Skoðun

Fréttamynd

Svíkja Íslendingar Palestínu?

Nýtt vopnahlé dugar skammt þar sem ekki hefur verið tekið á rót vandans í Ísrael og Palestínu. Látum ekki blekkja okkur aftur með fagurgala og friðarpottloki.

Skoðun
Fréttamynd

Þrep virðisaukaskatts

Efra þrep virðisaukaskatts (VSK) á Íslandi er næsthæst í heiminum og bilið á milli þess efra og neðra er hvergi meira. Það hvetur til undanskota og mismunar atvinnugreinum. Eðlilegt er að stefna að minni mun með hækkun neðra þrepsins og lækkun þess efra. Langt er um liðið frá setningu laga um VSK og tími kominn til að ráðast í heildarendurskoðun á VSK-kerfinu með einföldun, jafnræði og skilvirkni að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Verðtryggingin og Lilja

Fyrir tíu árum átti ég tvö raðhús. Þau voru 100 milljóna króna virði (50 milljónir hvort). Þá er það sem Lilja kemur til mín og vill fá þau leigð (lánuð) gegn hæfilegu gjaldi (leiga/vextir). Okkur semst um að hún borgi mér 4% af verðmætinu í leigu (vexti) á ári. Á þessum 10 árum hefur verið 7,2% verðbólga á ári þannig að húsin sem voru 100 milljóna króna virði eru nú 200 milljóna króna virði eða 100 milljónir hvort hús. Það er ekki af því að þau séu raunverulega meira virði en fyrir 10 árum, heldur er krónan helmingi minna virði en þá.

Skoðun
Fréttamynd

Kynbundið ofbeldi er glæpur gegn mannkyninu

Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri.

Skoðun
Fréttamynd

Litla stúlkan með eldspýturnar?

Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór.

Skoðun
Fréttamynd

Búrfellshraun – eitt merkasta hraun á Íslandi

Eitt mesta sérkennið í náttúru Íslands eru nútímahraunin. Þau standa okkur svo nærri að við skynjum hvernig yfirborð jarðar hefur myndast og hvað býr undir. Og á mesta þéttbýlissvæði landsins eru hraunin fyrir allra augum, ekki síst í Hafnarfirði og Garðabæ. En hvernig höfum við gengið um þessar náttúrusmíðar? Höfum við ætlað komandi kynslóðum að njóta þess sem við höfum haft fyrir augum – lengst af?

Skoðun
Fréttamynd

Enn um skrautblóm SA

Starfsmaður SA og fyrrum samstarfsmaður minn á ýmsum vettvangi sendir mér kveðjur í Fréttablaðinu 27. nóv. sl. í tilefni af greinarstúf sem ég skrifaði um skattatillögur SA. Ég hef þá reglu að svara í engu ómálefnalegum tilskrifum og þeim sem byggja á kreddum og hentifræði. Rökræða ber ekki árangur í slíkum tilvikum. En mér er hlýtt til Halldórs Árnasonar. Ég veit að honum er ekki illa í ætt skotið, velviljaður og sanngjarn innst inni. Ætla má að tími til andsvara hafi verið knappur og hann því gripið til gamalla frjálshyggjufrasa í stað ígrundunar. Í þeirri von að til hennar gefist síðar tóm bendi ég honum á eftirfarandi.

Skoðun
Fréttamynd

Óskynsamleg bankatillaga

Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga.

Skoðun
Fréttamynd

Vísindin vefengja öryggi erfðabreyttra matvæla

Í grein sinni í Fréttablaðinu 20. okt. sl. gagnrýnir Jón Hallsson nýja franska rannsókn sem skekið hefur vísindaheiminn og valdið auknum áhyggjum manna af öryggi erfðabreyttra matvæla og fóðurs. Þegar líftæknirisinn Monsanto sótti um leyfi ESB fyrir erfðabreyttu maísyrki sínu NK603 lagði fyrirtækið fram niðurstöðu 90 daga tilraunar á rottum sem benti til eitrunar í lifur og nýrum – niðurstöðu sem Monsanto gerði ekkert úr og taldi tölfræðilega ómarktæka.

Skoðun
Fréttamynd

Styttum vinnutímann og bætum lífsgæði

Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann.

Skoðun
Fréttamynd

Nýju fötin keisarans

Síðastliðinn þriðjudag varð nokkurt uppnám "á markaði“ vegna ummæla minna um Íbúðalánasjóð. Eitthvað fór tímasetningin fyrir brjóstið á stressuðum viðskipavinum kauphallarinnar, þó innihald þess sem ég sagði gæfi vart tilefni til upphlaupa og æsings. Ég sagði ekkert annað en það sem allir "markaðsaðilar“ vita. Íbúðalánasjóður á í miklum vanda og á honum þarf að taka til skamms tíma og til frambúðar. Í ljósi sögunnar þarf þetta upphlaup þó vart að koma á óvart. Sumir viðskiptavinir kauphallarinnar virðast alltaf jafn hissa þegar bent er á augljósa hluti.

Skoðun
Fréttamynd

Núll-kostur í Gálgahrauni

Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi.

Skoðun
Fréttamynd

Illvirki inni í Þórsmörk

Í apríl 2004 skrifaði ég grein í Moggann sem bar heitið "Hraðbraut inn á Þórsmörk“. Þar var því haldið fram að það væri ekki aðeins náttúrufegurð sem gerði Þórsmerkurferð eftirminnilega. Það væri ekki síður ferðalagið sjálft, yfir óbrúaðar ár og læki, sem gerði þetta minnisstætt. Orðrétt sagði: "Fram að þessu hefur ferðalagið sjálft þarna innúr eftir hlykkjóttum malarvegi og yfir mismikil vatnsföll þótt ómissandi þáttur í því sem kallað hefur verið Þórsmerkur- eða bara Merkurferð.“

Skoðun
Fréttamynd

Feneyjanefnd og sjálfsvirðing

Eftir fall Berlínarmúrsins ákváðu 18 ríki Evrópuráðsins að koma á fót sérstakri nefnd sem í daglegu tali er nefnd Feneyjanefndin (opinbert heiti "The European Commission for Democracy through Law“). Fram til þessa hefur meginstarfi nefndarinnar falist í því að aðstoða fyrrum kommúnistaríki við endurreisn sína þótt önnur ríki hafi leitað eftir áliti um afmarkaðri atriði.

Skoðun
Fréttamynd

Kvikmyndamenntun: hin augljósa leið

Það er mikið fagnaðarefni að nú skuli loksins liggja fyrir tillögur um heildstæða stefnu um kvikmyndamenntun í landinu. Stefnan birtist í nýútkominni skýrslu þriggja manna stýrihóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í febrúar síðastliðnum. Skýrslan ber heitið Stefnumótun um kvikmyndamenntun á Íslandi, og má finna hana á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins auk þess sem hún er birt á heimasíðu Listaháskólans.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til karla

Ert þú að "missa stjórn á þér“ í árekstrum við maka þinn? Ert þú "sjúklega afbrýðisamur“ og ræður bara ekki við það? Finnst þér að maki þinni viti "á hvaða takka hún á að ýta“ til að "gera“ þig reiðan? Telur þú að ofbeldið sé það eina sem hún tekur mark á? – Ef svör þín við einhverjum þessara spurninga eru já, lestu þá áfram…

Skoðun
Fréttamynd

Um mikilvægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar

Þessi grein er skrifuð með það að markmiði að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um mikilvægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar. Í gegnum tíðina hefur þessi fagþjónusta ýmist verið kennd við ráðgjöf eða meðferð. Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst hjóna- og fjölskyldumeðferð um að fólk leitar til meðferðaraðila til að ráða bót á sínum vandamálum sem tengjast parsambandi eða fjölskyldutengslum. Mismunandi þekking

Skoðun
Fréttamynd

Hvar má treysta orðum manna?

Vilhjálmur Egilsson tók sterkt til orða 9. nóvember síðastliðinn í samtali við mbl.is, í tengslum við nýja skýrslu Samtaka atvinnulífsins um skattamál, þegar hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði: "Ísland er ekki lengur hluti af Evrópu þar sem treysta má á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum, Ísland er orðið nyrsta Afríkuríkið. Um þetta er talað meðal erlendra fjárfesta og þetta er staður sem við viljum ekki vera á.“

Skoðun
Fréttamynd

Varnarsamvinna og Norðurlöndin

Íslendingar eiga því láni að fagna á þessu herrans ári að ekki steðjar hætta að landinu af hernaðarógn. Öðru máli gegndi vissulega á árum kalda stríðsins þegar Ísland skipaði sér í varnarsamstarf lýðræðisþjóða í Atlanshafsbandalaginu. Aðildin varð mesta átakamál íslenskra stjórnmála en öfgaöfl á vinstri vængnum með Þjóðviljann sem málgagn börðust af ákefð gegn varnarliðinu og NATO sem tryggði friðinn. Og eitthvað eimir enn eftir af NATO-óvild, ef merkja má ummæli Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, í RÚV 30.11. um þátttöku Svía og Finna í loftrýmisgæslunni sem um samdist við brottför Bandaríkjahers héðan 2006.

Skoðun
Fréttamynd

Meirihluti fyrirtækja gerir upp í evrum

Í nýlegri frétt í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra, kemur fram að árið 2011 hafi í fyrsta skipti meirihluti íslenskra fyrirtækja sem gera upp í erlendri mynt ákveðið að gera upp ársreikning sinn í evrum. Hingað til hefur Bandaríkjadollarinn verið vinsælasta uppgjörsmyntin. Þetta er áhugaverð staðreynd því dómsdagsspámenn í bloggheimum og einstaka fjölmiðill hafa í langan tíma reynt að sannfæra íslenskan almenning að evran sé ótækur gjaldmiðill og að Evrópa standi í ljósum logum. Það er greinilegt að þessi íslensku stórfyrirtæki eru ekki á sama máli.

