

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2015 hefur aðeins þjónað tilgangi sínum að hluta. Markmið um þéttingu byggðar er á góðri leið en þegar kemur að þeim þáttum sem snúa að framboði íbúða í samræmi við fjölgun íbúa og breyttu búsetumynstri þá miðar hægt og jafnvel í öfuga átt sem endurspeglast í því að íbúar hafa í meira mæli flutt til nágrannasveitarfélaganna með þeim afleiðingum að markmið sjálfbærrar þróunar hafa fjarlægst.
Þörfin fyrir vinnandi hendur vex 41% hraðar en íbúum landsins - atvinnuþátttaka minnkar og íbúðaþörf eykst hratt.
Eftir tíu ár verða 65 ára og eldri um 17% íbúa á höfuðborgarsvæðinuog búa í um 38 þúsund íbúðum eða um 35% af öllum íbúðum á svæðinu.