Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Þingfundur stóð fram til 23:51 í kvöld og er það annan daginn í röð sem fundur teygir sig yfir á tólfta tímann. Þingmenn ræddu í annað sinn fram um frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. Innlent 2.4.2025 23:31
Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. Innlent 2.4.2025 21:43
Alþingi hafi átt að vera upplýst Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki. Innlent 2.4.2025 20:02
Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Karli og konu sem grunuð eru um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, í máli sem kennt hefur verið við Gufunes hefur verið sleppt úr haldi. Þau hafa enn réttarstöðu sakbornings. Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 2.4.2025 16:36
Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Í dagskrárliðnum störf þingsins brá svo við að þrjár þingkonur úr ólíkum flokknum gerðu allar að umtalsefni það að ríkið hafi slitið samningi sínum við Janus endurhæfingu. Þær töldu ljóst að Alma Möller heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin öll forðuðust umræðuefnið. Innlent 2.4.2025 16:12
Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Hæstiréttur hefur staðfest að ákvæði erfðalaga kemur í veg fyrir að arftaki verði krafinn um að skila fyrirframgreiddum arfi, sem hann fær greiddan umfram arfhluta sinn. Þannig þarf systkinahópur sem þáði einum milljarði króna meiri arf en einn bróðirinn ekki að skila arfinum. Um er að ræða deilu erfingja eins stofnenda Stálskipa. Innlent 2.4.2025 16:07
Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis furðar sig á að hvorki nefndin né Alþingi hafi fengið upplýsingar um að viðbót hafi verið gerð við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna árið 2017. Þáverandi utanríkisráðherra man ekki eftir því að viðbótin hafi verið gerð en fagnar umræðu um öryggis og varnamál. Innlent 2.4.2025 15:58
Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Opnað hefur verið fyrir innsendingar í hugmyndasöfnun um hvernig megi nýta bæði tíma og fjármagn Reykjavíkurborgar sem best. Samráðið er öllum opið og allar tillögur og ábendingar eru vel þegnar. Innlent 2.4.2025 14:44
Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík hafa fengið heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta og halda inn í bæinn. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi en ná ekki til orkuversins í Svartsengi, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Ferðamönnum er ekki hleypt inn til Grindavíkur. Innlent 2.4.2025 14:36
Fimm ára nauðgunardómur stendur Hæstiréttur hefur hafnað beiðni 43 ára karlmanns um að taka fyrir mál hans. Maðurinn, Vilhelm Norðfjörð Sigurðsson, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og brjóta með öðrum hætti gegn henni í byrjun árs 2022. Innlent 2.4.2025 14:23
Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum hefur verið afgreitt út úr ríkisstjórn og verður lagt fram á Alþingi. Nái það fram að ganga verður hægt að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem fremja alvarleg afbrot. Innlent 2.4.2025 14:14
Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Alls voru 79 handteknir og um fjórtán hundruð eru undir smásjá Evrópulögreglunnar grunuð um að miðla kynferðislegu efni með börnum á vefsíðunni Kidflix. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í aðgerðunum sem teygðu sig til 38 landa. 39 börnum var bjargað úr hættulegum aðstæðum. Innlent 2.4.2025 13:55
Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Snorri segir Viðreisn hafa tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænanna óbreytta. Innlent 2.4.2025 13:35
Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Aðalmeðferð er hafin í máli ungs manns sem ákærður er fyrir að hafa orðið Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana eftir stunguárás á Menningarnótt í ágúst síðastliðinn. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Innlent 2.4.2025 13:26
Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Þjóðaröryggisráð í samstarfi við Alþjóðamálastofnun stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu klukkan 13 í dag þar sem áhersla verður lögð á mikilvægi hafsins fyrir þjóðaröryggi Íslands. Innlent 2.4.2025 12:31
Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Ákvörðun um sekt vegna stöðvunarbrotagjalda í Reykjavík verður framvegis í höndum starfsfólks á skrifstofu. Eftirlit verður fyrst og fremst rafrænt þótt eftirlit gangandi stöðumælavarða hverfi ekki alveg. Innlent 2.4.2025 12:21
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann. Innlent 2.4.2025 12:11
Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. Innlent 2.4.2025 12:11
Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á Reykjanesi en virknin í eldgosinu sem hófst í gærmorgun datt alveg niður síðdegis og hefur það ekki látið á sér kræla á ný. Innlent 2.4.2025 11:41
Af neyðarstigi og á hættustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Innlent 2.4.2025 11:39
48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Umráðamaður hunds á Norðausturlandi hefur verið sektaður um 48 þúsund krónur fyrir að hafa beitt gæludýri sínu harðýðgi í vitna viðurvist. Hann hafi með þessu brotið dýravelferðarlög og því hlotið stjórnvaldssekt. Innlent 2.4.2025 11:36
„Þetta er bara brandarakvöld“ Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekki hægt að svara þeirri ofsareiði sem brotist hefur út í athugasemdakerfum víðs vegar eftir fjörugt bjórkvöld Þjóðmála á Kringlukránni. Innlent 2.4.2025 11:33
Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. Innlent 2.4.2025 11:11
Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár í fyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár og jókst ævilengd beggja kynja milli ára. Ævilengd háskólamenntaðra hefur aukist mest undanfari ár. Dánartíðni stendur í stað en ungbarnadauði minnkar töluvert milli ára. Innlent 2.4.2025 10:22