Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Belgía 83-76 | Strákarnir byrja á sigri Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2017 22:00 Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson. Vísir/Andri Marinó Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann góðan sigur á Belgíu, 83-76, í vináttulandsleik í Smáranum í kvöld en þetta var fyrri leikur þjóðanna í heimsókn Belga hingað til lands. Um var að ræða undirbúningsleik fyrir Eurobasket 2017 en liðið hóf æfingar í síðustu viku.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Smáranum og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan. Ísland náði mest 13 stig forystu strax í fyrsta leikhlutanum og gaf það heldur betur tóninn og var staðan 24-15 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Martin Hermannsson stjórnaði leik íslenska liðsins mjög vel til að byrja með en allir leikmenn liðsins komu við sögu strax í fyrsta leikhlutanum. Fyrri hálfleikurinn var eign Íslendinga og þegar honum lauk höfðu allir leikmenn liðsins nema tveir komist á blað. Staðan í hálfleik var 47-35 en Belgarnir náðu strax að minnka muninn niður í aðeins fimm stig í upphafi síðari hálfleiksins og var kominn smá spenna í leikinn. Stigaskor íslenska liðsins dreifðist mjög á leikmenn liðsins og voru allir að fá tækifæri til að taka virkan þátt í leiknum. Íslenska liðið var samt sem áður í vandræðum allan leikinn að slíta Belganna almennilega frá sér og ná í nægilega stórt forskot til að loka leiknum. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 66-60 fyrir Ísland. Í upphafi fjórða leikhlutans náðu Belgar að minnka forkost Íslands niður í eitt stig 66-65 en þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra og skelltu í lás í vörninni. Liðið náði að lokum að innbyrða fínan sigur 83-76. Martin Hermannsson skoraði 15 stig fyrir Ísland en stigaskorið dreifðist mjög vel á milli leikmanna liðsins. Allir leikmenn íslenska landsliðsins skoruðu í kvöld nema Ægir Steinarsson. Íslenska landsliðið er á leiðinni í Eurobasket í lok ágúst þar sem liðið mætir Grikklandi, Póllandi, Finnlandi, Slóveníu og Frakklandi. Þessi lið mætast aftur á Akranesi á laugardaginn.Ísland - Belgía 83-76 (24-15, 23-20, 19-25, 17-16)Ísland: Martin Hermannsson 15/5 fráköst, Logi Gunnarsson 10, Kristófer Acox 10, Hlynur Elías Bæringsson 10/4 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 8, Sigtryggur Arnar Björnsson 6, Brynjar Þór Björnsson 6, Ólafur Ólafsson 5, Elvar Már Friðriksson 5/7 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4, Hörður Axel Vilhjálmsson 4/4 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 0.Belgía: Quentin Serron 18/4 fráköst, Emmanuel Lecomte 15, Olivier Troisfontaines 10, Hans Vanwijn 9/6 fráköst, Amaury Gorgemans 8, Khalid Boukichou 7, Vincent Kesteloot 4, Loic Schwartz 3/4 fráköst, Ismael Bako 2, Elias Lasisi 0, Ioann Iarochevitch 0.Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Ísak Ernir Kristinsson. Martin: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleikMartin skoraði 15 stig og var stigahæstur í íslenska liðinu.vísir/andri marinó„Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í fyrsta leikhlutanum,“ segir Martin Hermannsson, leikmaður íslenska landsliðsins, en hann gerði 15 stig fyrir Ísland í kvöld. „Við mættum tilbúnir og vorum að hitta vel. Svo mátti alveg búast við því að seinni hálfleikurinn yrði svolítið þungur og erfiður.“ Hann segir að svona leikir séu frábærir til að koma sér aftur í leikform. „Fyrst og fremst er ég bara gríðarlega ánægður með þennan sigur, hann er mikilvægur. Þjálfararnir voru búnir að láta okkur vita fyrir leik að það yrði rúllað á morgun mönnum og allir myndu fá sénsinn. Til þess eru nú þessir leikir, til að finna út hverjir eru í þessum lokahóp.“ Logi: Smá stirðleiki í okkurLogi lætur skot ríða af.vísir/andri marinó„Það er mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn í undirbúningnum og það á móti svona sterku lið,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, en hann skoraði tíu stig í leiknum. „Það er kannski töluverður stirðleiki í okkur og við vorum að dreifa álaginu mjög mikið í kvöld. Það fengu því allir að spila eitthvað sem er mjög gott.“ Logi segir að leikur íslenska liðsins hafi verið gloppóttur. „Mér fannst við vera fínir í fyrri hálfleik og þar náðum við góðu forskoti. Við hleypum þeim allt og nálægt okkur í seinni hálfleiknum og þeir komast allt of oft á vítalínuna. Þetta hefur sennilega verið frekar leiðinlegur leikur til að horfa á.“Vísir/Andri Marinó