Skoðun
Fréttamynd

Fjárfesting til framtíðar

Þau ánægjulegu tíðindi bárust í byrjun október að Háskóli Íslands hefði færst ofar á lista Times Higher Education yfir fremstu háskóla í heimi. Skólinn er nú í 271. sæti. Um 17.000 háskólar eru starfandi í heiminum og er Háskóla Íslands skipað í hóp þeirra tveggja prósenta háskóla sem fá hæstu einkunn.

Skoðun
Fréttamynd

Að hafa styrk til að sækja fram, fjárfesta og skapa störf

Aukið eigið fé íslenskra fyrirtækja gæti haft afgerandi áhrif á íslenskt efnahagslíf. Stöðugleiki gæti orðið meiri. Traustur efnahagur kemur í veg fyrir kollsteypur þegar á móti blæs í þjóðarbúskapnum. Hann dregur einnig úr kerfisáhættu í fjármálakerfinu. Vel fjármögnuð fyrirtæki eru áhættuminni lántakar. En það sem mestu máli skiptir er að þau hafa styrk til að sækja fram af krafti, fjárfesta og skapa störf. Nýsköpun gæti aukist, framleiðni vaxið og góðum störfum fjölgað.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers konar þjóðkirkjuákvæði?

Lokatölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október urðu athyglisverðar. Tæpur helmingur þeirra sem kosningarrétt höfðu mætti á kjörstað. Um tveir þriðju vilja að frumvarp Stjórnlagaráðs verði lagt til grundvallar við áframhaldandi meðferð málsins á vegum Alþingis, stjórnarskrárgjafans. Þó vék nokkur meirihluti kjósenda frá þessari meginvísbendingu með því að svara spurningu nr. 3 með "Já“-i en þar var spurt: " Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“

Skoðun
Fréttamynd

Öruggt og heilnæmt umhverfi fyrir alla

Stjórnvöldum er iðulega legið á hálsi fyrir að vera skammsýn og fyrirhyggjulaus. Nærtækt er að benda á hrun bankakerfisins, þar sem framtíðarhagsmunum þjóðar var stefnt í voða, meðal annars vegna ófullburða regluverks og eftirlitskerfis. Það er engum blöðum um það að fletta hversu mikilvægt er að setja samfélaginu skýrar, öflugar og framsýnar leikreglur.

Skoðun
Fréttamynd

Vænting og vonbrigði

Mörgum er tíðrætt um virðingu Alþingis og hvernig auka megi traust löggjafans meðal almennings. Enda er það vissulega áhyggjuefni að þjóðþingið njóti ekki trausts nema hjá litlum hluta þjóðarinnar. En í hverju er þetta vantraust nákvæmlega fólgið? Er það eingöngu bundið við lélega stjórnmálamenn sem ekki eru vandir að virðingu sinni? Eða má kenna lélegri lagasetningu um og spyrja í framhaldinu hvort Íslendingar beri ekki virðingu fyrir þeim lögum sem Alþingi samþykkir? Það kann að vera að svarið felist í því að sá sem lofar öllu er dæmdur til að valda vonbrigðum þrátt fyrir góðan vilja. Væntingin er systir vonbrigðanna.

Skoðun
Fréttamynd

Leiðin krókótta

Nú hefur enn einn sjálfstæðismaðurinn bæst í hóp þeirra sem sjá ný og óvænt tækifæri í atkvæðum þeirra Íslendinga sem ekki mæta á kjörstað. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður flokksins, skrifar í Fréttablaðið 27.10.12. um "svör minnihlutans og þögn meirihlutans“ í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. "Þögn meirihlutans“ er hið nýja fagnaðarerindi og kemur í stað hefðbundinna úrslita í lýðræðislegum kosningum. Þorsteinn viðurkennir að nýja "leiðin er að sönnu krókóttari“ "því að menn vita ekki hvað meirihlutinn vill“. En menn eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að ná til nýrra stranda og þótt leiðin sé "að sönnu krókóttari“ skal hún samt farin að mati Þorsteins!

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi farþega í Strætó

Strætó bs. hefur á undanförnum árum unnið af miklum metnaði að bættu öryggi í umferðinni. Einn liður í þessari vinnu er sérstakt forvarnarsamstarf milli Strætó og VÍS sem staðið hefur yfir frá árinu 2008. Þetta samstarf hefur skilað verulega marktækum árangri, því umferðaróhöppum og -slysum hefur fækkað um 73% á þessum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Naglar óþarfir í Reykjavík

Enn einu sinni stígur framkvæmdastjóri FÍB fram og rómar ágæti nagladekkja og kennir lélegu malbiki um slit á götum borgarinnar. Það er staðreynd að hér eru stærri og þyngri bílar en almennt gerist í borgum sem við berum okkur saman við. Þung og hröð umferð slíkra bíla spænir upp hvaða malbik sem er. Stærri hluti skattfjár fer í endurnýjun á malbiki en þörf er á. Þýskaland hefur fyrir löngu bannað notkun nagladekkja vegna slits á vegum og götum og er þar malbik ekki af verri endanum.

Skoðun