

Margt hefur afrekast frá því að framkvæmdir hófust á Laugardalsvelli í október síðastliðnum. Stjórnendur hjá KSÍ eru nú í kapphlaupi við tímann að ná Laugardalsvelli leikfærum fyrir leik kvennalandsliðsins í júní.
Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í Þjóðadeildinni í fótbolta.
Ísland og Sviss gerðu 3-3 jafntefli í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. Eftir að lenda 0-2 undir kom Ísland til baka þökk sé þrennu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.
„Mjög svekkjandi, eigum ekki að vera fá á okkur þrjú mörk, sérstaklega á móti þessu liði. Mikilvægt að við komum til baka og sterkt af liðinu,“ sagði fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir 3-3 jafntefli Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta.
„Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði öll þrjú mörk íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu þegar það gerði 3-3 jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni. Mörkin má sjá hér að neðan.
Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í fjórðu umferð Þjóðadeildarinnar. Þrenna frá Karólínu Leu jafnaði leikinn eftir að stelpurnar okkur gáfu tvö mörk í upphafi beggja hálfleika og annað fremur ódýrt. Ísland spilaði svo manni fleiri síðustu tuttugu mínúturnar en tókst ekki að setja sigurmarkið.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni í dag.
Yfir hundrað þúsund fylgjendur svissneska kvennalandsliðsins í fótbolta á Instagram fengu að sjá hvað Íslendingar í miðborg Reykjavíkur höfðu að segja fyrir stórleikinn á Þróttarvelli í kvöld.
„Við Alexandra (Jóhannsdóttir) vorum náttúrulega í banni svo ég er mjög fersk og líður vel. Það er allavega engin þreyta í mér,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir kímin er hún ræddi við Stöð 2 og Vísi fyrir leik Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna.
„Bara vel. Þetta er búið að vera jákvætt eftir Noregsleikinn, mikið af ljósum punktum og við verðum að byggja ofan á þetta,“ sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir aðspurð hvernig sér liði í viðtali við Stöð 2 og Vísi.
Ingibjörg Sigurðardóttir og Þorsteinn Halldórsson segja áhugann á íslenska kvennalandsliðinu mikinn. Þau myndu samt vilja sjá betri mætingu á leiki liðsins.
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Sviss í Þjóðadeildinni.
Sveindís Jane Jónsdóttir segir að það hafi verið svekkjandi að ná ekki þremur stigum í leiknum gegn Noregi á föstudag. Hún ræddi einnig stöðu sína hjá félagsliðinu Wolfsburg en þjálfara liðsins var sagt upp á dögunum.
Formaður og varaformaður Knattspyrnusambands Íslands komu færandi hendi á hótel íslenska kvennalandsliðsins í gær.
Bandaríkjamenn halda heimsmeistaramót kvenna í fótbolta árið 2031 en það var ljóst eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið gaf það út að Bandaríkin hafi verið með eina gilda tilboðið um að halda mótið eftir sex ár.
Ingibjörg Sigurðardóttir leiddi íslenska landsliðið í fyrsta sinn sem fyrirliði, í markalausu jafntefli gegn Noregi á Þróttarvellinum. Hún segir aukin spenning hafa fylgt því að bera bandið, sem hvarf um leið og leikurinn byrjaði. Hún hjálpaði við að halda íslenska markinu hreinu en var engu að síður svekkt með niðurstöðu leiksins.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn.
Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld.
„Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna.
Íslenska landsliðið tók á móti því norska í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Noregi í Þjóðadeildinni.
Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir er klár í að byrja gegn Noregi í Þjóðadeildinni í fótbolta seinna í dag eftir að hafa glímt við meiðsli upp á síðkastið. Hún er sérstaklega spennt fyrir því að spila á heimavelli Þróttar Reykjavíkur, frá þeim velli á hún góðar minningar.
Uppselt er á leik Íslands og Noregs í Þjóðadeild kvenna í fótbolta sem fram fer á Þróttaravellinum seinna í dag.
Norska ríkisútvarpið fjallar á vef sínum sérstaklega um leikvanginn sem hýsir landsleik Íslands og Noregs í Þjóðadeild kvenna í dag.
Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð.
Ljóst er að heimsmeistaramót kvenna í fótbolta mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2031 og í Bretlandi 2035, með 48 þjóðum í stað 32 á mótinu sem fram fer í Brasilíu árið 2027.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu.
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni.
Íslenska landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir steig í raun inn í nýjan veruleika er hún samdi við enska liðið Leicester City fyrr á árinu. Hún er enn að venjast þeim veruleika en finnur fyrir mikilli trú í sinn garð frá þjálfurum liðsins.