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann góðan sigur á Belgíu, 83-76, í vináttulandsleik í Smáranum í kvöld en þetta var fyrri leikur þjóðanna í heimsókn Belga hingað til lands. Um var að ræða undirbúningsleik fyrir Eurobasket 2017 en liðið hóf æfingar í síðustu viku.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Smáranum og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan. Ísland náði mest 13 stig forystu strax í fyrsta leikhlutanum og gaf það heldur betur tóninn og var staðan 24-15 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Martin Hermannsson stjórnaði leik íslenska liðsins mjög vel til að byrja með en allir leikmenn liðsins komu við sögu strax í fyrsta leikhlutanum. Fyrri hálfleikurinn var eign Íslendinga og þegar honum lauk höfðu allir leikmenn liðsins nema tveir komist á blað. Staðan í hálfleik var 47-35 en Belgarnir náðu strax að minnka muninn niður í aðeins fimm stig í upphafi síðari hálfleiksins og var kominn smá spenna í leikinn. Stigaskor íslenska liðsins dreifðist mjög á leikmenn liðsins og voru allir að fá tækifæri til að taka virkan þátt í leiknum. Íslenska liðið var samt sem áður í vandræðum allan leikinn að slíta Belganna almennilega frá sér og ná í nægilega stórt forskot til að loka leiknum. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 66-60 fyrir Ísland. Í upphafi fjórða leikhlutans náðu Belgar að minnka forkost Íslands niður í eitt stig 66-65 en þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra og skelltu í lás í vörninni. Liðið náði að lokum að innbyrða fínan sigur 83-76. Martin Hermannsson skoraði 15 stig fyrir Ísland en stigaskorið dreifðist mjög vel á milli leikmanna liðsins. Allir leikmenn íslenska landsliðsins skoruðu í kvöld nema Ægir Steinarsson. Íslenska landsliðið er á leiðinni í Eurobasket í lok ágúst þar sem liðið mætir Grikklandi, Póllandi, Finnlandi, Slóveníu og Frakklandi. Þessi lið mætast aftur á Akranesi á laugardaginn.Ísland - Belgía 83-76 (24-15, 23-20, 19-25, 17-16)Ísland: Martin Hermannsson 15/5 fráköst, Logi Gunnarsson 10, Kristófer Acox 10, Hlynur Elías Bæringsson 10/4 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 8, Sigtryggur Arnar Björnsson 6, Brynjar Þór Björnsson 6, Ólafur Ólafsson 5, Elvar Már Friðriksson 5/7 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4, Hörður Axel Vilhjálmsson 4/4 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 0.Belgía: Quentin Serron 18/4 fráköst, Emmanuel Lecomte 15, Olivier Troisfontaines 10, Hans Vanwijn 9/6 fráköst, Amaury Gorgemans 8, Khalid Boukichou 7, Vincent Kesteloot 4, Loic Schwartz 3/4 fráköst, Ismael Bako 2, Elias Lasisi 0, Ioann Iarochevitch 0.Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Ísak Ernir Kristinsson. Martin: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleikMartin skoraði 15 stig og var stigahæstur í íslenska liðinu.vísir/andri marinó„Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í fyrsta leikhlutanum,“ segir Martin Hermannsson, leikmaður íslenska landsliðsins, en hann gerði 15 stig fyrir Ísland í kvöld. „Við mættum tilbúnir og vorum að hitta vel. Svo mátti alveg búast við því að seinni hálfleikurinn yrði svolítið þungur og erfiður.“ Hann segir að svona leikir séu frábærir til að koma sér aftur í leikform. „Fyrst og fremst er ég bara gríðarlega ánægður með þennan sigur, hann er mikilvægur. Þjálfararnir voru búnir að láta okkur vita fyrir leik að það yrði rúllað á morgun mönnum og allir myndu fá sénsinn. Til þess eru nú þessir leikir, til að finna út hverjir eru í þessum lokahóp.“ Logi: Smá stirðleiki í okkurLogi lætur skot ríða af.vísir/andri marinó„Það er mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn í undirbúningnum og það á móti svona sterku lið,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, en hann skoraði tíu stig í leiknum. „Það er kannski töluverður stirðleiki í okkur og við vorum að dreifa álaginu mjög mikið í kvöld. Það fengu því allir að spila eitthvað sem er mjög gott.“ Logi segir að leikur íslenska liðsins hafi verið gloppóttur. „Mér fannst við vera fínir í fyrri hálfleik og þar náðum við góðu forskoti. Við hleypum þeim allt og nálægt okkur í seinni hálfleiknum og þeir komast allt of oft á vítalínuna. Þetta hefur sennilega verið frekar leiðinlegur leikur til að horfa á.“Vísir/Andri Marinó
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Sjá meira