
Handbolti

„Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“
Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var virkilega ósáttur með sína menn eftir fjögurra marka tap gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi verið sjálfum sér verstir.

„Þetta var skrautlegur handboltaleikur“
Hergeir Grímsson, leikmaður Hauka, gat andað léttar eftir fjögurra marka sigur liðsins gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld.

Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga
ÍBV náði að enda tíu leikja taphrinu sína í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld þegar liðið gerði 22-22 jafntefli við Gróttu á Seltjarnarnesi.

Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni
Tvö Íslendingalið stóðu í ströngu í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld og gekk misvel.

Agnar Smári semur til ársins 2027
Handknattleiksmaðurinn Agnar Smári Jónsson hefur framlengt samning sinn við Val til ársins 2027.

Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir
Haukar unnu sterkan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-24.

Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu.

„Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“
Jón Halldórsson ætlar að bjóða sig fram í formannsstól HSÍ. Hann telur nauðsynlegt að sameina hreyfinguna og horfa björtum augum á framtíðina. Rætt var við Jón í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.

Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims?
Hinn danski Mathias Gidsel var valinn mikilvægasti leikmaður HM og er af flestum talinn besti handboltamaður heims í dag. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning við þýska félagið Füchse Berlín og hækkað í launum.

„Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“
Ísak Gústafsson sneri aftur í lið Vals í kvöld, í 33-26 sigri gegn FH. Hann hefur verið frá síðustu mánuði vegna meiðsla en segir hnéð núna í „toppmálum.“ Einbeiting hans er núna öll á toppbaráttunni sem Valur er í, þó skiptin til Danmerkur í sumar séu spennandi.

Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist
Valur vann afar sannfærandi sjö marka sigur, 33-26, gegn FH í sextándu umferð Olís deildar karla. FH byrjaði betur og var með forystuna eftir fimmtán mínútur en eftir það voru Valsmenn með öll völd á vellinum. Nú munar aðeins einu stigi milli liðanna í deildinni, FH á toppnum með 23 stig en Valur í fjórða sæti með 22 stig.

Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“
Haukar unnu í kvöld öruggan níu marka sigur á Selfossi á Ásvöllum, lokatölur 29-20. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var sátt með sitt lið sem á erfitt verkefni fyrir höndum um helgina í Tékklandi.

Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni
Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto byrjuðu vel í milliriðli Evrópudeildarinnar.

Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum
Framkonur fylgja efstu liðunum áfram eftir í Olís deild kvenna en Grafarholtsliðið vann tveggja marka heimasigur á Stjörnunni í kvöld.

Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári
Haukar hafa unnið alla leiki sína til þessa í Olís-deild kvenna í handbolta á þessu ári og það breyttist ekki í kvöld.

Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig
Valur fagnaði sínum fjórða sigri í röð í Olís deild kvenna í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á ÍR á Hlíðarenda.

Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu
Dagur Gautason lék sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld og það var ekki hægt að kvarta mikið yfir frammistöðunni.

Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu
Valskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir er markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna í handbolta fyrir leikina sem fara fram í kvöld.

Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin
Hin franska Jemima Kabeya, sem talin var einn efnilegasti markvörður Frakklands í handbolta, er látin aðeins 21 árs að aldri.

Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts
Uppselt er á úrslitaleik Evrópumóts landsliða karla í handbolta á næsta ári. Úrslitaleikurinn fer fram í Herning í Danmörku.

Ísak á leið í atvinnumennsku
Selfyssingurinn Ísak Gústafsson hefur skrifað undir samning til tveggja ára við TMS Ringsted. Þessi 21 árs gamli handboltamaður fer til Danmerkur í sumar.

Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“
Landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, segir ekkert fast í hendi varðandi sögusagnir um félagsskipti hans til spænska stórliðsins Barcelona. Hann lætur umboðsmann sinn um þessi mál.

Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin
Danska handboltahetjan Mathias Gidsel kæfði allar sögusagnir og er ánægður þar sem hann er.

Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum
ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason er orðinn langmarkahæstur í Olís deild karla í handbolta.

Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi
Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins, hefur tjáð sig um þá ákvörðun fráfarandi stjórnar Handknattleikssambands Íslands að ráða hann ekki sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins.

Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans
Það virðist eitt verst geymda leyndarmál handboltans að Viktor Gísli Hallgrímsson gangi í raðir sjálfra Evrópumeistara Barcelona í sumar, og nú er ljóst með hverjum hann mun deila markvarðarstöðunni hjá spænska stórveldinu.

KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu
KA gerði sér góða ferð suður og sótti fimm marka sigur gegn ÍR í sextándu umferð Olís deildar karla. Lokatölur 34-39 í Skógarselinu.

Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi
Andri Már Rúnarsson var markahæsti leikmaður Leipzig í 24-23 tapi á útivelli gegn Burgdorf í átjándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ
Ásgeir Jónsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar FH, hefur tilkynnt um framboð til varaformanns Handknattleikssambands Íslands. Kosið verður á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi.

Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ
Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti formaður Handknattleikssambands Íslands. Hann er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði.