
Þyrluslys Íransforseta

Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans
Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran.

Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð
Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð.

Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi
Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum.

Íransforseti fórst í þyrluslysinu
Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar.

Leitin enn ekki borið árangur
Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina.

Óljóst hvort þyrlan sé fundin
Þyrlan sem flutti Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian er sögð hafa „lent harkalega“ á hálendi á norðvesturhluta Íran fyrr í dag vegna þoku. Íranskir miðlar tilkynntu fyrr í kvöld um að þyrlan væri fundin en talsmenn Rauða hálfmánans sögðu það ekki rétt og leit stæði enn yfir.

Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi
Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp.