Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2025 13:02 Rúben Amorim fagnar sigurmarki Manchester United á móti Lyon á Old Trafford í gærkvöld.i Getty/Shaun Botterill Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, segist ætla að einbeita sér að Evrópudeildinni það sem eftir lifir af þessu tímabili. Þetta gaf Portúgalinn út eftir að United tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Manchester United mætir spænska liðinu Athletic Bilbao í undanúrslitum keppninnar og sigurvegarinn kemst í úrslitaleik á móti annað hvort Tottenham eða Bodö/Glímt. Það lið sem vinnur Evrópudeildina fær sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili en United á ekki möguleika á Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í ár. Mikilvægi Evrópudeildarinnar er því gríðarlegt. United er í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni en getur ekki fallið. Deildarleikirnir verða því notaðir til að skoða ungu leikmenn liðsins í alvöru leikjum. „Við verðum að einbeita okkur að Evrópudeildinni og munum því taka áhættu í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Rúben Amorim. „Okkar fókus verður á Evrópudeildinni og ég mun því spila krökkunum í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmennirnir verða að skilja það,“ sagði Amorim. United er með 38 stig eða sautján stigum meira en Ipswich sem situr í efsta fallsætinu. Ipswich getur í mesta lagi náð átján stigum í lokaleikjum sínum. West Ham og Úlfarnir eru þremur sætum á eftir United og Tottenham er bara einu stigi á eftir Manchester United eins og staðan er núna. Stuðningmenn United mega því fara að búa sig undir það að liðið endi enðar en í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni í ár en það væri allt fyrirgefið ef liðið tryggir sér bikar og sæti í Meistaradeildinni á 2025-26 tímabilinu. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira
Þetta gaf Portúgalinn út eftir að United tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Manchester United mætir spænska liðinu Athletic Bilbao í undanúrslitum keppninnar og sigurvegarinn kemst í úrslitaleik á móti annað hvort Tottenham eða Bodö/Glímt. Það lið sem vinnur Evrópudeildina fær sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili en United á ekki möguleika á Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í ár. Mikilvægi Evrópudeildarinnar er því gríðarlegt. United er í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni en getur ekki fallið. Deildarleikirnir verða því notaðir til að skoða ungu leikmenn liðsins í alvöru leikjum. „Við verðum að einbeita okkur að Evrópudeildinni og munum því taka áhættu í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Rúben Amorim. „Okkar fókus verður á Evrópudeildinni og ég mun því spila krökkunum í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmennirnir verða að skilja það,“ sagði Amorim. United er með 38 stig eða sautján stigum meira en Ipswich sem situr í efsta fallsætinu. Ipswich getur í mesta lagi náð átján stigum í lokaleikjum sínum. West Ham og Úlfarnir eru þremur sætum á eftir United og Tottenham er bara einu stigi á eftir Manchester United eins og staðan er núna. Stuðningmenn United mega því fara að búa sig undir það að liðið endi enðar en í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni í ár en það væri allt fyrirgefið ef liðið tryggir sér bikar og sæti í Meistaradeildinni á 2025-26 tímabilinu. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira