Iceland Seafood

Kaup Brims á hlut í Iceland Seafood „skref í að vinna með öðrum í sölu“
Forstjóri Brims segir um kaup á ellefu prósenta hlut í Iceland Seafood International að lengi hafi staðið til að styrkja sölukerfi útgerðarinnar á fiskafurðum. „Þetta er eitt skref í að vinna með öðrum í sölu.“

Brim kaupir hlut félags Bjarna Ármannssonar í Iceland Seafood
Brim hf. hefur gert samkomulag um kaup á hlut Sjávarsýnar ehf., fjárfestingafélags Bjarna Ármannssonar, í Iceland Seafood International hf.

Gengislækkun ISI litaði afkomu kaupfélagsins
Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 1,7 milljarða króna á síðasta ári sem er lakasta afkoma samvinnufélagsins frá árinu 2016. Stærsti áhrifaþátturinn var gengislækkun Iceland Seafood International.

Einungis þrjú fyrirtæki hækkuðu í virði í september
Virði nítján fyrirtækja á aðallista Kauphallarinnar lækkaði í september. Vísitala Kauphallarinnar í heild sinni lækkaði um 8,3 prósent sem er það næst mesta yfir heilan mánuð á árinu. Mesta lækkunin var hjá Eimskip.

„Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins.

Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir
Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað.

Fjárfestingafélag í sjávarútvegi á leið í Kauphöllina
Félagið Bluevest Capital Partners, sem var stofnað af Kviku banka og bresku viðskiptafélögunum Mark Holyoke, stærsta hluthafi Iceland Seafood og stjórnarmanns 2010 til 2019, og Lee Camfield, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar hjá Iceland Seafood, setur nú stefnuna á skráningu á First North hlutabréfamarkaðinn í Kauphöllina í byrjun næsta árs.

Helgi meðal stærstu hluthafa Iceland Seafood
Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lónsins, er í hópi stærstu hluthafa Iceland Seafood International með 1,3 prósenta hlut.