Norski handboltinn

Fréttamynd

Janus Daði orðaður við Magdeburg

Þýskalandsmeistarar Magdeburg hafa áhuga á að bæta íslenska landsliðsmanninum Janusi Daða Smárasyni í sínar raðir. Janus er leikmaður Noregsmeistara Kolstad sem eru í miklum fjárhagsvandræðum.

Handbolti
Fréttamynd

Orri og félagar jöfnuðu metin í úrslitaeinvíginu

Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í Elverum unnu mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti Íslendingaliði Kolstad í annarri viðureign liðanna í úrslitaeinvígi norska handboltans í dag. Lokatölur 33-27 og staðan því orðin 1-1 í einvíginu.

Handbolti
Fréttamynd

Fimmtán íslensk mörk dugðu ekki til

Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar þeirra í norska deildarmeistaraliðinu Kolstad máttu þola súrt eins marks tap er liðið heimsótti Runar í öðrum leik liðanna í undanúrslitum um Noregsmeistaratitilinn í dag, 37-36.

Handbolti
Fréttamynd

Sex íslensk mörk í tapi Volda

Volda beið lægri hlut gegn Bysåsen í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Rakel Sara Elvarsdóttir var markahæst í liði Volda í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Janus og Sig­valdi einu stigi frá deildar­meistara­titlinum

Þrátt fyrir að enn séu fjórar umferðir eftir af norsku deildinni í handbolta eru Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar þeirra í verðandi ofurliðinu Kolstad aðeins einu stigi frá norska deildarmeistaratitlinum eftir öruggan tólf marka sigur gegn Drammen í kvöld, 40-28.

Handbolti
Fréttamynd

Janus og Sigvaldi skoruðu fimmtán fyrir Kolstad

Landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoruðu samtals fimmtán mörk fyrir Kolstad er liðið vann öruggan sex marka útisigur gegn Kristiansand í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 27-33.

Handbolti
Fréttamynd

Samningi Lovísu í Noregi rift

Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, mun ekki klára tímabilið með Tertnes í Noregi en samningi hennar þar var rift þar sem hún er að glíma við meiðsli og er frá keppni.

Handbolti
Fréttamynd

Þrjú íslensk mörk í tapi Volda

Lið Volda tapaði með níu mörkum gegn Fana í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Rakel Sara Elvarsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir komust á blað hjá Volda í kvöld.

Handbolti