

Davíð Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson, sem léku í áraraðir saman hjá FH, voru ekki sammála um hvort að þriðja mark Víkings hefði átt að standa í 4-1 sigrinum á FH á mánudagskvöldið.
Steve Dagskrá verður með innslög í Pepsi Max Stúkunni í sumar.
Skipting Ólafs Kristjánssonar, þjálfara FH, í leiknum gegn Víkingi í gær vakti undrun Hjörvars Hafliðasonar.
Valur lenti í engum vandræðum með Gróttu um helgina er liðin mættust í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni sögðu Valsmenn hafa fengið alltof mikið pláss og tíma í leiknum.
Það tók allt í allt fjórtán sekúndur að dæma mark Höskuldar Gunnlaugssonar af í leiknum gegn Fylki á sunnudaginn en þessu greindi Guðmundur Benediktsson frá í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið.
KA fékk í vetur til sín Mikkel Qvist en hann kom til félagsins að láni frá Horsens í Danmörku. Aðal styrkleiki Qvist eru rosaleg innköst eins og sást í markalausa jafnteflinu gegn Víkingi um helgina.
Guðmundur Benediktsson, þáttarstjórnandi Pepsi Max-stúkunnar, birti skemmtilegt myndband af Tryggva Hrafni Haraldssyni undir lok leiks FH og ÍA á sunnudaginn.
Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-stúkunnar, segir að munurinn á miðvarðapörum KR sé meiri en hann bjóst við en Íslandsmeistararnir töpuðu 3-0 fyrir HK um helgina.
Daníel Hafsteinsson, miðjumaður FH, spilaði vel í 2-1 sigrinum á ÍA um helgina en FH er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni segja þó að Daníel geti komist í betra form.
Tómas Ingi Tómasson, einn af sparkspekingum Pepsi Max-stúkunnar, segist ekki hafa hrifist af fótboltanum í leik KA og Víkings um helgina en leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Pepsi Max-stúkan var í fyrsta sinn með hlaupatölur eftir fyrstu umferðina en þá voru það tölur úr leik Vals og KR sem voru til umfjöllunar í þættinum. Eftir aðra umferðina voru birtar tölur úr leik KA og Víkings.
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að það sé mikilvægt fyrir KA að spila á mikið af norðanmönnum því þeir vilji vera Bayern norðursins. Þetta sagði hann í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið.
KR vann 1-0 sigur á Val í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla um síðustu helgi en leikurinn var opnunarleikur sumarsins í Pepsi Max-deild karla. Sigurmarkið skoraði Óskar Örn Hauksson eftir fyrirgjöf og vandræðagang í vörn Vals.
Breiðablik vann afar sannfærandi 3-0 sigur á nýliðum Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Getumunurinn á liðunum virtist mjög mikill.
„Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag.
Atli Sigurjónsson hljóp 1,4 kílómetra á spretti, það er að segja á yfir 20 km/klst, þegar hann lék með KR gegn Val í 1. umferð Pepsi Max-deildinni í fótbolta.
„Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“ spurðu sérfræðingarnir sig í Pepsi Max stúkunni, þegar þeir ræddu um sóknarleik Víkings eftir að liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við nýliða Fjölnis í gærkvöld.
„Þetta er bara árás. Alveg hrikalega gróft,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, um tæklingu Ólafs Inga Skúlasonar í Fylki sem fékk rautt spjald fyrir brot í leik liðanna í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gær.
Gummi Ben og sérfræðingar hans hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla í Pepsi Max stúkunni í kvöld.
Gummi Ben stýrir nýjum þáttum um Pepsi Max-deild karla í fótbolta í allt sumar og í kvöld verður hitað vel upp fyrir 1. umferð deildarinnar í opinni dagskrá á Vísi og Stöð 2 Sport.