Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Hvað á fólk að gera ef maki þeirra fer í taugarnar á þeim? Klínískur félagsráðgjafi segir hinn fullkomna maka ekki vera til og fólki þurfi að velja glímur sínar vandlega. Mikilvægt sé að einblína á það jákvæða og umbera það neikvæða. Sá sem er ekki þakklátur fyrir maka sinn er ólíklega hamingjusamur í sambandinu. Lífið 2.4.2025 12:01
Þórdís Lóa brast í söng í pontu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, brast í söng í umræðu um breytingar á reglum um umferð einkaþotna og þyrlna og kennsluflug um Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi í gær. Lífið 2.4.2025 10:51
Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, og eiginmaður hans, Edgar Antonio Lucena Angarita, fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli sínu þann 27. mars síðastliðinn. Í tilefni dagsins ákváðu þeir að fá sér húðflúr á baugfingur í stað þess að bera hefðbundna hringa. Lífið 2.4.2025 10:34
Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Prúðbúnir listunnendur fjölmenntu í Borgarleikhúsinu í vikunni þegar nýjasta verk Íslenska dansflokksins, Hringir Orfeusar og annað slúður, var frumsýnt. Auk frumsýningarinnar tók Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, nýskipaður listdansstjóri, formlega við embætti af Ernu Ómarsdóttur sem er jafnframt höfundur verksins. Lífið 1.4.2025 13:21
Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Verkið Fjallabak var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld fyrir troðfullum sal gesta. Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee kvikmyndina Brokeback Mountain eftir sögunni. Í pistlinum má sjá stiklu úr leikritinu. Menning 1.4.2025 11:31
„Ég held ég sé með niðurgang“ „Ég þarf ekki einu sinni að reyna sækja þessi stig, þau bara koma. Þetta er bara leðja, niðurgangur,“ segir Sverrir Þór Sverrisson á ferð um Eþíópíu í síðasta þætti af Alheimsdrauminum. Lífið 1.4.2025 10:33
Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Fjórir vel þekktir kvikmyndaleikarar hafa verið ráðnir til að túlka sjálfa Bítlana – þá Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starr – í nýjum kvikmyndum bandaríska leikstjórans Sam Mendes sem áætlað er að verði sýnd 2028. Bíó og sjónvarp 1.4.2025 08:54
Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Það var heldur betur fullt út að dyrum í höfuðstöðvum plastverksmiðjunnar Polynorth á Akureyri þegar fyrirtækið hélt upp á fjögurra ára afmæli sitt síðasta föstudag. Lífið samstarf 1.4.2025 08:47
Biður drottninguna að blessa heimilið „Ég er líka að gera tilraun til að kyngera þetta ekki, ég vil meina að við séum öll drottningar. Þetta er svona skali, drottningarskali,“ segir grafíski hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína sem opnaði sýninguna Drottningar nú á dögunum. Þura hefur komið víða við, bjó lengi á Ítalíu og eignaðist aðra dóttur sína í vetur. Blaðamaður tók púlsinn á henni. Tíska og hönnun 1.4.2025 07:02
Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Það var líf og fjör á frumsýningu í Borgarleikhúsinu þar sem sjóðheitar stjörnur landsins komu saman á frumsýningu Fjallabaks þar sem Björn Stefánsson og Hjörtur Jóhann Jónsson fara með hlutverk kúreka sem verða óvænt ástfangnir. Menning 31.3.2025 20:03
Brothætt kvöld hjá GameTíví Strákarnir í GameTíví munu láta reyna á samstarfið í kvöld. Meðal annars munu þeir brjóta og bramla í leiknum Carry the Glass og reyna að forðast skrímslin í R.E.P.O. Leikjavísir 31.3.2025 19:30
Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Í kaótískri höfuðborg Kenía, Naíróbí, býr Anna Þóra Baldursdóttir ásamt 6 ára gamalli dóttur sinni Amelíu Henný. Lífið 31.3.2025 17:00
Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Svana Lovísa Kristjánsdóttir, vöruhönnuður og áhrifavaldur, býr ásamt manni sínum, Andrési Andréssyni og börnum þeirra tveimur á fallegu heimili í hjarta Hafnarfjarðar sem hefur verið innréttað af mikilli smekkvísi. Lífið 31.3.2025 15:43
Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Netflix hefur birt stiklu fyrir sjöundu þáttaröð Black Mirror. Óhætt er að segja að þáttanna hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þáttaröðin státar af sex stjörnufylltum þáttum. Þar á meðal er framhald þáttarinns um stafræna áhöfn geimskipsins USS Callister. Bíó og sjónvarp 31.3.2025 15:36
Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Hollt veisluhlaðborð getur verið jafn bragðgott og girnilegt og hefðbundin veisluborð. Nú er mikið veislutímabil framundan með fermingum og páskum og útskriftum. Lífið 31.3.2025 14:30
Í skýjunum með að vera fyrstir „Við erum í raun aldrei stressaðir fyrir neinu,“ segja Væb bræðurnir Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson sem eru nú á fullu að undirbúa sig fyrir Eurovision í vor. Strákar stíga fyrstir á svið og segjast í skýjunum með það. Tónlist 31.3.2025 11:31
Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Viðburðarík vika er nú að baki þar sem Edduverðlunin, árshátíðir stórfyrirtækja og önnur veisluhöld vöktu athygli. Íslendingar eru þó alltaf á faraldsfæti og var fólk ýmist að sleikja sólina við sundlaugarbakkann eða spóka sig um evrópskar stórborgir. Lífið 31.3.2025 10:48
VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Framlag Íslands í Eurovision í ár – lagið Róa með bræðrunum í Væb – er fyrsta lagið sem flutt verður á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í svissnesku borginni Basel í maí. Lífið 31.3.2025 07:09
Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Flugfreyjur hafa í gegnum tíðina verið þekktar fyrir að eiga vörur sem veita lausnir við ýmsum daglegum vandamálum. Hvort sem um ræðir hágæða þvottaefni, vinsælar snyrtivörur eða eftirsótta heimilisilmi, hafa þær haft auga fyrir því besta á markaðnum. Lífið 31.3.2025 07:01
Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi, hafa sett parhúsið sitt í Urriðaholti á sölu. Ásett verð eru rétt rúmar tvö hundruð milljónir króna. Lífið 30.3.2025 17:50
Richard Chamberlain er látinn Bandaríski leikarinn Richard Chamberlain, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum Dr. Kildare, Shogun og The Thorn Birds, er látinn 90 ára að aldri. Lífið 30.3.2025 14:59
Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ KUSK og Óviti gáfu nýverið út „LÆT FRÁ MÉR LÆTI“ sem er fyrsta lagið af komandi breiðskífu þeirra, RÍFAST. Platan markar stökk úr svefnherbergispoppi í taktfasta raftónlist og sækir innblástur í rifrildi fólks. Lífið 30.3.2025 10:02
„Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ „Ég fór svona einhvern veginn að rifja upp lífið og tilveruna. Ég man eftir því að ég sagði við sjálfan mig að ef ég kæmist heill úr þessu þá myndi ég hætta í öllu þar sem að það var einhver hætta; hætta í björgunar- og slökkviliðinu. Gera eitthvað annað, eitthvað sem væri ekki hættulegt,“ segir Haukur Gunnarsson, einn af átta björgunarsveitarmönnum frá Dalvík sem árið 1998 lentu í glórulausu ofsaveðri á Nýjabæjarfjalli í Eyjafirði. Lífið 30.3.2025 08:00
Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Lífið 30.3.2025 07:04