Fréttir

Fanga­geymslur fullar eftir nóttina

Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu voru fullar eftir eril næturinnar og kvöldsins. Samkvæmt dagbók lögreglunnar gistu tólf í fangageymslu í nótt. Alls voru 97 mál bókuð í kerfum lögreglunnar.

Innlent

Kviknaði í gömlum bú­stað við Rauða­vatn

Gamall bústaður brann til ösku við Rauðavatn í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins féll þakið á bústaðnum. Ekki er vitað um orsök eldsins en enginn var í bústaðnum þegar slökkvilið bar að vettvangi og því engan sem sakaði. 

Innlent

„Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að kynjafræði sé pólitísk í eðli sínu, og furðar sig á því að látið sé eins og hún sé að einhverju leyti hlutlaus þegar menn eru að innleiða róttæka kynjafræði á svið skólanna, eins og hann orðar það. Hann segir gífurlegan fjölda fólks hafa komið að máli við sig og þakkað honum fyrir að ræða þessi mál.

Innlent

Vilja fækka leyfi­legum fjölda borgar­full­trúa

Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að leyfilegur hámarksfjöldi borgarfulltrúa verði 23, en ekki 31 eins og í núgildandi lögum. Sigríður Á. Andersen er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál á þingi árið 2015.

Innlent

Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum séu mjög litlar og verði minni eftir því sem lengra líður. Verði eldgos á næstu dögum, sem hann telur ólíklegt, myndi kvikan sennilega koma upp norðar en við Sundhnúka.

Innlent

TikTok hólpið í bili

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur framlengt frest á fyrirhuguðu TikTok banni í Bandaríkjunum um 75 daga. Lögin áttu að taka gildi á morgun. Hann segir að samningaviðræður við yfirvöld í Kína hafi gengið vel og hann ætli áfram að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir bannið.

Erlent

Rak sex eftir fund með um­deildum samsæringi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær upp sex manns úr þjóðaröryggisráði Hvíta hússins. Það gerði hann eftir hálftímalangan fund með fjar-hægri aðgerðasinna og samsæringi sem taldi upp starfsmenn ráðsins sem hún taldi ekki nægilega hliðholla Trump.

Erlent

„Þetta er risa­stór á­fangi og gleði­tíðindi fyrir Kópa­vogs­bæ“

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Péturs Hjaltested um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í Vatnsendamálinu svokallaða. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms um að Kópavogi bæri að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna. Dómsmálinu er því endanlega lokið og í fyrsta sinn í fjölda ára er ekkert mál sem tengist eignarnámi Kópavogsbæjar í Vatnsenda fyrir dómstólum.

Innlent

Land­ris hafið á ný

GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær.

Innlent

Sendi Dönum tóninn

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Dönum tóninn í dag. Er það eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, skammaðist yfir orðræðu Bandaríkjamanna um Grænland og sagði meðal annars að þeir gætu hreinlega ekki innlimað annað ríki.

Erlent

Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu

Barnaheill munu í apríl standa fyrir vitundarvakningu sem snýst um að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum. Verkefnastýra Barnaheilla segir mikilvægt að hlustað sé á raddir barna og unglinga svo hægt sé að gera betur en innan við helmingur segir frá eftir að brotið er á þeim.

Innlent

Hafi fullan stuðning til að auka út­gjöld til varnar­mála

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir utanríkisráðherra hafa fullan stuðning flokksins í að auka útgjöld til varnarmála. Það veki furðu að ekkert segi til um útgjaldaaukningu í málaflokknum í fjármálaáætlun. Útkljá þurfi málið áður en þingið fer í páskafrí.

Innlent

Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það

Landsréttur hefur staðfest sýknu manns sem ákærður var fyrir brot gegn barnaverndarlögum, með því að binda tíu ára dreng á höndum og fótum og kitla hann. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann þrátt fyrir að drengurinn bæði hann að hætta.

Innlent

SFS hafi skrópað á fund ráðu­neytisins

Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 

Innlent

Lang­flestir telja af­sögn Ást­hildar rétta á­kvörðun

Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan.

Innlent

Saka Pútín um að draga lappirnar

Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi sökuðu í morgun Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að draga lappirnar í friðarviðræðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Bretar og Frakkar krefjast skjótra viðbragða frá Pútín vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á vopnahlé.

Erlent

For­seti Suður-Kóreu leystur frá em­bætti

Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, hefur verið leystur úr embætti af stjórnlagadómstól landsins. Dómstóllinn var einróma í ákvörðun sinni og taldi forsetann hafa brotið gegn stjórnarskránni með yfirlýsingu herlaga í desember.

Erlent

Það sem við vitum og vitum ekki um mann­drápið hrotta­lega

Þrír karlmenn sæta enn einangrun grunaðir um aðkomu að manndrápi karlmanns í Þorlákshöfn á sjötugsaldri. Tveir þeirra hafa komið við sögu lögreglu í umtöluðum sakamálum. Spurningunni hvernig og hvers vegna ofbeldisfólkið komst í samband við karlmanninn er ósvarað. Vinkona segir hinn látna hafa verið einstakan mann.

Innlent