Suðurkjördæmi

Fréttamynd

Odd­ný ætlar ekki aftur fram

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður flokksins, mun ekki sækjast eftir sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.

Innlent
Fréttamynd

Jón nánast örugglega á förum úr ráðherraliðinu

Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á mánudaginn næsta og ekki er gert ráð fyrir öðru en að þá verði gengið frá breytingum á ráðherraliði í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: Að Jón Gunnarsson hverfi úr ríkisstjórn og Guðrún Hafsteinsdóttir komi inn.

Innlent
Fréttamynd

Mála­flokkur fatlaðra er skilinn eftir

Allt frá því að lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi árið 2018 hefur málaflokkurinn verið rekinn með halla og er sá hallarekstur er farinn að sliga mörg sveitarfélög.

Skoðun
Fréttamynd

„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. 

Innlent
Fréttamynd

Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar

Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri vilja endur­talningu í Suður­kjör­dæmi

Píratar í Suður­kjör­dæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að at­kvæði í kjör­dæminu verði endur­talin en þar munar sjö at­kvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Mið­flokksins sem fékk síðasta kjör­dæma­kjörna þing­manninn.

Innlent
Fréttamynd

Stálu senunni á kjör­stað

Fjölskylda á Selfossi stal senunni í gær þegar hún fór að kjósa uppáklædd faldbúningi frá 17. öld og herrabúningi frá 18. öld. Þá var barnabarnið í 19. aldar upphlut.

Innlent
Fréttamynd

Hvergi talið aftur nema mögu­lega í Suður­kjör­dæmi

Ekki stendur til að telja aftur atkvæði í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær í neinu þeirra kjördæma þar sem endurtalning hefur ekki þegar farið fram. Beiðni um endurtalningu hefur þó komið fram í einu kjördæmi. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í dag skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta voru góðir níu tímar“

Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust.

Innlent
Fréttamynd

Kosningar 2021: Tölur úr Suður­kjör­dæmi

Hér verða birtar tölur úr Suðurkjördæmi um leið og þær berast. Einnig verður hægt að fylgjast með hverjir eru inni og úti af þingi hverju sinni, hvaða jöfnunarþingmenn eru inni og næstu mönnum inn á gagnvirka kortinu hér fyrir neðan.

Innlent