Kosningar 2013 Skoðun

Fréttamynd

Elsku nýju þjóðarleiðtogar

Til lukku með nýja ábyrgð á okkar sameiginlega vinnustað: Íslandi ehf. Mig langar að fylgja ykkur úr hlaði með nokkrum hvatningarorðum í þeirri góðu trú að næstu fjögur ár verði ár farsældar og festu, tímabil sem erlendir þjóðarleiðtogar geti tekið til fyrirmyndar í sinni endurreisn. Sem forgöngumenn veit ég að þið þekkið mikilvægi framtíðarsýnar, kjarks og þrautseigju í starfi ykkar. Og sem leikmenn veit ég að hraði breytinga og kröfur samtímans snerta ykkur öll. Því fylgja hér á eftir nokkur heilræði.

Skoðun
Fréttamynd

Að kunna að tapa

Samfylkingin beið fyrirséð afhroð í þingkosningunum. Það er list að sigra, en meiri að kunna að taka ósigri. Algeng, en ekki uppbyggileg viðbrögð, eru að benda á aðra, ekki horfa í eigin barm. Ýmsir félagar Samfylkingarinnar hafa beint sjónum að formanni flokksins sem tók við fyrir aðeins tólf vikum, þegar flokkurinn var með 12% fylgi í

Skoðun
Fréttamynd

„Hin breiða skírskotun“

Ekki þarf neinn að undra þótt maður í minni stöðu með langa ævi að baki hafi fylgst af áhuga og spenningi með kosningadagskrá sjónvarpsins aðfaranótt sunnudags. Spenningurinn var reyndar slævður af því að sýnilega mátti ráða af líkum að ríkisstjórnin væri á fallanda fæti, hún átti sér ekki viðreisnar von. Stjórnarflokkarnir voru sundraðir innbyrðis og í milliflokkasamkomulagi. Þess vegna voru endalok ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur ekki öðrum að kenna en þeim sem að henni stóðu. Slíkt ástand er ekki líklegt til kosningasigra.

Skoðun
Fréttamynd

Engrar starfsreynslu krafist

Tuttugu og sjö nýir þingmenn munu mæta til vinnu í Alþingishúsinu á setningardegi þingsins í haust. Alls konar fólk úr öllum geirum þjóðfélagsins, alls staðar að af landinu. Fólk sem á lítið sem ekkert sameiginlegt nema það að vera að byrja í nýrri vinnu sem það hefur takmarkaða þekkingu á.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mitt Ísland og hitt Ísland

Þegar þessi pistill er skrifaður eiga kosningar til Alþingis 2013 eftir að fara fram. Þegar þú hins vegar lest þessi orð eru þær afstaðnar og ný ríkistjórn yfirvofandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Samfylkingarblús

Samfylkingin sat í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og kannski var þetta bara orðið ágætt. Vissulega var þetta verri útreið en flokkurinn átti skilið – það var nánast eins og það væri orðið nýjasta tískuæðið í landinu að kjósa ekki Samfylkinguna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Afgerandi úrslit

Sjaldgæft er að kosningaúrslit séu jafnafgerandi og þau sem nú liggja fyrir eftir þingkosningarnar í fyrradag. Stjórnarflokkarnir biðu algjört afhroð og njóta nú stuðnings innan við fjórðungs kjósenda. Þau ?hugmyndafræðilegu vatnaskil? sem þáverandi formaður Vinstri grænna boðaði fyrir kosningarnar 2009 voru ekki varanleg. Tilraun til að reka harða og hreinræktaða vinstripólitík á Íslandi féll ekki í kramið hjá kjósendum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Auðlindirnar okkar

Ísland er ríkt land. Við eigum gnótt auðlinda. Þar á meðal fallvötn, jarðhita, fisk, óspillta náttúru og jafnvel olíu.

Skoðun
Fréttamynd

Að skjóta sig í fótinn

Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem stundum er notað yfir það er menn eru með orðum sínum og athöfnum að skaða sjálfan sig meira en ef þeir hefðu gert hið gagnstæða. Mér hefur stundum dottið þetta orðatiltæki í hug þegar Evrópusambandsaðild Íslands ber á góma og ég sé að andstaða við aðild Íslands er hvað mest á landsbyggðinni því allt bendir til þess að þeir sem hvað mest myndu græða á ESB-aðild eru einmitt hinar dreifðu byggðir landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Frá Besta til Bjartrar framtíðar

Það krefst kjarks að kjósa sér ný vinnubrögð í stjórnmálum og ég veit að stór hluti Íslendinga á hlut í því að tekist hefur að nútímavæða stjórnmálin í nokkrum bæjarfélögum á Íslandi og þar með Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Landflóttinn ekki meiri síðan 1891

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu 20. apríl sl. að mikil og góð umskipti hefðu orðið í fólksflutningum á síðustu tveimur ársfjórðungum. Hann sagði Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Þar vísar hann sérstaklega til ályktunar SUS frá 9. janúar 2012 þar sem bent var á hve gríðarlegur landflóttinn væri og að hann væri áfellisdómur yfir ríkisstjórninni.

Skoðun
Fréttamynd

Skaðaminnkun er mannréttindamál

Dögun finnst mikilvægt að mannréttindi séu virt og ekki síður mannréttindi fíkniefnaneytenda. Við viljum nálgast fíkniefnavandann sem heilbrigðismál með skaðaminnkun að leiðarljósi. Skaðaminnkun snýst um að takmarka það tjón sem fíklar valda sjálfum sér og öðrum í samfélaginu. Gott dæmi um skaðaminnkun er að láta mann sem drekkur úr brotnu glasi hafa heilt glas.

