
Móðgaða þjóðin
Það er ekki auðvelt að vera uppistandari, greinahöfundur eða skopmyndateiknari þessa dagana. Menn eru sífellt að móðga einhvern sem fer beina leið á netmiðlana og ásakar viðkomandi fyrir rasisma, kvenfyrirlitningu, hommahatur eða afneitun á umhverfisvandanum. Netið hefnir sín síðan grimmilega á hverjum þeim sem ekki fylgir óskráðum leikreglum þess.