Spænski boltinn

Fréttamynd

Madrídingar unnu seinasta leikinn fyrir HM

Real Madrid vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Þetta var seinasti leikur deildarinnar áður en HM í Katar tekur við og Madrídingar fara því inn í pásuna löngu tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“

Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona á toppinn eftir sigur í kveðju­leik Piqu­e

Gerard Pique var í byrjunarliði Barcelona í síðasta skipti þegar Börsungar unnu 2-0 sigur á Almería. Þetta var hans síðasti leikur í treyju Barcelona. Með sigrinum fór Barcelona upp fyrir Spánarmeistara Real Madríd og trónir nú á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Real á toppinn þrátt fyrir að mis­stíga sig

Spánarmeistarar Real Madríd náðu toppsæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á nýjan leik með 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Girona. Þó lærisveinar Carlo Ancelotti hafi komist á topp deildarinnar verður að segjast að liðið hafi stigið á bananahýði í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Lewandowski skaut Barcelona á toppinn

Robert Lewandowski skaut Barcelona á topp La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, með marki í uppbótartíma gegn Valencia. Fyrr í leiknum hafði mark verið dæmt af Valencia.

Fótbolti
Fréttamynd

Madrídingar enn taplausir á toppnum

Real Madrid vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Þetta var þriðji deildarsigur liðsins á einni viku og liðið er nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Falcao bjargaði stigi gegn Atlético Madrid

Radamel Falcao reyndist hetja Rayo Vallecano er liðið heimsótti Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn höfðu forystuna fram að seinustu mínútum leiksins, en Falcao tryggði gestunum 1-1 jafntefli með marki af vítapunktinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Benzema hlaut Gull­boltann

Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin.

Fótbolti
Fréttamynd

Valverde fékk risahrós frá Kroos

Federico Valverde er nýjasta stórstjarnan í liði Real Madrid og er ein af ástæðunum að spænska stórliðið saknar ekki mikið brasilíska miðjumannsins Casemiro.

Fótbolti