FIFA

Fréttamynd

FIFA bannar ást á HM í Katar

Fasismi Alþjóða knattspyrnusambandsins ætlar engan endi að taka og nú mega landsliðin ekki einu sinn setja eitt fallegasta orð heimsins á búningana sína.

Fótbolti
Fréttamynd

„HM snýst ekki um bjór og brennivín“

„Fyrir mér ætti þetta að vera ævintýri fyrir fólk sem snýst ekki um bjór, heldur fótbolta“ segir fyrrum fótboltamaðurinn Jónas Grani Garðarsson sem starfar í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í dag. Katarar hættu við bjórsölu í nánd við velli mótsins á föstudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Segist þekkja mismunun því hann var rauðhærður með freknur

Gianni Infantino, forseti FIFA, hélt fjörtíu mínútna einræðu á blaðamannafundi í Katar í morgun þar sem hann sakaði Evrópubúa um hræsni í gagnrýni sinni gagnvart mótshöldurum. Þá bað hann um að fólki yrði leyft að njóta þess að fylgjast með heimsmeistaramótinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Enginn sem býður sig fram gegn Infantino

Gianni Infantino verður einn í kjöri þegar kosið verður um forseta alþjóðaknattspyrnusambandsins í mars á næsta ári. Enginn býður sig fram gegn forsetanum núverandi sem verið hefur verið stjórnvölinn síðan 2016.

Fótbolti
Fréttamynd

Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar

„Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Bandarískir og franskir þingmenn krefjast að FIFA beiti sér vegna látins verkafólks í Katar

Þingmenn frá bæði Bandaríkjunum og Frakklandi hafa sent bréf á Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem þess er krafist að sambandið greiði fjölskyldum látinna verkamanna í Katar bætur. Þúsundir verkafólks eru talin hafa látið lífið við uppbyggingu heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í nóvember.

Fótbolti
Fréttamynd

Sádi-Arabía sækist eftir HM 2030

HM 2022 fer fram um miðjan vetur í Katar í nóvember og desember næstkomandi. Það gæti farið svo að HM 2030 fari aftur fram um vetur ef umsókn Sáda gengur eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Umboðsmenn þénuðu tæpa 70 milljarða í sumarglugganum

Umboðsmenn knattspyrnumanna þurfa margir hverjir ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir salti í grautinn á næstunni. Samkvæmt alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA þénuðu þeir tæplega 431 milljón punda í félagsskiptaglugga sumarsins sem lokaði í seinustu viku.

Enski boltinn
Fréttamynd

Úrúgvæ vill halda HM hundrað árum seinna

Argentína, Paragvæ, Síle og Úrúgvæ hafa sótt um að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta árið 2030. Þá verða 100 ár frá fyrsta heimsmeistaramótinu í sögunni sem fór fram í Úrúgvæ 1930.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrettánfaldir úkraínskir meistarar krefja FIFA um sjö milljarða í skaðabætur

Úkraínska knattspyrnufélagið Shaktar Donetsk hefur krafið alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA um tæpa sjö milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Félagið segist hafa orðið af tekjum eftir ákvörðun FIFA um að leyfa erlendum leikmönnum að segja upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk lið eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Fótbolti