Matvöruverslun

Fréttamynd

Snún­ast­i fjórð­ung­ur í versl­un í mann­a minn­um að baki en stað­an fer batn­and­i

Mánuðirnir frá desember til febrúar voru þeir snúnustu í verslunarrekstri sem elstu menn muna. Verðhækkanir voru tíðari og „miklu hærri en við höfum séð áður“. Staðan er þó að „aðeins að batna“, að sögn forstjóra Haga, „tilfinningin er að takturinn í verðhækkunum á matvöru sé að hægjast“. Aðfangaverð er þó enn að hækka en „ekki eins ört og í kringum áramótin.“ 

Innherji
Fréttamynd

Farið að hægja á miklum verðhækkunum á matvöru frá birgjum

Farið er að hægja á verðhækkunum frá birgjum, að sögn heildsala og smásala á matvörumarkaði, en ástandið er þó enn afar krefjandi og borið hefur á verðhækkunum frá innlendum framleiðslufyrirtækjum á undanförnum vikum vegna nýrra kjarasamninga. Vísbendingar eru um að lækkandi hrávöruverð á heimsmarkaði hafi ekki enn skilað sér í lægra innkaupverði.

Innherji
Fréttamynd

Kynntust á Íslandi og opnuðu saman búð

Þrír vinir frá Írak og Sýrlandi sem búið hafa á Íslandi um nokkurt skeið hafa nú opnað fyrstu matvöruverslunina í Hlíðarendahverfinu. Þeir segja íbúa hverfisins hafa tekið þeim vel.

Innlent
Fréttamynd

Draumagiggið fyrir að­fanga­keðju­nördið

„Þetta tækifæri bauðst. Þetta samtal byrjaði fyrir einhverjum mánuðum síðan og var í raun algert draumagigg að hoppa inn í. Ég er aðfangakeðju- og innkaupanörd út í eitt og það er mjög spennandi að komast inn í stærsta smásölufyrirtæki landsins. Það kitlaði hrikalega.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allt að 366 prósenta munur í verð­könnun ASÍ

Meiri munur var á verði milli matvöruverslana en áður í verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem framkvæmd var í febrúar. Meðalverð var hæst í Iceland, að meðaltali 54% frá lægsta verði.

Neytendur