Sport

Íslenski knapinn ekki af baki dottinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hlé var gert í klukkutíma á mótinu eftir að Agnar Snorri féll af baki.
Hlé var gert í klukkutíma á mótinu eftir að Agnar Snorri féll af baki. VÍSIR/BJARNI ÞÓR SIGURÐSSON
„Þetta var algjör óheppni“ segir Agnar Snorri Stefánsson, íslenski knapinn sem féll af baki á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku í gærkvöldi. Ístað slitnaði en Agnar hefur ekki lent í því áður og segir þetta ekki vera algengan atburð.

Agnar Snorri stefnir þó á það að halda ótrauður áfram en hann var keyrður á sjúkrahús strax eftir atvikið. Þar kom í ljós að hann var með brákuð rifbein. 

„Ég hef alveg verið betri en ég er að fara á bak á eftir. Ég átti að sýna átta hross í heildina en eftir þetta mun ég bara sýna eigin hross sem eru þrjú. Ég fæ aðra til að sýna fyrir mig hin hrossin.“

Heimsmeistaramótið hófst í gær og stendur til 9. ágúst. Í fyrsta sinn er Ísland eitt af mótshöldurum en Norðurlandaþjóðirnar halda þetta mót sameiginlega. Sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu á vefsíðu mótsins.

Agnar Snorri er búsettur í Danmörku. Að sögn kærustu hans, Anne Stine Haugen, var Agnar Snorri sendur í segulómum og kom í ljós að fallið hafi hvorki orsakað innvortis blæðingar né beinbrot. Mótshaldarar óska honum skjóts og góðum bata.


Tengdar fréttir

Íslenskur knapi fluttur á sjúkrahús eftir fall

Talið er að ístaðsól hafi slitnað þegar Agnar Snorri Stefánsson var að hægja niður ferðina af stökki með þeim afleiðingum af hann féll af baki og lenti á nálægu grindverki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×