
Rekstur hestaleigu stöðvaður
Matvælastofnun hefur stöðvað starfsemi hestaleigunnar Alhesta í Þorlákshöfn.
Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.
Matvælastofnun hefur stöðvað starfsemi hestaleigunnar Alhesta í Þorlákshöfn.
Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, MAST, segir rannsókn stofnunarinnar á illri meðferð á hryssum í blóðmerahaldi lokið. Við skoðun stofnunarinnar hafi fundist alvarlegt frávik en að í flestum tilfellum hafi verið um einn sama einstaklinginn að ræða. Búið sé að koma í veg fyrir að þessi aðili komi að meðferð hrossa aftur.
Ísteka segist fordæma „hverskyns ofbeldi,“ sér í lagi gagnvart hryssum sem fyrirtækið fær hráefni úr. Mál vinnumanns sem beitti hryssur ofbeldi í fyrra hafi verið afgreitt og bærinn fái að selja blóð að uppfylltum skilyrðum. Fyrirtækið segir bændur hugsi yfir njósnum og myndbandsupptökum af bændum úr launsátri.
Björgunarsveitir á Suðurlandi stóðu í ströngu síðdegis við að bjarga hesti sem hafði fest sig í gjótu.
Umboðsmanni Alþingis hefur borist kvörtun frá lögmanni dýraverndunarsamtaka vegna stjórnsýslu í tengslum við blóðmerahald á Íslandi. Lögmaðurinn segir að hér ríki algjört úrræðaleysi þegar upp koma mál sem varða illa meðferð á dýrum.
Nýtt myndefni frá tvennum erlendum dýraverndunarsamtökum sýnir þegar veist er að fylfullum hryssum við blóðtöku með spörkum og þeim veitt högg. Íslenskur dýraverndunarsinni segir umrætt myndefni sýna ljótan veruleika sem blóðmerar búa við.
Folaldasýningar eru alltaf vinsælar í sveitum landsins á þessum árstíma en ein slík var haldin undir Eyjajföllum nýlega þar sem dómarar mátu folöldin og gáfu þeim einkunn. Hestamenn eru sammála um að það sjáist oft strax á folöldunum hvort þau verði efnileg í framtíðinni eða ekki.
Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi.
Það kann að koma einhverjum á óvart en í viðtalsrými sálfræðings er í í hesthúsunum við Sörlaskeið í Hafnarfirði en um er að ræða vinnustað Þorkötlu Elínar Sigurðardóttur á Hlöðuloftinu.
Maður sem grunaður er um að hafa drepið 81 dýr í Norður-Kaliforníu, þar á meðal smáhesta, geitur, hænur og páfagauka, segist alsaklaus. Meðal fórnarlamba hans voru smáhestarnir Lucky, Princess og Estrella auk fjölda annarra.
Efnaskiptasjúkdómar eru vaxandi vandamál í íslenska hrossastofninum. Eigendur og umráðamenn hrossa eru hvattir til að þekkja til þessara sjúkdóma en þeir hafa haft þær afleiðingar að sífellt fleirri hross þjást af hófsperru og fleiri fylgikvillum.
Alvinio Roy hefur verið dæmdur í fimm ára keppnisbann fyrir að glata viljandi forystu í kappreiðum með því að kasta sér viljandi af baki hestsins þegar hann var með forystuna. Talið er að hann hafi verið þátttakandi í veðmálasvindli.
Japanir unnu sín fyrstu verðlaun í hestaíþróttum í 92 ár þegar Japanarnir fengu bronsverðlaun í liðakeppni Ólympíuleikanna í París.
Hesturinn Kveikur frá Stangarlæk var felldur í gær eftir að hafa fengið hrossasótt í Hollandi. Hann var tólf vetra gamall.
Carl Hester, stjórnarmaður í alþjóðasambandi tamningamanna, lærifaðir Charlotte Dujardin og liðsfélagi hennar á síðustu þremur Ólympíuleikum hefur fordæmt þjálfunaraðferðir sem hún beitti.
Stærsta skeifa heims vekur nú mikla athygli gesta í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, en í skeifunni eru 2.852 notaðar skeifur, sem hafa verið undir hestum út um allt land í gegnum árin.
Austurríski knapinn Max Kuehner, sem keppir í sýnistökki á Ólympíuleikunum í París, hefur verið ákærður fyrir dýraníð. Honum er gert að sök að hafa barið hest sinn með kylfu til að láta hann stökkva hærra.
Tiltölulega litlar skemmdir urðu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ þegar hestastóð kom í óvelkomna heimsókn þangað seint í gærkvöldi. Vallastjóri telur líklegt að hestarnir hafi sloppið úr gerði nærri vellinum þar sem hann liggur við Leiruvog.
Breski knapinn Chartlotte Dujardin stefndi á að verða sigursælasti keppandi í sögu þjóðarinnar á Ólympíuleikunum í París en hefur sagt sig frá keppni eftir að upp komst um dýraníð fyrir fjórum árum síðan.
Skólabílstjóri í Hvalfjarðarsveit hefur það sem tómstundagaman að mála myndir af íslenskum hestum og tekst það verk einstaklega vel. Bílstjórinn er ekki menntaður í málaralistinni, hæfileikarnir eru bara til staðar.
Einn vinsælasti stóðhestur landsins, Stáli frá Kjarri í Ölfusi gefur ekkert eftir þó hann sé orðinn tuttugu og sex vetra því hann er enn að fylja merar en afkvæmi Stála eru orðin vel yfir níu hundruð.
Margir ráku upp stór augu þegar tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti mætti í fullum keppnisskrúða á Landsmót hestamanna, enda er hann síst þekktur fyrir að vera meðal afreksknapa. Hann var líka kominn á mótið af allt annarri ástæðu en að mæta til keppni.
Um fimm til sex þúsund manns eru nú á Landsmóti hestamanna sem fram fer á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Allt eru þetta áhugamenn um íslenska hestinn, flestir íslenskir en einnig um 2000 erlendir gestir. Búist er við talsverðri fjölgun næstu daga, talið að um sjö til átta þúsund manns verði á svæðinu um helgina.
Gestir á Landsmóti hestamanna hafa verið varaðir við nokkrum svindlsíðum á samfélagsmiðlum og aðallega Facebook sem hafa peninga af fólki með því að lofa beinu streymi af keppni Landsmótsins sem fer nú fram í Reykjavík.