Umfjöllun: Katar - Frakkland 22-25 | Frakkar heimsmeistarar í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2015 15:45 Vísir/Getty Frakkland varð í dag heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik, 25-22. Þar með eru Frakkar ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar. Frakkar leiddu frá upphafsmínútum allt til loka en heimamenn í Katar börðust þó grimmilega fyrir sínu og hleyptu þeim frönsku aldrei of langt fram úr sér. Katar er að mestu skipað aðkeyptum leikmönnum frá Evrópu og Afríku og er með þaulreyndan þjálfara á hliðarlínunni, Spánverjann Valero Rivero, sem gerði Spán að heimsmeisturum fyrir tveimur árum síðan. Liðið hefur æft saman nánast daglega svo mánuðum skiptir og bætt leik sinn með hverjum leiknum á mótinu. Liðið spilaði vel í dag, og enginn betur en markvörðurinn Danijel Saric, en það dugði ekki til gegn gullaldarliði Frakka sem bætti enn einum titlinum í safnið í dag. Staðan í hálfleik var 14-11 en munurinn var aldrei meiri en þrjú mörk í þeim síðari. Þrátt fyrir að Thierry Omeyer hafi átt erfitt uppdráttar framan af varði hann mikilvæg skot í síðari hálfleik auk þess sem að vörn liðsins var gríðarlega öflug og refsuðu Frakkarnir grimmt fyrir hver mistök sem heimamenn gerðu. Niðurstaðan var því sanngjarn sigur en því skal haldið til haga að frammistaða tékkneska dómaraparsins í leiknum var til mikilla sóma og var ekki að sjá að þeir hafi látið umræðu síðustu daga og vikna um heimadómgæslu og jafnvel mútuþægni hafa áhrif á sig. Nikola Karabatic var markahæstur Frakka með fimm mörk en hann skoraði þau öll í fyrri hálfleik. Það var þó franska vörnin fyrst og fremst sem skóp sigur þeirra í dag. Zarko Markovic skoraði sjö mörk fyrir Katar og Rafael Capote sex. Gestgjafarnir skoruðu fyrsta mark leiksins og þegar Svartfellingurinn Goran Stojanovic varði víti frá Frökkum í næstu sókn rann á mann grunur um að þetta yrði kvöld Katars. En annað kom fljótlega á daginn. Leikmenn Katars áttu í stökustu vandræðum með öflugan varnarleik Frakkanna og markvörslu Thierry Omeyer. Frakkar tóku undirtökin í leiknum og komust í 5-3, svo 9-5 og loks 13-7 þegar um átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Hassan Mabrouk, egypska varnartröllið í liði Katar, var þar að auki búinn að láta reka sig tvisvar af velli á fyrstu tólf mínútum leiksins og var því útlitið ekki bjart fyrir heimamenn. En kúbverska skyttan Rafael Capote hefur margsinnis sýnt snilli sína í þessu móti og hann kom Katar inn í leikinn með tveimur mörkum langt utan að velli. Nikola Karabatic fékk svo umdeilda brottvísun og Katar minnkaði muninn í þrjú mörk, 13-10. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 14-11, Frökkum í vil, en heimamenn gátu þakkað bosníska markverðinum Danijel Saric að forysta þeirra frönsku var ekki enn meiri. Hann varði sjö skot í fyrri hálfleik, þar af mörg úr dauðafærum. Eftir góða byrjun Omeyer í franska markinu dró af honum og munar um minna. Heimamenn byrjuðu einnig vel í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu tvö mörkin, auk þess sem að Saric tók upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Frakkar rönkuðu við sér og héld undirtökunum en það stóð oft tæpt. Eftir því sem leið á leikinn urðu menn heitari og skapbráðari. Omeyer átti enn erfitt með að finna taktinn en á meðan var vörn heimamanna og markvarsla öflug. Katar fékk tækifæri til að jafna metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þá minnti Omeyer á sig og varði mikilvægt skot. Góð vörn Frakka sá til þess að þeir héldu undirtökunum. Hver mistök sem Katar gerði voru dýr því Frakkar refsuðu umsvifalaust fyrir þau með auðfengnum mörkum. Það var lykilatriði fyrir Frakka sem áttu á köflum í erfiðleikum með að komast í gegnum uppstillta vörn heimamanna. Frakkar héldu sínu allt til loka og gátu leyft sér að fagna áður en leiktíminn var allur. Titillinn var þeirra, enn og aftur, og stendur liðið í efsta þrepi sem verðskuldaður heimsmeistari. HM 