Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2015 22:31 Jón Arnór eftir leikinn. Vísir/Valli Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. „Þetta var svaka spennandi leikur og þristurinn hjá Loga í lokin var rosalegur. Við fengum gott framlag frá öllum í dag og höfum vaxið með hverjum leiknum í þessu móti. Við erum orðnir helvíti góðir og höfum tekið stór skref fram á við. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Jón Arnór í samtali við Kolbein Tuma Daðason eftir leik. Logi Gunnarsson mun sennilega ekki gleyma þessum leik í bráð en Njarðvíkingurinn setti niður ævintýralegan þrist einni sekúndu fyrir lok venjulegs leiktíma og jafnaði metin í 91-91 og tryggði íslenska liðinu þar með framlengingu. „Ég held alltaf að skotið fari niður þegar hann skýtur,“ sagði Jón Arnór um þristinn ótrúlega hjá Loga. „Það var ekkert öðruvísi þarna, þetta var ekkert nema net,“ bætti Jón Arnór við. Stór kjarni landsliðsins er búinn að spila lengi saman og kominn á fertugsaldurinn. Eru kynslóðaskipti framundan í íslenska liðinu? „Það eru kynslóðaskipti framundan, það vita það allir. Við eigum ekkert mikið eftir í þessu en það væri frábært að komast á annað stórmót. Það væri algjör draumur og ætti að vera markmiðið okkar - að halda okkur á stóra sviðinu. „Við eldri leikmennirnir þurfum að taka slaginn áfram. Það er svo gaman að taka þátt í þessu. Eftir svona mót vill maður ekkert hætta,“ sagði Jón Arnór sem var hrærður yfir stuðningnum sem íslensku strákarnir fengu á mótinu. „Það var ótrúlegt móment,“ sagði Jón Arnór en íslensku stuðningsmennirnir brustu í fjöldasöng eftir að leik lauk. „Það féllu tár hjá nokkrum uppi í stúku og maður var klökkur. Þetta eru miklar tilfinningar, allt fólkið manns er hérna. Maður er búinn að fá jákvæð viðbrögð og það er mikið stolt í gangi,“ sagði Íþróttamaður ársins 2014 að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. „Þetta var svaka spennandi leikur og þristurinn hjá Loga í lokin var rosalegur. Við fengum gott framlag frá öllum í dag og höfum vaxið með hverjum leiknum í þessu móti. Við erum orðnir helvíti góðir og höfum tekið stór skref fram á við. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Jón Arnór í samtali við Kolbein Tuma Daðason eftir leik. Logi Gunnarsson mun sennilega ekki gleyma þessum leik í bráð en Njarðvíkingurinn setti niður ævintýralegan þrist einni sekúndu fyrir lok venjulegs leiktíma og jafnaði metin í 91-91 og tryggði íslenska liðinu þar með framlengingu. „Ég held alltaf að skotið fari niður þegar hann skýtur,“ sagði Jón Arnór um þristinn ótrúlega hjá Loga. „Það var ekkert öðruvísi þarna, þetta var ekkert nema net,“ bætti Jón Arnór við. Stór kjarni landsliðsins er búinn að spila lengi saman og kominn á fertugsaldurinn. Eru kynslóðaskipti framundan í íslenska liðinu? „Það eru kynslóðaskipti framundan, það vita það allir. Við eigum ekkert mikið eftir í þessu en það væri frábært að komast á annað stórmót. Það væri algjör draumur og ætti að vera markmiðið okkar - að halda okkur á stóra sviðinu. „Við eldri leikmennirnir þurfum að taka slaginn áfram. Það er svo gaman að taka þátt í þessu. Eftir svona mót vill maður ekkert hætta,“ sagði Jón Arnór sem var hrærður yfir stuðningnum sem íslensku strákarnir fengu á mótinu. „Það var ótrúlegt móment,“ sagði Jón Arnór en íslensku stuðningsmennirnir brustu í fjöldasöng eftir að leik lauk. „Það féllu tár hjá nokkrum uppi í stúku og maður var klökkur. Þetta eru miklar tilfinningar, allt fólkið manns er hérna. Maður er búinn að fá jákvæð viðbrögð og það er mikið stolt í gangi,“ sagði Íþróttamaður ársins 2014 að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik