Alba Berlin var á útivelli á móti tyrkneska liðinu Fenerbahce og varð að sætta sig við sautján stiga tap, 90-73.
Þetta er sjöunda tap liðsins í röð í Euroleague en liðið hefur aðeins náð að vinna þrjá af tuttugu leikjum í keppninni í vetur.
Martin Hermansson er að glíma við meiðsli og spilaði bara í tæpar þrettán mínútur í leiknum í kvöld.
Martin skoraði sex stig og gaf þrjár stoðsendingar. Hann fann sig mun betur í innkomu sinni í seinni hálfleik eftir að hafa klikkað á fjórum fyrstu skotum sínum í leiknum.
Fenerbahce vann fyrsta leikhlutann 16-11 en það munaði aðeins þremur stigum á liðunum í hálfleik, 37-34.
Alba Berlin hélt sér inn í leiknum þar til á lokamínútunum þegar Tyrkirnir keyrðu yfir þá. Fenerbahce vann lokakafla leiksins 24-6 eftir að Alba var 67-66 yfir.