Þjóðadeild kvenna í fótbolta

Fréttamynd

„Ís­kaldar í hausnum og þá kemur þetta“

Ingibjörg Sigurðardóttir leiddi íslenska landsliðið í fyrsta sinn sem fyrirliði, í markalausu jafntefli gegn Noregi á Þróttarvellinum. Hún segir aukin spenning hafa fylgt því að bera bandið, sem hvarf um leið og leikurinn byrjaði. Hún hjálpaði við að halda íslenska markinu hreinu en var engu að síður svekkt með niðurstöðu leiksins. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Sáttur við hug­rekkið og kraftinn“

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“

Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það er ein­falt að segja það, en við þurfum bara að skora“

„Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. 

Fótbolti
Fréttamynd

Á góðar minningar frá Þróttara­vellinum

Ís­lenska lands­liðs­konan Hildur Antons­dóttir er klár í að byrja gegn Noregi í Þjóða­deildinni í fót­bolta seinna í dag eftir að hafa glímt við meiðsli upp á síðkastið. Hún er sér­stak­lega spennt fyrir því að spila á heima­velli Þróttar Reykja­víkur, frá þeim velli á hún góðar minningar.

Fótbolti
Fréttamynd

Lífið gott en ítalskan strembin

Cecilía Rán Rúnarsdóttir veit ekki hvað bíður hennar næsta vetur. Hún hefur fundið sig vel í Mílanó á Ítalíu og segir lífið einfaldara þegar hún spilar fótbolta reglulega.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mót­lætið styrkir mann“

Andrea Rán Snæ­feld Hauks­dóttir upp­lifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir ís­lenska lands­liðið í síðasta verk­efni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjar­verandi vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

„Auð­vitað söknum við hennar“

Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég veit bara að þetta er mjög vont“

„Þetta er alveg nýtt fyrir mér en ég hef reynt að horfa á þetta sem lærdóm,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Bayern München. Í fyrsta sinn á ferlinum glímir hún við meiðsli sem auk þess eru snúin og bataferlið óljóst. Hún vonast þó til að EM í sumar sé ekki í hættu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki þess virði að taka á­hættu með Glódísi

„Hún á við meiðsli að stríða og er bara ekki klár í þessa landsleiki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Glódísi Perlu Viggósdóttur sem missir af leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var blaða­manna­fundur KSÍ

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem leikmannahópur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess var kynntur.

Fótbolti
Fréttamynd

Elísa­bet byrjar á tveimur töpum

Belgíska kvennalandsliðið í fótbolta, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, tapaði 0-1 fyrir Portúgal í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildar Evrópu í kvöld. Í hinum leik riðilsins sigruðu Evrópumeistarar Englands heimsmeistara Spánar, 1-0.

Fótbolti