Þýski handboltinn

Fréttamynd

Lagði allt í sölurnar fyrir jafnvel eitt prósent líkur á að ná Final Four

Flestir ráku upp stór augu þegar þeir lásu fréttina um að Gísli Þorgeir Kristjánsson væri í leikmannahópi Magdeburg gegn Stuttgart í gær, mánuði eftir að félagið sagði að tímabilinu hjá honum væri lokið vegna meiðsla. Hann gerði gott betur en að vera á skýrslu, spilaði gegn Stuttgart og er klár fyrstu stærstu helgi ársins í handboltanum, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Undra­verður bati Gísla sem af­sannaði orð Mag­deburg

Þvert á það sem að þýska handknattleiksfélagið Magdeburg hafði sagt fyrir mánuði síðan er tímabilinu ekki lokið hjá landsliðsmanninum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Hann getur því verið með um Final Four helgina í Köln, þegar úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Tíu íslensk mörk í þýsku deildinni

Arnar Freyr Arnarsson og Arnór Þór Gunnarsson áttu fína leiki fyrir sín lið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Magdeburg jafnaði Kiel að stigum á toppnum með stórsigri á Minden.

Handbolti
Fréttamynd

Fjögur mörk Díönu Daggar í sigri

Díana Dögg Magnúsdóttir og liðsfélagar hennar í Zwickau unnu þriggja marka sigur á Göppingen í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Ljónin unnu stórsigur í Íslendingaslag

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu níu marka stórsigur er liðið heimsóitti Íslendingalið MT Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 25-34.

Handbolti
Fréttamynd

Refirnir með góðan sigur í Hannover

Kiel er á ný komið í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir stórsigur á Erlangen í dag. Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu góðan útisigur á Hannover-Burgdorf.

Handbolti
Fréttamynd

Magdeburg á toppinn án Íslendinganna

Magdeburg er komið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir tveggja marka sigur á Flensburg á heimavelli. Kiel getur náð toppsætinu á nýjan leik með sigri á Erlangen síðar í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Sjöunda tapið í röð hjá Ými og félögum

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen máttu þola tveggja marka tap er liðið tók á móti Íslendingalausu Íslendingaliði Magdeburg í dag. Lokatölur 35-37, og Ýmir og félagar hafa nú tapað sjö deildarleikjum í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Svona braut Gísli ökklann

Gísli Þorgeir Kristjánsson og þýska liðið Magdeburg hafa orðið fyrir áfalli því nú er ljóst að 23 ára landsliðsmaður í handbolta ökklabrotnaði í leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

Handbolti
Fréttamynd

Átta íslensk mörk í öruggum sigri Gummersbach | Fimmta tap Ýmis og félaga í röð

Fjórum leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta er nú nýlokið og voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum. Íslendingalið Gummersbach vann öruggan sjö marka sigur gegn Wetzlar, 37-30, þar sem átta íslensk mörk litu dagsins ljós, en Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen máttu þola sitt fimmta tap í röð er liðið heimsótti Füchse Berlin.

Handbolti