Leikskólar

Fréttamynd

Börnin spennt að taka þátt í „stórubarnaverkefni“

Hildur Lilja Jónsdóttir fagstjóri leikskóla hjá Reykjavíkurborg segist skilja kvíða margra foreldra yfir því að barnið þeirra eigi að fara fyrr yfir í frístund en áætlað var. Hún segir börnin þó vel undirbúin og að fagmenntað fólk taki á móti þeim sem hún treysti vel. 

Innlent
Fréttamynd

Fara beint í frí­stund eftir leik­skóla­út­skrift í júní

Foreldrum fimm og sex ára barna í sautján leikskólum í Reykjavíkur var tilkynnt í gær að þau fái uppsögn á sínu leikskólaplássi fyrir 30. apríl og að uppsögn taki gildi 10. júní. Börnum þeirra verður í staðinn boðið pláss í frístund í þeim grunnskólum sem þau eiga að hefja grunnskólagöngu sína í næsta haust. 

Innlent
Fréttamynd

Yngstu börnin inn­rituð í Garða­bæ og Mos­fells­bæ

Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 

Innlent
Fréttamynd

Hvað á ég að gera?

Það er ósköp venjulegur miðvikudags eftirmiðdagur. Ég fer í síðdegisgöngutúrinn með níu mánaða gömlum syni mínum eins og við gerum á hverjum degi. Ég er í fæðingarorlofi. Sex mánuði fæ ég sem ég hef teygt í tíu, með sex vikum sem ég stal frá eiginmanni mínum.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar ungra reyk­vískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á bið­listum

Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum.

Innlent
Fréttamynd

Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms

Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar þurfi ekki að efast um hafra­grautinn

Meistaranemi í næringarfræði segir margar mýtur í gangi um hollustu hafragrauts. Hún þekki dæmi þess að foreldrar setji þrýsting á leikskólastjóra barna sinna að hætta að bera hann á borð fyrir börnin.

Lífið
Fréttamynd

18 mánuðir

Í dag, 20. febrúar 2024, eru 11 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Mikilvægt er að fullorðnir standi ávallt vörð um réttindi barna og hafi þarfir þeirra stöðugt að leiðarljósi hvað varðar uppeldi og þroska.

Skoðun
Fréttamynd

Fær pláss á leik­skóla nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára af­mælið

Stefán Þorri Helgason er einn þeirra fjölmörgu foreldra í Reykjavík sem bíður þess að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Miðað við nýjustu upplýsingar sem hann hefur fengið frá Reykjavíkurborg gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að næsta haust þegar um þrír mánuðir eru í að hún verði þriggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Að vera mjúkur kennari í hörðum heimi

Að starfa í skóla með börnum eru forréttindi. Því miður eru margir sem álíta það fremur lítilfjörleg hlutskipti. Það þykir meira töff að vinna í öðrum geirum og höndla peninga og völd heldur en að vinna með fólki. Oft hefur verið talað um að kennarastarfið tilheyri „mjúku störfunum“ þ.e. störfum þar sem kvenlægir eiginleikar eins og færni í samskiptum, umhyggja og umönnun eru veigamestir.

Skoðun
Fréttamynd

Til skoðunar að fleiri í bið geti sótt um niður­greiðslu

Alls hafa fimmtíu einstaklingar sótt um niðurgreiðslu til Reykjavíkurborgar vegna barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldrum. Opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur í síðustu viku. Skóla- og frístundasvið skoðar nú hvort hægt sé að veita fleirum niðurgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skóla­mál Reykja­víkur­borgar

Leikskólamál Reykjavíkurborgar hafa verið í ólestri síðan ég hef þurft að koma börnunum mínum á leikskóla, og sjálfsagt töluvert lengur en svo. Með hverju barninu vex þessi kvíðatilfinning innra með manni þegar líða fer að lokum fæðingarorlofs og leikskólinn ætti að fara taka við.

Skoðun
Fréttamynd

Fá hvergi inni fyrir barnið og ekki krónu með gati frá borginni

Foreldrar sem hafa orðið fyrir tekjumissi þar sem 21 mánaða gömul dóttir þeirra fær hvorki vistun hjá dagforeldrum né pláss í leikskóla segja stöðuna í leikskóla-og dagforeldramálum svo slæma að stór hópur muni ekki fá krónu frá borgarstjórn sem boðað hafi styrki handa foreldrum.

Innlent
Fréttamynd

Kostar 3.000 krónur að vera of seinn að sækja krakkann

Sveitarfélagið Árborg hefur sent út tilkynningu til foreldra leikskólabarna vegna rúmlega helmingshækkunar á leikskólagjaldi er lúta að frávikum umsamins dvalartíma. Kostar hvert korter nú 1.911 krónur en hækkar upp í 3.000 krónur eftir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endur­greiðslu

Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum.

Innlent
Fréttamynd

Segja mennta­kerfið í skuld og vanta meiri mið­stýringu

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir vanta meiri miðstýringu í skólakerfið á Íslandi. Við séum í mikilli skuld í námsefni. Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari við Ölduselsskóla, tekur undir þetta og segir sárvanta meira fjármagn í menntakerfið.

Innlent
Fréttamynd

Málskilningur er for­senda lesskilnings

Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna.

Skoðun
Fréttamynd

Mun fleiri konur en karlar færa fórnir til að brúa bilið

Ný könnun Vörðu sýnir að mun hærra hlutfall kvenna en karla lengir fæðingarlof og hættir í vinnu til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Framkvæmdastjóri Vörðu segir að afleiðingar ójafnrar ábyrgðar kynjanna á umönnun barna fylgi konum út ævina, til að mynda með lægri lífeyrisgreiðslum.

Innlent
Fréttamynd

Frelsi leik­skólanna

Þegar styttist í jólin þurfa foreldrar leiksskólabarna að bóka sumarfríið sitt hjá sínum vinnuveitanda til að eiga einhverja von um að geta verið í fríi með börnunum sínum. Fyrir allnokkru myndaðist sú hefð sem síðar varð regla að leiksskólar lokuðu í 4 vikur á hverju sumri.

Skoðun