Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Steinunn Björnsdóttir glaðar í bragði. Sú síðarnefnda lék sinn síðasta landsleik í gær.vísir/hulda margrét
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á HM 2025 með öruggum sigri á Ísrael, 21-31, á Ásvöllum í gær.
Ísland var svo gott sem öruggt með farseðilinn á HM eftir tólf marka sigur í fyrri leiknum gegn Ísrael í fyrradag, 39-27. Þrátt fyrir það slógu íslensku stelpurnar ekkert af í leiknum í gær, unnu hann með tíu mörkum, 21-31, og einvígið samanlagt með 22 mörkum, 70-48.
Leikirnir á Ásvöllum fóru fram án áhorfenda vegna tilmæla lögreglu. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan Ásvelli bæði í gær og fyrradag til að mótmæla framgangi Ísraels gagnvart Palestínu.
Mikið hefur mætt á íslenska liðinu undanfarna daga og eftir leikinn viðurkenndi landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson að þeir hefðu reynst leikmönnum erfiðir.
Ísland hefur nú tryggt sér sæti á öðru heimsmeistaramótinu í röð og þriðja stórmótinu í röð. HM fer fram í Hollandi og Þýskalandi 26. nóvember til 14. desember næstkomandi.
Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis, var með myndavélina á lofti á Ásvöllum í gær og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.
„Eitt eilífðar smáblóm ...“vísir/hulda margrétElín Klara Þorkelsdóttir brýst í gegnum vörn Ísraela.vísir/hulda margrétArnar Pétursson íbygginn á svip.vísir/hulda margrétÞórey Anna var markahæst í íslenska liðinu með átta mörk.vísir/hulda margrétDana Björg Guðmundsdóttir hefur stimplað sig vel inn í íslenska liðið.vísir/hulda margrétBerglind Þorsteinsdóttir og Andrea Jacobsen einbeittar í vörninni.vísir/hulda margrétThea Imani Sturludóttir skoraði tvö mörk.vísir/hulda margrétSteinunn fremst í hraðaupphlaupi.vísir/hulda margrétInga Dís Jóhannsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í gær og skoraði tvö mörk.vísir/hulda margrétElín Jóna Þorsteinsdóttir varði tólf skot í marki Íslands.vísir/hulda margrétÍslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/hulda margrétÍsland er aftur orðinn fastagestur á stórmótum.vísir/hulda margrétHaukastelpurnar Inga Dís, Alexandra Líf Arnarsdóttir, Sara Sif Helgadóttir, Elín Klara og Rut Jónsdóttir.vísir/hulda margrétÍslenska liðið sem tryggði sér sæti á HM.vísir/hulda margrét