Skoðun
Fréttamynd

Hjálpum þeim

Á Íslandi er ekki góðæri en hér er ekki hungursneið, mikil fátækt eða lítið aðgegni að vatni sem hægt er að drekka. Þetta er samt sem áður staðreynd í ríkjum sem Íslendingar hjálpa árlega með því að veita þróunaraðstoð sem núna er að fara í 24 milljarða næstu fjögur árin.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað kostar frelsið?

Það getur verið hættulegt að eiga samskipti við annað fólk. Í hverju samfélagi leynast ýmis konar brotamenn og ógæfufólk sem á það til að brjóta á öðrum.

Skoðun
Fréttamynd

Menntun á forsendum nemenda

Menntun er forsenda uppbyggingar nútíma samfélags. Meðal Íslendingur situr á skólabekk í 15 ár, sem eru rúm 25% ævinnar. Það er því ótækt að menntamál njóti ekki aukins forgangs í íslenskum stjórnmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Fæðuöryggi inn í kjörklefann

Undanfarið hefur hrina af uppljóstrunum í matvælaiðnaðinum gengið yfir. Ýmist er rangt kjöt í matvælunum eða þá hefur kjötið hreinlega vantað með öllu.

Skoðun
Fréttamynd

Gleymum ekki stóru smámálunum

Í byrjun næsta mánaðar taka gildi ný lög sem breyta greiðsluþátttöku ríkisins vegna kaupa á lyfjum. Markmiðið með lögunum er að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda.

Skoðun
Fréttamynd

Brotvænt Ísland

Bráðnun Norður Íshafsins og möguleg opnun siglingaleiðar yfir norðurpólinn þykir áhugavert viðfangsefni meðal þeirra sem rannsaka alþjóðasamskipti og samskipti Austur-Asíu við Vesturlönd. Þverþjóðlegt mælingarnet sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum hefur gefið vísindamönnum gögn sem virðast benda til þess að bráðnun eigi sér stað mun hraðar en áður var talið.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjar hugmyndir í þágu heimilanna

Við höfum öll heyrt loforð stjórnmálamanna um að lækka skuldir heimilanna um tugi, ef ekki hundruð milljarða. Loforð sem byggð eru á mögulegum gróða af flóknum samningum sem geta tekið mörg ár og koma því ekki til framkvæmda strax, ef nokkurn tímann.

Skoðun
Fréttamynd

Málefni í eintölu

Kosningabaráttan sem nú er á enda hefur vissulega snúist um málefni; en bara í eintölu. Í aðdraganda kosninganna 2009 var á það bent að hætta væri á að kjörtímabilið myndi fara fyrir lítið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lofum 50% lækkun eldsneytiskostnaðar

Hér er ekki verið að stimpla inn enn eitt framboðið til Alþingis með eftirsóknarverðu kosningaloforði. Við erum oft ginkeypt fyrir skyndilausnum sem eiga að kippa íþyngjandi útgjaldaliðum heimilanna í liðinn í einum grænum. Ofangreind lækkun er þó vel möguleg en ekki í einum grænum heldur með grænum skrefum. Hér verða kynntar þrjár leiðir sem geta lækkað eldsneytiskostnað um helming eða meira.

Skoðun
Fréttamynd

Ætlar þú að kjósa með buddunni?

Skattpíning og höft eru í dag stærstu orsakir doða á Íslandi. Skattar eru stærsti útgjaldaliður íslenskra heimila: Yfir 50% af útgjöldum þeirra eru nú skattar. Kíkjum á nokkur skemmdarverk núverandi ráðherra. Þeir:

Skoðun
Fréttamynd

Að henda hæfileikum

Eitt af því sem Björt framtíð setur á oddinn er minni sóun. Þar er ekki aðeins horft til þess að fáar þjóðir henda jafn miklum mat og Íslendingar, heldur einnig annarskonar sóunar. Sóunar á tíma, peningum og hæfileikum.

Skoðun
Fréttamynd

Friðhelgi einkalífs kvenna og kynferðisbrot

Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu eru meðal dýrmætustu réttinda hvers einstaklings. Þar trónir efst rétturinn til lífsins en síðan til líkama og sálarlífs, þar með talið kynfrelsið. Þessi réttindi verða ýmist alls ekki skert eða aðeins skert að uppfylltum ströngum skilyrðum.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir fólkið í landinu

Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð talsverðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður. Stórbætt staða ríkissjóðs og íslensks efnhagslífs er árangur þess erfiðis. Þessi árangur hefur skapað forsendur fyrir því að nú er raunhæft að hefja sókn að bættum lífskjörum. Þar skiptir máli hvaða leið er farin.

Skoðun
Fréttamynd

Kvennalisti internetsins

Kvennalistinn var merkilegt og nauðsynlegt framboð. Það lyfti jafnréttisbaráttunni upp á æðra plan, mölvaði glerþakið og tryggði konum rödd á Alþingi. Nú, þremur áratugum síðar, kveðjum við forsætisráðherra, merkilega konu, stolt af því að vera umburðarlynd þjóð sem mat hana að verðleikum óháð kyni og kynhneigð. Árangur Kvennalistans er slíkur að í dag telst enginn flokkur trúverðugur ef konur eru ekki með í för. Kvennalistinn gerði sig óþarfan og það var hans stærsti sigur.

Skoðun
Fréttamynd

Aðlaðandi framtíðarsýn eða gallsúr fortíðarþrá?

Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt.

Skoðun