Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Víð­feðm rann­sókn, baunað á skólaþorp á bíla­stæði og stór­virki

Nefnd um eftirlit með lögreglu ætlar að ráðast í umfangsmikla frumkvæðisathugun á gagnaþjófnaði frá sérstökum saksóknara. Málið er nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar einnig að taka það fyrir. Við ræðum við formann eftirlitsnefndar með störfum lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Nýr páfi, svik við al­menning og loðnasti starfs­maður Rima­skóla

Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar og ræðum við mann sem var hleraður og íhugar að leita réttar síns.

Innlent
Fréttamynd

Páfaspenna, drykkju­læti og um­deildur út­burður

Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja í Kasmír í Pakistan í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. Við sjáum myndir frá svæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sérfræðingur í varnarmálum mætir í myndver til þess að fara yfir mögulega þróun.

Innlent
Fréttamynd

Líflátshótanir í kjöl­far veð­mála og ótta­slegin eftir út­burð

Íslenskum körfuboltamanni hafa borist líflátshótanir og börnum hans verið hótað af fólki sem hefur veðjað á leiki sem hann hefur spilað. Nú síðast í úrslitakeppninni bárust honum rætin skilaboð eftir að hafa klikkað á tveimur vítum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við körfuboltamanninn og við sýnum frá skilaboðum sem honum hafa borist.

Innlent
Fréttamynd

Kári Stefáns­son í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar

Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að við fyrstu sýn hafi mátt lýsa aðferðum við uppsögn hans sem fantabrögðum. Það hafi hins vegar verið lygasaga sem olli brottrekstrinum. Við ræðum málið við Kára Stefánsson í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin bætir við sig og sauð­burður á fullu

Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Um­töluð frelsissvipting og stór­slösuð sjónvarpsstjarna

Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Verjandi mannsins segja ekki forsendur fyrir gæsluvarðhaldi. Hann eigi að vista á viðeigandi stofnun en maðurinn er með þroskaskerðingu.

Innlent
Fréttamynd

Segir lög­reglu­mann sem njósnaði hafa gert mis­tök

Formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu segir að mál Lúðvíks Kristinssonar, lögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna njósna, sé litið alvarlegum augum. Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til að endurskoða reglur um aukastörf lögreglumanna.

Innlent
Fréttamynd

Hræði­legt að missa sam­skipti við um­heiminn og veiðigjöldin

Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, og rætt við sérfræðing í myndveri um stöðuna hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­bands­leysi í suðri og óviðunandi á­stand í fangelsum

Samgöngutruflanir og sambandsleysi urðu á Spáni og Portúgal eftir að rafmagn fór af löndunum tveimur í dag. Íslendingar á Spáni lýsa mikilli óvissu um ástandið og framhaldið. Við fjöllum um rafmagnsleysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræðum við rafmagnsverkfræðing um málið, og mögulegar orsakir.

Innlent
Fréttamynd

Geð­heil­brigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa

Að láta hælisleitendur sem vísa á úr landi sæta einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að bjóða þeim uppá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Út­för páfa og af­brot leigu­bíl­stjóra

Heimsbyggðin fylgdist grannt með útför Frans páfa sem fram fór í Vatikaninu í dag. Fjöldi þjóðarleiðtoga sótti athöfnina sem er söguleg en friðarumleitanir í Úkraínu voru ræddar í Páfagarði.

Innlent
Fréttamynd

Fangelsin sprungin og skoðunar­ferð um her­skip

Formaður Félags fangavarða segir fangelsin vera sprungin og full af fólki sem þar eigi ekki heima. Þar sé meðal annars fólk sem á að vísa úr landi og fólk með alvarlegar geðraskanir. Hann segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttur Banda­ríkja­for­seti og sumar­sól

Bandaríkjaforseti hefur biðlað til forseta Rússlands að láta af árásum á íbúahverfi í Úkraínu. Hann segir mannskæða árás á Kænugarð í morgun illa tímasetta og óþarfa. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húð­flúr í beinni

Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu einstaklinga og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við sviðsstjóra hjá borginni sem segir löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á gos­virkni, júró-þrýstingur og um­deildir máls­hættir

Umtalsvert hefur dregið úr hraða landriss undir Svartsengi eftir að það fór kröftuglega af stað í kjölfar síðasta eldgoss. Talið er að gosvirkni á svæðinu sé að taka breytingum og við förum yfir málið í beinni útsendingu með fagstjóra á Veðurstofu Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Hótanir gegn há­skólum og kross­festingar

Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta dósent við Columbia-háskóla. 

Innlent
Fréttamynd

Ungt fólk sækir meira á Vog og þaul­skipu­lögð þjófagengi

Ung fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vogi vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir stöðunni en nokkur ungmenni hafa verið handtekin á landamærunum á undanförnum vikum vegna fíkniefnainnflutnings. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán kíló af kókaíni í hand­far­angri og barokk-hátíð í Hörpu

Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á þrettán kílóum af kókaíni. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og var hann á leið til landsins frá Frakklandi. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir sérstakt að finna svo mikið magn fíkniefna í handfarangri.

Innlent