Kristján Flóki mun spila næstu þrjá leiki með Start áður en hann gengur til liðs við Vesturbæinga.
KR greinir frá því að Kristján Flóki komi til landsins 29. júlí. Samningur hans er til fjögurra ára, eða út keppnistímabilið 2023.
Start fékk Kristján Flóka frá FH árið 2017. Hann skoraði fjögur mörk í tíu leikjum fyrir Start það sumar. Hann var lánaður til sænska liðsins Brommapojkarna síðasta sumar.
KR situr á toppi Pepsi Max deildar karla og hefur verið á mikilli siglingu að undan förnu.
Fyrsti leikur Kristjáns Flóka með KR verður líklega heimaleikur við Grindavík þann 6. ágúst.
«Jeg kommer til å gi alt jeg har de neste tre kampene og forhåpentligvis kan jeg avslutte tiden min her med noen mål og så mange poeng som mulig på de tre kampene»https://t.co/xSZLOe0aRK
— IK Start (@ikstart) July 17, 2019