Rektorskjör við Háskóla Íslands

Gengur þreyttur en stoltur frá borði
Magnús Karl Magnússon beið nauman ósigur í seinni umferð rektorskjörs Háskóla Íslands í dag. Hann óskar nýkjörnum rektor til hamingju og segist ganga þreyttur en sáttur frá borði.

„Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“
Silja Bára R. Ómarsdóttir, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, segist ekki oft orðlaus en að hún sé það nú. Hún bar nauman sigur úr býtum í seinni umferð rektorskjörsins með rétt rúm 50 prósent.

Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt
Seinni umferð rekstorskjörs Háskóla Íslands lauk nú klukkan 17. Kosið var á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við læknadeild, og Silju Báru R. Ómarsdóttur, prófessors við stjórnmálafræðideild.

Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri
Seinni umferð rektorskjörs í Háskóla Íslands stendur nú yfir en kosið er á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við Læknadeild, og Silju Báru R. Ómarsdóttur, prófessors við Stjórnmálafræðideild. Kjörfundi lýkur klukkan 17 í dag.

Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag!
Í dag og á morgun kjósum við næsta rektor Háskóla Íslands. Við erum hópur stúdenta af ólíkum fræðasviðum háskólans, sem öll eigum það sameiginlegt að styðja Silju Báru Ómarsdóttur í rektorskosningunum - og hvetjum aðra stúdenta til að gera slíkt hið sama.

Háskóli er samfélag
Í dag og á morgun fara fram rektorskosningar við Háskóla Íslands. Ég býð mig fram til að leiða þessa frábæru stofnun af því ég trúi á kraftinn sem býr í henni og möguleikana sem hún hefur til að móta samfélagið. Ég er stolt af því að vera ein þeirra sem starfa við HÍ, einstakan þjóðskóla sem gegnir lykilhlutverki í þekkingarsköpun á Íslandi.

Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ
Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem kalla á rektor með skýra framtíðarsýn og djúpan skilning á háskólasamfélaginu. Ég tel Silju Báru vera þá manneskju sem skólinn þarf.

Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda
Líkt og flestir sem ná langt í rannsóknum býr Magnús Karl yfir óbilandi löngun til að skilja sem best hvað hefur áhrif á starfsemi lífvera og gangvirki samfélagsins. Hann gerði árs hlé á námi sínu sem læknanemi til að leggja stund á grunnrannsóknir á rannsóknarstofu.

Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn
Nú standa yfir rektorskosningar við HÍ – atkvæðisbærir eru starfsfólk skólans og nemendur. Komið er fram í aðra umferð og þetta orðið einvígi! Það er jákvætt að í stærsta akademíska samfélagi þjóðarinnar velji þegnar þess sér leiðtoga/þjón/forystusauð eða ær.

Magnús Karl er okkar rektor
Á næstu dögum ganga um 17 þúsund nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa nýjan rektor í annarri umferð rektorskosninga þar sem nú er valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda. Magnús Karl Magnússon hefur að okkar mati afar skýrar og raunhæfar hugmyndir um framþróun Háskóla Íslands, og ekki síst um hlutverk hans sem flaggskips vísinda og menningar þjóðarinnar.

Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon
Í vikunni kýs starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands rektor til að leiða skólann næstu fimm árin. Eftir að kosið hefur verið á milli fimm hæfra frambjóðenda standa tveir ólíkir kandidatar eftir.

A Genuinely Inclusive University
Magnús Karl Magnússon and I had our first conversation about the University of Iceland as a genuinely inclusive space when I approached him early last year with regard to a project I was doing.

Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri
Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild HÍ og Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ hlutu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands í dag. Þar sem hvorugt þeirra hlaut meirihluta atkvæða fer fram önnur atkvæðagreiðsla að viku liðinni.

Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn!
Átt þú enn eftir að gera upp hug þinn? Hvern þú hyggst kjósa til rektors við Háskóla Íslands? Nú sem aldrei fyrr skiptir valið máli.

A Strong International University
The University of Iceland is a vibrant democratic academic community and today, and tomorrow, students and faculty elect a new rector. The online election will take place on the platform Ugla on March 18th and 19th. Over the past seven years, I have served as the Dean of the School of Education, and I am determined to use my extensive experience of working with stakeholders within and outside the university to lead our university in the coming years. Therefore, I am running for the office of rector of the University of Iceland.

Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau
Eftir að hafa starfað við háskólann í yfir 20 ár hefur Ingibjörg safnað sér mikla reynslu sem kennari. Hún hefur kennt fjölbreytta áfanga þvert á deildir heilbrigðisvísindasviðs og einkennist sú kennsla af mikilli þekkingu og yfirvegun.

