 12:56
Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. Innlent 10.7.2023 11:55
Ekið á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu Slys varð þegar ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs í miðborg Reykjavíkur í morgun. Innlent 10.7.2023 09:05
Nafn mannsins sem lést í bifhjólaslysi við Laugarvatn Karlmaður sem lést í alvarlegu umferðarslysi við Laugarvatn á föstudag hét Jón Jónsson. Greint var frá því að ökumaður bifhjóls hafi lent utan vegar á Laugarvatnsvegi og hann verið úrskurðaður látinn á vettvangi. Innlent 9.7.2023 22:57
Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. Innlent 9.7.2023 21:55
Flugvélin fundin Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. Innlent 9.7.2023 19:59
Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. Innlent 9.7.2023 12:24
Banaslys á Laugarvatnsvegi Fyrr í kvöld tilkynnti lögreglan á Suðurlandi að alvarlegt umferðarslys hafi átt sér stað á Laugarvatni. Nú hefur lögreglan greint frá því að um banaslys hafi verið að ræða. Innlent 7.7.2023 23:15
Alvarlegt umferðarslys á Laugarvatnsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Laugarvatnsvegi á sjöunda tímanum í kvöld. Loka þurfti veginum á meðan viðbragðsaðilar voru á vettvangi. Innlent 7.7.2023 19:05
Umferðaróhapp á gatnamótum Suðurlands- og Kringlumýrarbrautar Umferðaróhapp átti sér stað á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Innlent 4.7.2023 17:16
Mæðgin látin eftir harmleik í Eystrasalti Sjö ára drengur féll frá borði ferju í Eystrasalti síðdegis í gær. Móðir drengsins er sögð hafa stokkið út í sjóinn á eftir syni sínum til að bjarga honum. Þau fundust í sjónum en voru ekki með meðvitund og hafa nú bæði verið úrskurðuð látin. Erlent 30.6.2023 10:32
Dæmdur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi eftir hraðakstur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa verið valdur að umferðarslysi þar sem tveir slösuðust eftir að hann hafði misst stjórn á bíl sínum þar sem hann ók of hratt á þjóðvegi 1 í Hörgársveit í nóvember 2021. Innlent 30.6.2023 07:47
Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Innlent 22.6.2023 12:51
Segir Icelandair hvorki bótaskylt né ábyrgt fyrir árekstrinum Flugrekstrarstjóri segir halla á Icelandair í skýrslu um árekstur sem flugvél félagsins lenti í á Heathrow í fyrra. Óskýru verklagi flugvallarins og samskiptaleysi milli starfsmanna hans sé um að sakast. Korean Air sé bótaskylt í málinu af því flugvél Icelandair var kyrrstæð. Innlent 16.6.2023 23:59
Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. Innlent 16.6.2023 11:01
Þau látnu eldri borgarar á leið í spilavíti Fimmtán eru nú sagðir hafa látist í árekstri flutningabíls og rútu á hraðbraut í Manitoba í Kanada í gær. Flestir þeirra sem létust voru eldri borgarar sem voru farþegar í rútunni. Tíu til viðbótar eru slasaðir eftir slysið. Erlent 16.6.2023 10:39
„Ég missi helming blóðs og drukkna næstum því“ „Ég er rétt yfir þrítugt, öryrki og einstæð móðir. Ég ætti að vera á fullu á vinnumarkaði en ég næ því ekki,“ segir Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir sem lenti í alvarlegu sæþotuslysi árið 2020. Tveir menn voru í upphafi mánaðar dæmdir til að bera óskipt ábyrgð á tjóni Kristbjargar. Hún segir erfitt að líta á dóminn sem sigur í ljósi þess sem á undan gekk. Innlent 15.6.2023 07:00
Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu. Innlent 11.6.2023 21:59
Hjólaslys í Laugardal Lögregla og sjúkrabílar voru kölluð til í Laugardal nú fyrir stundu vegna einstaklings sem fallið hafði af rafmagnshlaupahjóli. Innlent 11.6.2023 16:46
Missti stjórn á bílnum og endaði uppi á hól Um klukkan 17 varð umferðaróhapp á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar í Reykjavík. Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bílnum og keyrði út af veginum og upp á hól. Innlent 10.6.2023 17:39
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Alvarlegt bílslys varð á fimmta tímanum í dag, á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss. Innlent 10.6.2023 17:13
Einn fluttur á bráðamóttöku vegna áreksturs Fyrir skömmu varð árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík. Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar en hann er ekki alvarlega slasaður. Innlent 5.6.2023 20:36