Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 17:32 Formaður og ritari Sjálfstæðisflokksins ásamt fráfarandi og nýjum framkvæmdastjóra. Sjálfstæðisflokkurinn Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur við af Þórði Þórarinssyni sem lætur af störfum eftir ellefu ára starf sem framkvæmdastjóri flokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum þar sem fram kemur að Björg hafi setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. „Björg Ásta Þórðardóttir lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2015. Hún hefur víðtæka reynslu af lögfræðistörfum, meðal annars sem yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda og fulltrúi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur. Hún hefur einnig starfað hjá lögreglunni á Suðurnesjum og síðast sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.“ „Björg hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. Hún er fædd og uppalin á Suðurnesjum og á að baki farsælan knattspyrnuferil með íslenskum félagsliðum og landsliðinu. Hún hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi íþrótta, m.a. sem fulltrúi í dómstól ÍSÍ og í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þá hefur hún gegnt formennsku í MS-félagi Íslands.“ Björg Ásta er búsett á Suðurnesjum ásamt sambýliskonu sinni, Ósk Laufeyju Breiðfjörð, og eiga þær saman þrjú börn. „Það er mér mikill heiður og ánægja að fá þetta tækifæri. Ég hlakka til að takast á við þetta mikilvæga verkefni, vinna með frábæru fólki innan flokksins og leggja mitt af mörkum til að efla starfsemi Sjálfstæðisflokksins um allt land,“ sagði Björg Ásta. Kveður eftir ellefu ára starf Framkvæmdastjóraskiptin fóru fram á miðstjórnarfundi flokksins fyrr í dag. Á fundinum færði Guðrún Hafsteinsdóttir Þórði bestu þakkir fyrir hans mikilvæga og óeigingjarna starf í framlínunni síðastliðinn rúman áratug. Fram kemur að Þórður hafi tekið til starfa í Valhöll 1. mars 2014. „Þórður hefur leitt starf skrifstofunnar í fernum alþingiskosningum, þrennum sveitarstjórnarkosningum og haldið fjóra landsfundi. Þess má einnig geta að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarin ár lagt upp í fimm hringferðir um landið í tengslum við kjördæmaviku.“ „Á þessum tímamótum er mér þakklæti efst í huga fyrir þann drjúga tíma sem ég hef starfað í Valhöll fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafa verið forréttindi að fá að lifa og hrærast í innsta hring þjóðmálanna, kynnast fólki af öllu landinu og úr ólíkum starfsstéttum sem vill leggja sitt af mörkum fyrir hugsjónir okkar og vinna að framfaramálum fyrir land og þjóð. Ég hef á þessum tíma eignast fjölda vina til lífstíðar, nokkuð sem ég lít á sem dýrmæta gjöf, og vil koma á framfæri þökkum til allra flokksmanna fyrir traust og góð samskipti. Samstarfsmönnum af skrifstofunni færi ég sérstakar þakkir, öllum í þingflokknum og trúnaðarmönnum í flokksstarfinu færi ég mínar bestu kveðjur,“ sagði Þórður. Samkomulag hefur orðið um að Þórður muni starfa við hlið nýs framkvæmdastjóra næstu vikurnar og sem ráðgjafi flokksins næstu mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Tengdar fréttir Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. 21. september 2023 10:07 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum þar sem fram kemur að Björg hafi setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. „Björg Ásta Þórðardóttir lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2015. Hún hefur víðtæka reynslu af lögfræðistörfum, meðal annars sem yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda og fulltrúi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur. Hún hefur einnig starfað hjá lögreglunni á Suðurnesjum og síðast sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.“ „Björg hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. Hún er fædd og uppalin á Suðurnesjum og á að baki farsælan knattspyrnuferil með íslenskum félagsliðum og landsliðinu. Hún hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi íþrótta, m.a. sem fulltrúi í dómstól ÍSÍ og í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þá hefur hún gegnt formennsku í MS-félagi Íslands.“ Björg Ásta er búsett á Suðurnesjum ásamt sambýliskonu sinni, Ósk Laufeyju Breiðfjörð, og eiga þær saman þrjú börn. „Það er mér mikill heiður og ánægja að fá þetta tækifæri. Ég hlakka til að takast á við þetta mikilvæga verkefni, vinna með frábæru fólki innan flokksins og leggja mitt af mörkum til að efla starfsemi Sjálfstæðisflokksins um allt land,“ sagði Björg Ásta. Kveður eftir ellefu ára starf Framkvæmdastjóraskiptin fóru fram á miðstjórnarfundi flokksins fyrr í dag. Á fundinum færði Guðrún Hafsteinsdóttir Þórði bestu þakkir fyrir hans mikilvæga og óeigingjarna starf í framlínunni síðastliðinn rúman áratug. Fram kemur að Þórður hafi tekið til starfa í Valhöll 1. mars 2014. „Þórður hefur leitt starf skrifstofunnar í fernum alþingiskosningum, þrennum sveitarstjórnarkosningum og haldið fjóra landsfundi. Þess má einnig geta að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarin ár lagt upp í fimm hringferðir um landið í tengslum við kjördæmaviku.“ „Á þessum tímamótum er mér þakklæti efst í huga fyrir þann drjúga tíma sem ég hef starfað í Valhöll fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafa verið forréttindi að fá að lifa og hrærast í innsta hring þjóðmálanna, kynnast fólki af öllu landinu og úr ólíkum starfsstéttum sem vill leggja sitt af mörkum fyrir hugsjónir okkar og vinna að framfaramálum fyrir land og þjóð. Ég hef á þessum tíma eignast fjölda vina til lífstíðar, nokkuð sem ég lít á sem dýrmæta gjöf, og vil koma á framfæri þökkum til allra flokksmanna fyrir traust og góð samskipti. Samstarfsmönnum af skrifstofunni færi ég sérstakar þakkir, öllum í þingflokknum og trúnaðarmönnum í flokksstarfinu færi ég mínar bestu kveðjur,“ sagði Þórður. Samkomulag hefur orðið um að Þórður muni starfa við hlið nýs framkvæmdastjóra næstu vikurnar og sem ráðgjafi flokksins næstu mánuði.
Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Tengdar fréttir Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. 21. september 2023 10:07 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira
Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. 21. september 2023 10:07