Bankahólfið

Fréttamynd

EasyJet í skýjunum

EasyJet, annað stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, er á miklu flugi þessa dagana. Gengi hlutabréfa félagsins hefur hækkað nær samfellt frá því í vor, um svipað leyti og FL Group losaði um sautján prósenta hlut sinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ölvaður engill

Extrablaðið danska hefur farið mikinn í sérkennilegri greiningu á íslensku viðskiptalífi. Umfjöllun blaðsins er reyndar með eindæmum þunn og ómerkileg, en getur skaðað þá sem fyrir henni verða. Ritstjóri Extrablaðsins heitir Hans Engell og er fyrrverandi formaður danskra íhaldsmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erfitt að spá um fortíðina

Á fundi Viðskiptaráðs um stjórn peningamála var mikill samhljómur meðal hagfræðinga á staðnum. Meiri en oft áður, en eitt einkenna þessarar ágætu fræðigreinar er að þar geta menn tekist á um ótal atriði á sinn kurteisa akademíska hátt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gott fyrir Eyjamenn

Síminn hefur tekið í notkun nýja gagnvirka þjónustu í sjónvarpi um ADSL. Nú gefst viðskiptavinum með sjónvarp um ADSL kostur á að taka þátt í kosningum og skoðanakönnunum í gegnum fjarstýringu. Þjónustan var tekin í notkun fyrir skömmu í þættinum 6 til sjö á SkjáEinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankamenn í fullu fæði

Beðið hefur verið eftir rauntölum á markaði. Markaðurinn tók beina stefnu á hækkun, þegar afkomuspár birtust, en meira flökt hefur einkennt hann undanfarna daga. Nú hungrar menn eftir uppgjörunum. Og kannski reyndar fleiru, því gjarnan eru veitingar í boði þegar stærstu félögin kynna uppgjör sín.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkelsið brenglar

Í hagfræðikennslustundum er klassískt að nota breytingar á veðri sem dæmi þegar útskýra á samspil framboðs og eftirspurnar. Hvað gerist þegar heitt er í veðri? Eftirspurnin eftir ís eykst því allir þurfa að kæla sig niður í ógurlegum sumarhitanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rúblur rata í Mogga

Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Ólafsfell í eigu Björgólfs Guðmundssonar keypti á dögunum átta prósenta hlut. Feðgarnir ráða svo Straumi-Burðarási, auk þess sem úti á völlum markaðarins er hlutur Ólafs Jóhanns talinn fylgja þeim feðgum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orðrómur um Árvakur

Áhugi manna á fjölmiðlafyrirtækjum virðist vera endalaus og sá áhugi endurspeglast í endalausum sögusögnum sem fljúga um markaðinn. Nú gengur fjöllunum hærra að hlutur Kristins Björnssonar og skyldmenna í Árvakri sé til sölu og FL Group muni kaupa hlutinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Næst stærsti tékkinn

Það voru brosandi hluthafar sem réttu upp hægri höndina þegar samþykkt var 20 milljarða arðgreiðsla Kauþings. Exista fékk mest sem stærsti hluthafinn og geymir í sjóðum sínum eigin bréf fyrir nokkra milljarða. Egla á 11 prósenta hlut og fær samkvæmt því um 2,2 milljarða. Reyndar þegar fjármagnstekjuskatturinn verður dreginn frá skýst annar aðili upp fyrir þá. Það er ríkið sem fær tíu prósent af heildargreiðslunni í sinn hlut. Á fundinum var engan fulltrúa næst stærsta tékkans að finna, en skilvís greiðsla upp í lækkun matarverðs ætti að berast frá bankanum á næstu vikum eða mánuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vegasjoppu lokað

Einni elstu vegasjoppu landsins hefur verið lokað. Í nýjasta tölublaði Bænda­blaðsins er rætt við Einar Þór Einarsson, sem síðustu sex ár hefur staðið vaktina í Essó-sjoppunni á Steinum undir Eyjafjöllum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur ekki úr Teymi

Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki í viðskiptalífinu um að Baugur ætli að draga sig út úr Teymi, upplýsingatækni- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar. Unnið er að skiptingu félagsins í Teymi annars vegar og svo hins vegar 365 sem verður yfir fjölmiðlahluta samsteypunnar, bæði prent- og ljósvakamiðlum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Myrkar miðaldir

Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar, hefur undanfarin misseri sýnt og sannað að viðskiptahugmynd hans virkar. Þegar Baugur leiddi fjárfesta í kaupum á Big Food Group voru kaupin á Iceland fyrir fram talin þau áhættumestu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

On the road

KB bankamenn hafa staðið sig vel í bankakaupum, en áherslan á næstunni verður að selja banka. Ekki banka í heilu lagi, heldur mun forstjóri Kaupþingsbanka verða á fleygiferð í september að kynna bankann erlendum fjárfestum á svokölluðu "roadshowi".

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Næstu skref bankanna

Á markaðnum bíða menn spenntir eftir næstu útrásarhreyfingum bankanna. Breska fjármálafyrirtækið Collins Stewart var í umræðu breskra blaða vegna hugsanlegrar yfirtöku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjöundi himinn

Blaðið þóttist hafa sjöunda himin höndum tekið þegar þeir ráku augun í það í birtingu Baugsákærunnar í Fréttablaðinu að engin ákæra var undir VII lið ákærunnar. Dró Blaðið þegar þá ályktun að þarna hefðu þeir nú aldeilis gripið menn í bólinu og þyrfti ekki fleiri vitna við í því hvernig sakborningar ritstýrðu birtingu ákærunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvað um kindina?

Það er ekki auðvelt að finna núverandi skrifstofur breska bankans Singer & Friedlander, sem KB banki tók yfir í sumar. Inngangurinn stendur við þrönga hliðargötu í London og sjálft húsið er ekki sjáanlegt í fyrstu. Hins vegar er hliðið að húsinu tignarlegt og nokkuð sérstakt fyrir inngang að fjármálafyrirtæki.

Viðskipti innlent