Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Það er ekki aðeins íslenska handboltasambandið sem er að skipta um formann sambandsins eftir langa veru í embættinu. 12.5.2025 11:30
Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sumarið fyrir 31 ári var sumarið sem hinn fimmtán ára Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. Eiður Smári mætti nánast fullskapaður leikmaður inn í byrjunarlið Valsmanna frá fyrsta leik í Trópídeildinni 1994. Nú þremur áratugum síðar er þetta sumar næstum því horfið úr metabókunum. 12.5.2025 08:01
„Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. 12.5.2025 07:01
Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Ísland átti fjórar landsliðskonur í þýsku Bundesligunni í fótbolta á þessu tímabili og þær deildu allar titlinum að vera markahæsti íslenski leikmaður deildarinnar á 2024-25 tímabilinu. 12.5.2025 06:30
Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Það er svakalegur oddaleikur sem á sviðið í kvöld en þar verður spilaður hreinn úrslitaleikur um farseðil upp i úrvalsdeild karla í körfubolta. 12.5.2025 06:00
Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á lokamóti EM í Sviss í byrjun júlí en íslenska knattspyrnusambandið frumsýndi ekki nýja treyju fyrir mótið heldur einnig tónlistarmyndband sem er tileinkað mótinu. 11.5.2025 23:30
Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Dimitrios Agravanis átti skelfilega innkomu hjá Tindastól í kvöld í úrslitaeinvíginu á móti Stjörnunni sem endaði á því að hann var rekinn út úr húsi. Grikkinn fór endanlega með leikinn fyrir Stólana með framkomu sinni í seinni hálfleik og svo fór að Stólunum var slátrað í leiknum. 11.5.2025 23:07
Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, strunsaði inn á völlinn eftir jafnteflið við Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag til að láta Nuno Espirito Santo þjálfara liðsins heyra það. 11.5.2025 23:02
Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Rúben Dias, miðvörður Manchester City, var mjög pirraður eftir markalaust jafntefli Manchester City á móti botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 11.5.2025 20:00
Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Íslenski framherjinn Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði síðasta markið í 4-1 útisigri Viking á FK Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 11.5.2025 19:15