Álfrún Pálsdóttir

Endurmenntun fyrir foreldra
"Óöryggið skein líklegast í gegn því kennarinn tjáði okkur að það væru ekki síst tímamót fyrir foreldra að byrja með barn í skóla í fyrsta sinn. Meyra móðirin kinkaði kolli og áttaði sig á að nú tæki alvaran við.“

Lok, lok og læs í júlí
Af hverju geta leikskólar ekki verið með sumarstarfsmenn eins og aðrar stofnanir á landinu? Leyft barnafjölskyldum að ráða hvenær þær fara í sumarfrí? Er það of dýrt?


Fyrirmyndarstjórinn við Tjörnina
Veistu hver þetta er?“ ég sný mér að dóttur minni þar sem við röltum um vesturbæ Reykjavíkur. Hún lítur á úlpuklædda manninn með hund og húfu sem gengur fram hjá okkur og hristir hausinn. "Þetta er borgarstjórinn,“ segi ég og barnið snýr sig næstum úr hálslið til að berja manninn augum.

Draumaliðinu stillt upp
Ég er atkvæðið sem skiptir um skoðun daglega. Hvort á ég að kjósa fyrir mig eða heildina? Það sem er best fyrir mig persónulega er ekki endilega best fyrir borgina. Þetta er alltaf erfiður tími fyrir mig.

Bráðum kemur (vonandi) betri tíð
Það bregst ekki, mín árlega útþrá er byrjuð að láta á sér kræla. Alltaf á þessum tíma árs leitar hugurinn út fyrir landsteinana.

Litafræði kynjanna
Ánþess að blikna hafði ég dottið ofan í hina kynjaskiptu litafræðigryfju. Blátt fyrir stráka og bleikt fyrir stelpur. Gryfjuna sem ég hef mjög meðvitað reynt að forðast á mínum sex ára ferli sem foreldri. Ég veit ekki hvers vegna mér fannst allt í einu ekki við hæfi að drengurinn fengi galla í rauðum lit.

Og þá hvarf jafnaðargeðið
Valdið var aldrei í okkar höndum, heldur fárra útvalda sem virða ekki vilja þeirra sem þeir starfa fyrir.

Litla fyrirmyndafólkið
"Mamma, þarna er stæði til að leggja í,“ heyrðist í dóttur minni úr aftursætinu er við vorum í klassískri stæðaleit fyrir utan eina góða verslunarmiðstöð. Stæðið umrædda var blámálað svo ég var fljót að svara annars hugar: "Nei, þetta er fatlaðra stæði. Við megum ekki leggja þar.“

Frumskógarleikur foreldra
Því miður, við getum ekki lofað neinu,“ heyrist hinum megin á línunni og kvíðahnúturinn í maganum stækkar. Hugurinn fer á fullt við að búa til excel-skjal yfir komandi mánuði og púsluspilið fram undan. Allir stórfjölskyldumeðlimir fá hlutverk og ströng tímatafla fest upp á ísskáp. Ástæðan fyrir þessum hernaðaraðgerðum næstu mánuði er einföld.

Árið sem ég varð miðaldra
Í gegnum tíðina hef ég ekki lagt það í vana minn að strengja áramótaheit en í ár ákvað ég hins vegar með sjálfri mér að taka hverju gráu hári og nýrri hrukku fagnandi.

Hvað á barnið að heita?
Einhver sagði mér einu sinni að maður ætti alltaf að skíra nafni sem hæfir forseta. Það er ágætis ráð og viðmið þegar flett er í gegnum nafnabækur og misjafnar samsetningar skoðaðar. Ætli þau Tíbrá og Brúnó hefðu orðið góðir húsráðendur á Bessastöðum?

Hin óþekkjanlega spegilmynd
Nú fer þessari annarri meðgöngu minni senn að ljúka. Hún hefur verið óvenju fljót að líða enda ekki mikill tími til að velta sér of mikið upp úr væntanlegri fjölgun. Maður er reynslunni ríkari og veit hvað er í vændum. Nýtur þess að sofa heila nótt fram á síðasta dag.

Hoppað yfir þriðja tuginn
Jæja, þá er dagurinn sem ég hef kviðið fyrir síðustu 364 daga runninn upp. Dagurinn sem var í svo mikilli órafjarlægð fyrir tíu árum. Já, í dag hoppa ég yfir í nýjan tug. Ég er 30 ára í dag. Fertugsaldurinn ógurlegi hefur bankað að dyrum. Ég er ekki viss um að ég þori til dyra.

Hin ávanabindandi sigurvíma
Í sumar fagna ég því að heil átta ár eru síðan ég hóf minn feril sem knattspyrnuáhangandi. Ég er ein af þessum svokölluðu „antisportistum“ sem æfði hestaíþróttir og samkvæmisdans á yngri árum á meðan ég hræddist bolta. Hljóp á eftir honum fyrir kurteisissakir í leikfimi í grunnskóla en reyndi að forðast það eins og heitan eldinn að snerta boltann.

Útsjónarsamt orlof fyrir höndum
Í gegnum ævina hafa flest okkar heyrt orðatiltækið "enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ oftar en einu sinni. Oftast er það nú notað í sorglegum aðstæðum, en einnig í léttvægari tilvikum á borð við þau þegar bílinn bilar og við þurfum að reiða okkur annan fararskjóta í nokkra daga. Skyndilega verður bílskrjóðurinn sem við blótum vikulega fyrir óhóflega bensínmagnið sem hann innbyrðir að himnasendingu, sem léttir okkur lífið.

Kurteisar aðvaranir
Í síðustu viku eyddi ég nokkrum afbragðsgóðum túristadögum í Skotlandi. Það er nú varla í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Skotland kom mér skemmtilega á óvart. Ég sá ekki einn einasta mann í skotapilsi en bruggaði mitt eigið viskí.

Það sem er bannað
Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið, það er alltaf að skamma mann.“ Þessi lína er ítrekað sungin af frumburðinum á heimilinu þessa dagana, ásamt öðrum stórskemmtilegum línum úr Laginu um það sem er bannað. "Það má ekki pissa bak við hurð“ og "Það má ekki hjóla inní búð“ er einnig vinsælar línur út textanum og vafalaust eitthvað sem mín kona hefur íhugað að prófa einhvern tímann á sinni fimm ára ævi.