Fjármál og akademískt frelsi
Næsta rektors Háskóla Íslands bíða ýmis verkefni, þá ekki síst að tryggja fjármál stofnunarinnar til næstu ára. Þar er á brattann að sækja enda hefur háskólastigið verið vanfjármagnað um árabil og mikið þarf að vinna upp. Til viðbótar eru blikur á lofti hvað varðar akademískt frelsi í heiminum.

Silja Bára rektor Háskóla Íslands
Framboð Silju Báru Ómarsdóttur til rektors Háskóla Íslands fyllir mig von og bjartsýni fyrir íslenskt háskólasamfélag. Með Silju sem rektor getum við haldið áfram að efla Háskóla Íslands fyrir enn betra samfélag.

Við kjósum Silju Báru í dag!
Silja Bára Ómarsdóttir hefur þá eiginleika sem rektor Háskóla Íslands þarf að búa yfir til að færa háskólann inn í framtíðina. Sem fyrrverandi og núverandi nemendur við háskólann höfum við kynnst Silju Báru sem kennara og leiðbeinanda en ekki síður sem einstaklingi og vitum að það sem hún tekur sér fyrir hendur vinnur hún af fullum krafti og metnaði.

Græðgin, vísindin og spilakassarnir
Á mánudaginn var efndu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) og hópur kennara og nemenda til hádegisfundar á Þjóðminjasafninu. Þetta var fallegur dagur en fundarefnið var það ekki. Til umræðu var nefnilega spilafíkn og spilakassarekstur Háskóla Íslands.

Rektorskjör HÍ
Ég dáist að öllum þeim framúrskarandi einstaklingum sem bjóða sig fram til embættis rektors Háskóla Íslands og eru tilbúnir til að takast á við erfiða stjórnun undirfjármagnaðrar stofnunar.

Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri
Á þriðjudag og miðvikudag gefst stúdentum Háskóla Íslands kostur að taka þátt í að kjósa nýjan leiðtoga í embætti rektors. Ég vil í stuttu máli útskýra hvernig ég mun beita mér í málefnum háskólanema.

Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun
Björn Þorsteinsson er vel liðinn kennari við sína deild og ekki af ástæðulausu. Alla mína háskólagöngu hef ég þakkað fyrir að fyrsti tíminn minn var kenndur af Birni en hjá honum lærði ég mikilvægi þess að trúa og treysta á hugmyndir mínar ásamt því að virða vísindalegar og fræðilegar aðferðir.

Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála
Silja Bára Ómarsdóttir er sú forystumanneskja sem Háskóli Íslands þarf. Þegar við stöndum frammi fyrir helstu áskorun okkar tíma, loftslagsvánni, er brýnt að háskólinn setji það í forgrunn að styðja við menntun og rannsóknir sem þjóni heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Af hverju veljum við Silju Báru?
Það er styrkur fyrir Háskóla Íslands að hafa úr öflugum hópi frambjóðenda að velja við rektorskjör sem hefst á morgun. Okkar val er skýrt. Við styðjum Silju Báru í rektorinn.

Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands
Í margvíslegum samvinnuverkefnum á síðustu árum hefur Kolbrún sýnt sveigjanleika og seiglu og ekki hikað við að láta hendur standa fram úr ermum. Við styðjum framboð hennar til rektors Háskóla Íslands heilshugar og hvetjum öll þau sem atkvæðisrétt hafa til að kynna sér stefnumál hennar og árangur.

Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ
Það er margt úrvalsfólkið í framboði til rektors HÍ en Dr. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í alþjóðastjórnmálum er alhliða þegar kemur að þeim mörgu hlutverkum sem Háskóli Íslands sinnir í íslensku samfélagi og samfélagi þjóða.

Kjósum opnara grunnnám
Ímyndaðu þér að þér sé boðið í glæsilega veislu. Þegar þú ferð inn um veisludyrnar blasir við þér óendanlega stórt veisluborð með hundruðum fjölbreyttra rétta. Þú hefur aldrei séð þvílíka ofgnótt á ævinni; hún teygir sig svo langt sem augað eygir. Þig langar að smakka og prófa þessa fjölbreyttu rétti en þú tekur eftir því að hinir gestirnir, af einhverjum ástæðum, takmarka sig við einn rétt sem þeir halda sig við allt kvöldið.

Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda
Það er orðið ljóst fyrir allnokkru að Háskóli Íslands er helsti starfsvettvangur ævi minnar. Þótt ég hafi á sínum tíma dvalið hátt í áratug erlendis í framhaldsnámi og verið nokkur misseri gestaprófessor við erlenda háskóla í áranna rás, þá hefur Háskóli Íslands verið mín heimahöfn síðan ég var ráðinn þangað fyrst sem kennari í janúar 1987.

Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli
Háskóli Íslands er stærri en hann hefur nokkru sinni verið. Á þessari öld hefur námsleiðum farið sífjölgandi og fjöldi nemenda hefur tvöfaldast. Á meðan hefur kennurum hins vegar aðeins fjölgað um þriðjung.