Agnar Snorri stefnir þó á það að halda ótrauður áfram en hann var keyrður á sjúkrahús strax eftir atvikið. Þar kom í ljós að hann var með brákuð rifbein.
„Ég hef alveg verið betri en ég er að fara á bak á eftir. Ég átti að sýna átta hross í heildina en eftir þetta mun ég bara sýna eigin hross sem eru þrjú. Ég fæ aðra til að sýna fyrir mig hin hrossin.“
Heimsmeistaramótið hófst í gær og stendur til 9. ágúst. Í fyrsta sinn er Ísland eitt af mótshöldurum en Norðurlandaþjóðirnar halda þetta mót sameiginlega. Sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu á vefsíðu mótsins.
Agnar Snorri er búsettur í Danmörku. Að sögn kærustu hans, Anne Stine Haugen, var Agnar Snorri sendur í segulómum og kom í ljós að fallið hafi hvorki orsakað innvortis blæðingar né beinbrot. Mótshaldarar óska honum skjóts og góðum bata.