2015 í Katar Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Frakkland varð í dag heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik, 25-22. Þar með eru Frakkar ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar. Frakkar leiddu frá upphafsmínútum allt til loka en heimamenn í Katar börðust þó grimmilega fyrir sínu og hleyptu þeim frönsku aldrei of langt fram úr sér. Katar er að mestu skipað aðkeyptum leikmönnum frá Evrópu og Afríku og er með þaulreyndan þjálfara á hliðarlínunni, Spánverjann Valero Rivero, sem gerði Spán að heimsmeisturum fyrir tveimur árum síðan. Liðið hefur æft saman nánast daglega svo mánuðum skiptir og bætt leik sinn með hverjum leiknum á mótinu. Liðið spilaði vel í dag, og enginn betur en markvörðurinn Danijel Saric, en það dugði ekki til gegn gullaldarliði Frakka sem bætti enn einum titlinum í safnið í dag. Staðan í hálfleik var 14-11 en munurinn var aldrei meiri en þrjú mörk í þeim síðari. Þrátt fyrir að Thierry Omeyer hafi átt erfitt uppdráttar framan af varði hann mikilvæg skot í síðari hálfleik auk þess sem að vörn liðsins var gríðarlega öflug og refsuðu Frakkarnir grimmt fyrir hver mistök sem heimamenn gerðu. Niðurstaðan var því sanngjarn sigur en því skal haldið til haga að frammistaða tékkneska dómaraparsins í leiknum var til mikilla sóma og var ekki að sjá að þeir hafi látið umræðu síðustu daga og vikna um heimadómgæslu og jafnvel mútuþægni hafa áhrif á sig. Nikola Karabatic var markahæstur Frakka með fimm mörk en hann skoraði þau öll í fyrri hálfleik. Það var þó franska vörnin fyrst og fremst sem skóp sigur þeirra í dag. Zarko Markovic skoraði sjö mörk fyrir Katar og Rafael Capote sex. Gestgjafarnir skoruðu fyrsta mark leiksins og þegar Svartfellingurinn Goran Stojanovic varði víti frá Frökkum í næstu sókn rann á mann grunur um að þetta yrði kvöld Katars. En annað kom fljótlega á daginn. Leikmenn Katars áttu í stökustu vandræðum með öflugan varnarleik Frakkanna og markvörslu Thierry Omeyer. Frakkar tóku undirtökin í leiknum og komust í 5-3, svo 9-5 og loks 13-7 þegar um átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Hassan Mabrouk, egypska varnartröllið í liði Katar, var þar að auki búinn að láta reka sig tvisvar af velli á fyrstu tólf mínútum leiksins og var því útlitið ekki bjart fyrir heimamenn. En kúbverska skyttan Rafael Capote hefur margsinnis sýnt snilli sína í þessu móti og hann kom Katar inn í leikinn með tveimur mörkum langt utan að velli. Nikola Karabatic fékk svo umdeilda brottvísun og Katar minnkaði muninn í þrjú mörk, 13-10. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 14-11, Frökkum í vil, en heimamenn gátu þakkað bosníska markverðinum Danijel Saric að forysta þeirra frönsku var ekki enn meiri. Hann varði sjö skot í fyrri hálfleik, þar af mörg úr dauðafærum. Eftir góða byrjun Omeyer í franska markinu dró af honum og munar um minna. Heimamenn byrjuðu einnig vel í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu tvö mörkin, auk þess sem að Saric tók upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Frakkar rönkuðu við sér og héld undirtökunum en það stóð oft tæpt. Eftir því sem leið á leikinn urðu menn heitari og skapbráðari. Omeyer átti enn erfitt með að finna taktinn en á meðan var vörn heimamanna og markvarsla öflug. Katar fékk tækifæri til að jafna metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þá minnti Omeyer á sig og varði mikilvægt skot. Góð vörn Frakka sá til þess að þeir héldu undirtökunum. Hver mistök sem Katar gerði voru dýr því Frakkar refsuðu umsvifalaust fyrir þau með auðfengnum mörkum. Það var lykilatriði fyrir Frakka sem áttu á köflum í erfiðleikum með að komast í gegnum uppstillta vörn heimamanna. Frakkar héldu sínu allt til loka og gátu leyft sér að fagna áður en leiktíminn var allur. Titillinn var þeirra, enn og aftur, og stendur liðið í efsta þrepi sem verðskuldaður heimsmeistari.
HM 2015 í Katar Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira