Handbolti

Magdeburg nálgast toppinn eftir stór­sigur í Íslendingaslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon er kominn aftur á fullt með Magdeburg og það er nóg af leikjum framundan.
Ómar Ingi Magnússon er kominn aftur á fullt með Magdeburg og það er nóg af leikjum framundan. Getty/Ronny Hartmann/

Magdeburg vann ellefu marka sigur á Erlangen í þýsku handboltadeildinni í kvöld í einum af fjölmörgum leikjum sem Magdeburg átti inni í þýsku deildinni.

Magdeburg var komið fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9, og vann leikinn á endanum 30-19. Magdeburg keyrði yfir mótherjanna í seinni hálfleiknum.

Magdeburg er þar komið með 33 stig og er enn sjö stigum á eftir toppliðum Fuchse Berlin og MT Melsungen. Magdeburg á hins enn þrjá leiki inni á þessu efstu lið. Vinnist þeir allir þá er Magdeburg bata einu stigi á eftir.

Gísli Þorgeir Kristjánssonvar með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar fyrir Magdeburg í kvöld og Ómar Ingi Magnússon bætti við þremur mörkum og þremur stoðsendingum.

Viggó Kristjánsson var með fimm mörk og fimm stoðsendingar fyrir Erlangen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×